Efasemdir annarra hvöttu Söru Björk áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2024 07:03 Sara Björk Gunnarsdóttir kom til baka og spilaði í úrslitakeppni EM innan við ári eftir fæðingu. Síðan samdi hún við ítalska félagið Juventus. Getty/Juventus FC Sara Björk Gunnarsdóttir er í sviðsljósinu í nýju átaki Alþjóðlegu leikmannasamtakanna þar sem markmiðið er að auðvelda knattspyrnukonum að komast aftur inn á fótboltavöllinn eftir barnsburð. Margar knattspyrnukonur hafa því miður þurft að velja á milli þess að spila fótbolta á hæsta stigi eða verða mætur. Þetta er sem betur fer að breytast hratt og mörg félög eru farin að styðja mun betur við fótboltamæður. Sara Börk á líka mikinn þátt í betri stöðu knattspyrnukvenna til að verða mæður á miðjum fótboltaferlinum því hún sótti rétt sinn þegar hún var leikmaður franska félagsins Olympique Lyon. Sara vann málið og þótt að framtíð hennar hjá Lyon hafi orðið að engu þá fékk hún samning hjá ítalska stórliðinu Juventus. Juventus sýndi mikið frá Söru þegar hún var að koma til baka eftir að hafa eignast son sinn. Nýr bæklingur FIFPRO leikmannasamtakanna heitir „Postpartum - Return to Play Guide“ eða „Eftir barnsburð - leiðbeiningar til að snúa aftur inn á völlinn“. Þar er vitnað í Söru Björk, leikjahæstu landsliðskonu Íslands, fyrr og síðar. @FIFPRO „Fólk efast um það að leikmenn geti orðið ófrískir og komið síðan til baka á sama getustig. Það var mikil hvatning fyrir mig,“ sagði Sara. „Ég vil líka að sonur minni sjái það að ég var atvinnukona og var á sama tíma að hugsa um hann,“ sagði Sara. Sara eignaðist Ragnar í nóvember 2021 og spilaði með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Englandi sumarið á eftir. Hún spilaði með Juventus frá 2022 til 2024 en gekk á dögunum frá samningi við lið Al Qadsiah frá Sádi Arabíu. @fifpro Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira
Margar knattspyrnukonur hafa því miður þurft að velja á milli þess að spila fótbolta á hæsta stigi eða verða mætur. Þetta er sem betur fer að breytast hratt og mörg félög eru farin að styðja mun betur við fótboltamæður. Sara Börk á líka mikinn þátt í betri stöðu knattspyrnukvenna til að verða mæður á miðjum fótboltaferlinum því hún sótti rétt sinn þegar hún var leikmaður franska félagsins Olympique Lyon. Sara vann málið og þótt að framtíð hennar hjá Lyon hafi orðið að engu þá fékk hún samning hjá ítalska stórliðinu Juventus. Juventus sýndi mikið frá Söru þegar hún var að koma til baka eftir að hafa eignast son sinn. Nýr bæklingur FIFPRO leikmannasamtakanna heitir „Postpartum - Return to Play Guide“ eða „Eftir barnsburð - leiðbeiningar til að snúa aftur inn á völlinn“. Þar er vitnað í Söru Björk, leikjahæstu landsliðskonu Íslands, fyrr og síðar. @FIFPRO „Fólk efast um það að leikmenn geti orðið ófrískir og komið síðan til baka á sama getustig. Það var mikil hvatning fyrir mig,“ sagði Sara. „Ég vil líka að sonur minni sjái það að ég var atvinnukona og var á sama tíma að hugsa um hann,“ sagði Sara. Sara eignaðist Ragnar í nóvember 2021 og spilaði með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Englandi sumarið á eftir. Hún spilaði með Juventus frá 2022 til 2024 en gekk á dögunum frá samningi við lið Al Qadsiah frá Sádi Arabíu. @fifpro
Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira