Börnin sem borðuðu kannabis-bangsana enn á spítala Lovísa Arnardóttir skrifar 3. september 2024 14:34 Valtýr segir einkennin geta verið margskonar hjá börnum sem borði gúmmíbangsa með kannabiss. Sem dæmi geti þau upplifað hjartsláttartruflanir, meðvitundarskerðingu, efnaskiptatruflanir og jafnvel flog. Þá upplifi þau mikla vanlíðan og jafnvel uppköst. Aðsend og Vísir/Getty Börnin sem flutt voru á slysadeild eftir að hafa borðað gúmmíbangsa með THC eða kannabis eru enn á spítala en ekki talin í lífshættu. Börnin eru yngri en tíu ára gömul. Valtýr Stefánsson Thors yfirlæknir barnalækninga við Landspítalann segir þau vita hvernig börnin komust í bangsana. Hann á von á því að börnin verði útskrifuð fljótlega. Valtýr segir áríðandi að fólk gefi börnum ekki nammi sem það viti ekki hvað er í og að fólk sem hafi verslað sér slíka bangsa geymi þá þar sem börn ná ekki í þá. Valtýr segir slík mál ekki koma oft upp á spítalanum en nógu reglulega. Í fréttum var fjallað um álíka mál árið 2020 og aftur 2023. „Ég er ekki með nákvæma tölu um þetta, um gúmmíbangsa, en þetta er eitthvað sem við höfum verið að sjá af og til. Það er kannski ekki mikið meira en það sem hefur komið í fréttum, en eitthvað. Þetta er eitthvað sem við sáum aldrei áður en þegar þetta kemur „nýtt inn á markað“ er augljóst að þetta muni gerast. Þá er það bara spurning um tíma.“ Hann segir einkennin geta verið margskonar hjá börnum sem borði svona bangsa. Sem dæmi geti þau upplifað hjartsláttartruflanir, meðvitundarskerðingu, efnaskiptatruflanir og jafnvel flog. Þá upplifi þau mikla vanlíðan og jafnvel uppköst. „Sum einkennin eru meira óþægindi á meðan önnur eru alvarleg og geta verið alveg lífshættuleg.“ Hann segir einkennin ekki langvarandi ef hægt er að afstýra alvarlegustu aukaverkununum. „Þegar efnið leysist upp, hættir að vera virkt og skilur sér út úr líkamanum þá eru einkennin yfirstaðin.“ Upplifa mikla vanlíðan Hann segir börnin stundum líta út fyrir að vera í vímu. „En yfirleitt ekki þannig sem fólk myndi kannski tengja við einhverja sælutilfinningu. Það á ekki við um börn. Það er fyrst og fremst mikil vanlíðan og ógleði. Það er miklu frekar það.“ Valtýr segir mikilvægt að fólk gefi börnum ekki nammi eða hlaup sem það viti ekki hvaðan komi eða hvað sé í. „Ef fólk finnur heima hjá sér, í vinnu eða úti á víðavangi poka með gúmmíi sem lítur út eins og sælgæti á aldrei að borða það sjálfur og allra síst að gefa börnunum sínum slíkt. Fyrir þá sem hafa keypt svona til eigini nota er lykilatriði að þetta sé geymt á þannig stað að börn komist ekki í þetta,“ segir Valtýr og heldur áfram: „Ég þekki það ekki hvernig markaðurinn með þetta virkar hér á Íslandi en þetta er í umferð. Hvernig sem þetta kemur til landsins. Ef börn komast í þetta er mjög líklegt að þau muni smakka á þessu af því þetta lítur út eins og sælgæti. Það er alltaf hættan.“ Heilbrigðismál Fíkn Réttindi barna Börn og uppeldi Lögreglumál Sælgæti Kannabis Tengdar fréttir Tvær stúlkur fluttar á sjúkrahús eftir neyslu hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni Stúlkurnar innbyrtu morfín og kannabisefni. 24. maí 2020 11:23 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Sjá meira
Valtýr segir áríðandi að fólk gefi börnum ekki nammi sem það viti ekki hvað er í og að fólk sem hafi verslað sér slíka bangsa geymi þá þar sem börn ná ekki í þá. Valtýr segir slík mál ekki koma oft upp á spítalanum en nógu reglulega. Í fréttum var fjallað um álíka mál árið 2020 og aftur 2023. „Ég er ekki með nákvæma tölu um þetta, um gúmmíbangsa, en þetta er eitthvað sem við höfum verið að sjá af og til. Það er kannski ekki mikið meira en það sem hefur komið í fréttum, en eitthvað. Þetta er eitthvað sem við sáum aldrei áður en þegar þetta kemur „nýtt inn á markað“ er augljóst að þetta muni gerast. Þá er það bara spurning um tíma.“ Hann segir einkennin geta verið margskonar hjá börnum sem borði svona bangsa. Sem dæmi geti þau upplifað hjartsláttartruflanir, meðvitundarskerðingu, efnaskiptatruflanir og jafnvel flog. Þá upplifi þau mikla vanlíðan og jafnvel uppköst. „Sum einkennin eru meira óþægindi á meðan önnur eru alvarleg og geta verið alveg lífshættuleg.“ Hann segir einkennin ekki langvarandi ef hægt er að afstýra alvarlegustu aukaverkununum. „Þegar efnið leysist upp, hættir að vera virkt og skilur sér út úr líkamanum þá eru einkennin yfirstaðin.“ Upplifa mikla vanlíðan Hann segir börnin stundum líta út fyrir að vera í vímu. „En yfirleitt ekki þannig sem fólk myndi kannski tengja við einhverja sælutilfinningu. Það á ekki við um börn. Það er fyrst og fremst mikil vanlíðan og ógleði. Það er miklu frekar það.“ Valtýr segir mikilvægt að fólk gefi börnum ekki nammi eða hlaup sem það viti ekki hvaðan komi eða hvað sé í. „Ef fólk finnur heima hjá sér, í vinnu eða úti á víðavangi poka með gúmmíi sem lítur út eins og sælgæti á aldrei að borða það sjálfur og allra síst að gefa börnunum sínum slíkt. Fyrir þá sem hafa keypt svona til eigini nota er lykilatriði að þetta sé geymt á þannig stað að börn komist ekki í þetta,“ segir Valtýr og heldur áfram: „Ég þekki það ekki hvernig markaðurinn með þetta virkar hér á Íslandi en þetta er í umferð. Hvernig sem þetta kemur til landsins. Ef börn komast í þetta er mjög líklegt að þau muni smakka á þessu af því þetta lítur út eins og sælgæti. Það er alltaf hættan.“
Heilbrigðismál Fíkn Réttindi barna Börn og uppeldi Lögreglumál Sælgæti Kannabis Tengdar fréttir Tvær stúlkur fluttar á sjúkrahús eftir neyslu hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni Stúlkurnar innbyrtu morfín og kannabisefni. 24. maí 2020 11:23 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Sjá meira
Tvær stúlkur fluttar á sjúkrahús eftir neyslu hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni Stúlkurnar innbyrtu morfín og kannabisefni. 24. maí 2020 11:23