Þræleðlilegt að reka ríkissjóð í halla í heimi „Litla-Miðflokksins“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. september 2024 17:57 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir uppnefndi Sjálfstæðisflokksins „Litla-Miðflokkinn“ í færslu á Facebook í dag. Vísir/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar segir furðulegt að hafa fylgst með flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fór fram um helgina. Hún gagnrýnir ábyrgðarleysi á sögulega lágu fylgi flokksins í því sem hún kallar „Litla-Miðflokknum“. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar býður félögum Sjálfstæðisflokksins „heim í Viðreisn“ í færslu sem hún birti á Facebook í dag. Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram um helgina en í síðustu viku mældist Miðflokkurinn næst stærsti flokkurinn á Alþingi samkvæmt skoðanakönnun Maskínu. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist tæp fjórtán prósent í þeirri könnun. „Það var eiginlega bara furðulegt að fylgjast með flokksráðsfundi Litla-Miðflokksins um helgina. Ekkert er þeim að kenna - en bara ofboðslega erfið staða,“ segir Þorbjörg í færslunni. Hún segir að í heimi „Litla-Miðflokksins“ séu einir hæstu vextir í Evrópu öllum öðrum en ríkisstjórninni að kenna. „Þar þykir þræleðlilegt að reka ríkissjóð með halla ár eftir ár og gera verðbólgu að fastagesti í lífi fólks og fyrirtækja meðan þau tala daginn langan um ábyrg ríkisfjármál. Stríðsvextir eru þeirra stöðugleiki,“ segir í færslu Þorbjargar. „Þar er líka trúverðugt að tala fyrir heilbrigðri samkeppni en sprengja upp matvöruverð með undanþágum frá samkeppnislögum.“ Hún segir að þegar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra var endurkjörinn formaður á landsfundi Sjálfstæðisflokksins hafi hann boðið félaga Viðreisnar velkomna „aftur heim“ í Sjálfstæðisflokkinn. „Það voru orð sem fáir tengdu við og frá flokki sem verður furðulegri og furðulegri með tímanum,“ segir Þorbjörg. Sjálfstæðisflokkurinn segist standa vörð um almannahagsmuni og stöðugleika en geri það ekki þegar á hólminn er komið. „Það skýrir sennilega lægsta fylgi hans frá stofnun. Þetta er ekki flokkur fyrir frjálslynt fólk sem vill ábyrga efnahagsstjórn. Kannski mætti bara bjóða þeim sem enn eru eftir í Litla-Miðflokknum - og trúa á þessa stefnu - heim í Viðreisn,“ segir í færslu Þorbjargar. Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Á leið í flug og vildarpunktarnir eru útrunnir Óánægju gætir meðal ungra Sjálfstæðismanna í garð forystu flokksins ef marka má skrif Franklíns Ernis Kristjánssonar, sem situr í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna. 2. september 2024 08:35 Sjálfstæðismenn óánægðir með það sem flokkurinn „hefur þurft að kyngja“ Diljá Mist Einarsdóttir og Jón Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segja stöðu Sjálfstæðisflokksins alvarlega og að það verði að bregðast við. Þau segja að á flokksráðsfundi hafi komið fram skýr krafa um að sjálfstæðisstefnan verði fyrirferðarmeiri. Samstarf við vinstriflokka sé fullreynt en þau gangi óbundin til kosninga. 2. september 2024 09:21 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar býður félögum Sjálfstæðisflokksins „heim í Viðreisn“ í færslu sem hún birti á Facebook í dag. Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram um helgina en í síðustu viku mældist Miðflokkurinn næst stærsti flokkurinn á Alþingi samkvæmt skoðanakönnun Maskínu. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist tæp fjórtán prósent í þeirri könnun. „Það var eiginlega bara furðulegt að fylgjast með flokksráðsfundi Litla-Miðflokksins um helgina. Ekkert er þeim að kenna - en bara ofboðslega erfið staða,“ segir Þorbjörg í færslunni. Hún segir að í heimi „Litla-Miðflokksins“ séu einir hæstu vextir í Evrópu öllum öðrum en ríkisstjórninni að kenna. „Þar þykir þræleðlilegt að reka ríkissjóð með halla ár eftir ár og gera verðbólgu að fastagesti í lífi fólks og fyrirtækja meðan þau tala daginn langan um ábyrg ríkisfjármál. Stríðsvextir eru þeirra stöðugleiki,“ segir í færslu Þorbjargar. „Þar er líka trúverðugt að tala fyrir heilbrigðri samkeppni en sprengja upp matvöruverð með undanþágum frá samkeppnislögum.“ Hún segir að þegar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra var endurkjörinn formaður á landsfundi Sjálfstæðisflokksins hafi hann boðið félaga Viðreisnar velkomna „aftur heim“ í Sjálfstæðisflokkinn. „Það voru orð sem fáir tengdu við og frá flokki sem verður furðulegri og furðulegri með tímanum,“ segir Þorbjörg. Sjálfstæðisflokkurinn segist standa vörð um almannahagsmuni og stöðugleika en geri það ekki þegar á hólminn er komið. „Það skýrir sennilega lægsta fylgi hans frá stofnun. Þetta er ekki flokkur fyrir frjálslynt fólk sem vill ábyrga efnahagsstjórn. Kannski mætti bara bjóða þeim sem enn eru eftir í Litla-Miðflokknum - og trúa á þessa stefnu - heim í Viðreisn,“ segir í færslu Þorbjargar.
Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Á leið í flug og vildarpunktarnir eru útrunnir Óánægju gætir meðal ungra Sjálfstæðismanna í garð forystu flokksins ef marka má skrif Franklíns Ernis Kristjánssonar, sem situr í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna. 2. september 2024 08:35 Sjálfstæðismenn óánægðir með það sem flokkurinn „hefur þurft að kyngja“ Diljá Mist Einarsdóttir og Jón Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segja stöðu Sjálfstæðisflokksins alvarlega og að það verði að bregðast við. Þau segja að á flokksráðsfundi hafi komið fram skýr krafa um að sjálfstæðisstefnan verði fyrirferðarmeiri. Samstarf við vinstriflokka sé fullreynt en þau gangi óbundin til kosninga. 2. september 2024 09:21 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Á leið í flug og vildarpunktarnir eru útrunnir Óánægju gætir meðal ungra Sjálfstæðismanna í garð forystu flokksins ef marka má skrif Franklíns Ernis Kristjánssonar, sem situr í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna. 2. september 2024 08:35
Sjálfstæðismenn óánægðir með það sem flokkurinn „hefur þurft að kyngja“ Diljá Mist Einarsdóttir og Jón Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segja stöðu Sjálfstæðisflokksins alvarlega og að það verði að bregðast við. Þau segja að á flokksráðsfundi hafi komið fram skýr krafa um að sjálfstæðisstefnan verði fyrirferðarmeiri. Samstarf við vinstriflokka sé fullreynt en þau gangi óbundin til kosninga. 2. september 2024 09:21