Var mörgum sinnum við það að gefast upp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2024 22:03 Það vill enginn hjá Barcelona lengur losna við Raphinha enda er að hann að spila frábærlega í upphafi tímabilsins. Getty/Lionel Hahn Barcelona framherjinn Raphinha er einn af spútnikleikmönnum tímabilsins til þessa enda hefur hann farið á kostum í fyrstu leikjum leiktíðarinnar á Spáni. Hinn 27 ára gamli Raphinha skoraði meðal annars þrennu í 7-0 sigri Barcelona á Real Valladolid um síðustu helgi. Raphinha kom til Barcelona frá Leeds United árið 2022 og kostaði spænska félagið 55 milljónir evra. Erfiðir tímar í upphafi Það gengur allt eins og í sögu núna en Raphinha segir að hann hafi þurft að komast í gegnum mjög erfiða tíma hjá Katalóníufélaginu. Raphinha fékk á sig mikla gagnrýni í byrjun og það tók sinn tíma að komast inn í hlutina hjá Barcelona. Mörgum sinnum var hann orðaður við brottför frá félaginu og aðrir leikmenn í hans stöðu voru stöðugt orðaðir við Barcelona. Í nýju útvarpsviðtali var Raphinha spurður út í það hvort hann hefði íhugað það að yfirgefa Barcelona. Flóknir tímar „Já fyrstu sex mánuði mína hér. Það voru flóknir tímar fyrir bæði mig og fjölskyldu mína. Þetta lagaðist eftir HM í Katar og ég endaði tímabilið vel. Það tók samt mikið á að komast almennilega inn í hlutina hér“ sagði Raphinha við RAC1. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) „Ég hugsaði nokkrum sinnum um að fara frá félaginu en komst fljótt í gegnum það. Þetta er Barca. Félagið er risastórt og það er fullkomlega eðlilegt að það sé erfitt að komast inn í hlutina hér,“ sagði Raphinha. Atvinna sem tortímir þér „Ef þú leggur mikið á þig og vilt eiga fótboltaferil þá máttu ekki gefast upp. Ég var mörgum sinnum við það að gefast upp, hætta í fótbolta og halda áfram með mitt. Þetta er atvinnugrein sem tortímir þér,“ sagði Raphinha. „Það kom stundum fyrir að ég fór heim og vissi ekki hvort ég gæti farið á fætur næsta morgun til að fara á æfingu. Ég hef grátið og hérna hjá Barca líka. Ég fer til sálfræðings af því ég veit hversu mikilvægt það er. Allir ættu að leita ráða sálfræðings því það hjálpar mikið,“ sagði Raphinha. Auðvelt að gefast upp á öllu „Ef þú hugsar ekki um sjálfan þig þá mun fótboltinn tortíma þér. Það er mjög auðvelt að detta í þunglyndi og gefast upp á öllu,“ sagði Raphinha. Raphinha er með 3 mörk og 2 stoðsendingar í fyrstu fjórum umferðunum en í fyrra var hann með 6 mörk og 9 stoðsendingar í 28 deildarleikjum. Spænski boltinn Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Diljá lagði upp í níu marka sigri Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Sjá meira
Hinn 27 ára gamli Raphinha skoraði meðal annars þrennu í 7-0 sigri Barcelona á Real Valladolid um síðustu helgi. Raphinha kom til Barcelona frá Leeds United árið 2022 og kostaði spænska félagið 55 milljónir evra. Erfiðir tímar í upphafi Það gengur allt eins og í sögu núna en Raphinha segir að hann hafi þurft að komast í gegnum mjög erfiða tíma hjá Katalóníufélaginu. Raphinha fékk á sig mikla gagnrýni í byrjun og það tók sinn tíma að komast inn í hlutina hjá Barcelona. Mörgum sinnum var hann orðaður við brottför frá félaginu og aðrir leikmenn í hans stöðu voru stöðugt orðaðir við Barcelona. Í nýju útvarpsviðtali var Raphinha spurður út í það hvort hann hefði íhugað það að yfirgefa Barcelona. Flóknir tímar „Já fyrstu sex mánuði mína hér. Það voru flóknir tímar fyrir bæði mig og fjölskyldu mína. Þetta lagaðist eftir HM í Katar og ég endaði tímabilið vel. Það tók samt mikið á að komast almennilega inn í hlutina hér“ sagði Raphinha við RAC1. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) „Ég hugsaði nokkrum sinnum um að fara frá félaginu en komst fljótt í gegnum það. Þetta er Barca. Félagið er risastórt og það er fullkomlega eðlilegt að það sé erfitt að komast inn í hlutina hér,“ sagði Raphinha. Atvinna sem tortímir þér „Ef þú leggur mikið á þig og vilt eiga fótboltaferil þá máttu ekki gefast upp. Ég var mörgum sinnum við það að gefast upp, hætta í fótbolta og halda áfram með mitt. Þetta er atvinnugrein sem tortímir þér,“ sagði Raphinha. „Það kom stundum fyrir að ég fór heim og vissi ekki hvort ég gæti farið á fætur næsta morgun til að fara á æfingu. Ég hef grátið og hérna hjá Barca líka. Ég fer til sálfræðings af því ég veit hversu mikilvægt það er. Allir ættu að leita ráða sálfræðings því það hjálpar mikið,“ sagði Raphinha. Auðvelt að gefast upp á öllu „Ef þú hugsar ekki um sjálfan þig þá mun fótboltinn tortíma þér. Það er mjög auðvelt að detta í þunglyndi og gefast upp á öllu,“ sagði Raphinha. Raphinha er með 3 mörk og 2 stoðsendingar í fyrstu fjórum umferðunum en í fyrra var hann með 6 mörk og 9 stoðsendingar í 28 deildarleikjum.
Spænski boltinn Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Diljá lagði upp í níu marka sigri Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Sjá meira