Biður forseta um breytt fyrirkomulag á skólamáltíðum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. september 2024 19:18 Oddur Bjarni vill funda með Höllu Tómasdóttur forseta Íslands til að kynna hugmyndina sína betur. Vilhelm/Aðsend Nemandi við Grunnskólann í Vestmannaeyjum leggur til að að grunnskólar landsins taki upp staðlaðan vikumatseðil. Slíkt segir hann myndu koma í veg fyrir matarsóun og að hann lendi í því að fá sama matinn í hádegis- og kvöldmat. Hann býður forseta Íslands á fund sinn til að kynna hugmyndina betur og vita hvort hún geti komið henni áleiðis. „Ég var í spænskuskóla í sumar og kynntist þar stelpu frá Þýskalandi. Í hennar skóla er alltaf sama tegund af mat á vissum degi, t.d. fiskur á fimmtudögum og vegan á þriðjudögum,“ segir í aðsendri grein Odds Bjarna Bergvinssonar, fimmtán ára nemanda í Grunnskólanum í Vestmannaeyjum, í Morgunblaðinu í gær. Hann leggur til að allir grunnskólar landsins taki upp svokallaðan SKVÓP-matseðil. Staðlaðan matseðil skólamáltíða. Mat hent eins og rusli Nú þegar skólamáltíðir eru gjaldfrjálsar segir Oddur Bjarni mikilvægt að foreldrar skrái börn sín ekki í mat að óþörfu. Sé matseðillinn staðlaður, viti foreldrar hvenær þeir eigi að skrá börnin sín í mat og hvenær þau vilji frekar nesti. Þá þyki honum að eigin sögn ömurlegt að lenda í að fá sama matinn í hádegismat og í kvöldmat. „Ef það er kjúklingaborgari í hádeginu þá er það geggjað. En ef það er líka kjúklingaborgari heima er ég bara, eeeeh,“ segir Oddur Bjarni. Hugmyndin spretti ekki síst út frá umhverfissjónarmiðum. „Það er svo ógeðslega mikil matarsóun í skólum. Matnum er hent eins og hann sé bara rusl,“ segir Oddur. En hvað þýðir SKVÓP? „Þetta er skammstöfun á réttunum sem eru í matinn á hverjum degi,“ útskýrir hann. Vikumatseðilinn yrði því eftirfarandi: Mánudagur: Sjávarréttur, fiskur Þriðjudagur: Kjöt Miðvikudagur: Vegan Fimmtudagur: Ódýr matur, eða spónamatur Föstudagur: Partýmatur, pítsa, hamborgari eða takkó. Heldur í vonina Oddur Bjarni er í tíunda bekk og þarf því að hafa hraðar hendur ef hann vill sjá breytingarnar ganga í gegn meðan hann er enn í grunnskóla. Aðspurður segist hann alveg til í að berjast fyrir málstaðnum þrátt fyrir að hann muni líklega ekki njóta góðs af breytingunum. „Ég er búin að senda forsetanum bréf og það er móttekið,“ segir Oddur. Í grein sinni í Morgunblaðinu biður hann Höllu um að koma hugmyndinni áleiðis. Ertu bjartsýnn á að fá svar? „Vonin er að deyja hægt og rólega en ég ætla að vera sterkur og tékka á email-inu mínu á hverjum degi. Helst reyna að fá fund með forsetanum til að kynna hugmyndina formlega.“ Skóla- og menntamál Vestmannaeyjar Matur Grunnskólar Krakkar Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
„Ég var í spænskuskóla í sumar og kynntist þar stelpu frá Þýskalandi. Í hennar skóla er alltaf sama tegund af mat á vissum degi, t.d. fiskur á fimmtudögum og vegan á þriðjudögum,“ segir í aðsendri grein Odds Bjarna Bergvinssonar, fimmtán ára nemanda í Grunnskólanum í Vestmannaeyjum, í Morgunblaðinu í gær. Hann leggur til að allir grunnskólar landsins taki upp svokallaðan SKVÓP-matseðil. Staðlaðan matseðil skólamáltíða. Mat hent eins og rusli Nú þegar skólamáltíðir eru gjaldfrjálsar segir Oddur Bjarni mikilvægt að foreldrar skrái börn sín ekki í mat að óþörfu. Sé matseðillinn staðlaður, viti foreldrar hvenær þeir eigi að skrá börnin sín í mat og hvenær þau vilji frekar nesti. Þá þyki honum að eigin sögn ömurlegt að lenda í að fá sama matinn í hádegismat og í kvöldmat. „Ef það er kjúklingaborgari í hádeginu þá er það geggjað. En ef það er líka kjúklingaborgari heima er ég bara, eeeeh,“ segir Oddur Bjarni. Hugmyndin spretti ekki síst út frá umhverfissjónarmiðum. „Það er svo ógeðslega mikil matarsóun í skólum. Matnum er hent eins og hann sé bara rusl,“ segir Oddur. En hvað þýðir SKVÓP? „Þetta er skammstöfun á réttunum sem eru í matinn á hverjum degi,“ útskýrir hann. Vikumatseðilinn yrði því eftirfarandi: Mánudagur: Sjávarréttur, fiskur Þriðjudagur: Kjöt Miðvikudagur: Vegan Fimmtudagur: Ódýr matur, eða spónamatur Föstudagur: Partýmatur, pítsa, hamborgari eða takkó. Heldur í vonina Oddur Bjarni er í tíunda bekk og þarf því að hafa hraðar hendur ef hann vill sjá breytingarnar ganga í gegn meðan hann er enn í grunnskóla. Aðspurður segist hann alveg til í að berjast fyrir málstaðnum þrátt fyrir að hann muni líklega ekki njóta góðs af breytingunum. „Ég er búin að senda forsetanum bréf og það er móttekið,“ segir Oddur. Í grein sinni í Morgunblaðinu biður hann Höllu um að koma hugmyndinni áleiðis. Ertu bjartsýnn á að fá svar? „Vonin er að deyja hægt og rólega en ég ætla að vera sterkur og tékka á email-inu mínu á hverjum degi. Helst reyna að fá fund með forsetanum til að kynna hugmyndina formlega.“
Skóla- og menntamál Vestmannaeyjar Matur Grunnskólar Krakkar Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning