Margfölduð áhrif þegar gasmengun og svifryk blandast Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. ágúst 2024 11:00 Mælt er með því að fólk haldi sér innandyra í Vogum þegar loftgæðin versna til muna. vísir/vilhelm Líkur eru á áframhaldandi loftmengun í Vogum og Suðurnesjum í dag. Áhrif á loftgæði margfaldast þegar gasmengun frá eldgosinu blandast við svifryk frá gróðureldum á svæðinu. Vonir eru bundnar við að mikil úrkoma slökkvi eldana næsta sólarhringinn. „Í gærkvöldi mældist mikil mengum í Vogum, með því hæsta sem mælst hefur síðan gosið hófst,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir hjá Veðurstofunni. „Það er ríkjandi sunnan- og suðaustan átt í dag og það beinir þessari loftmengun yfir Voga og mögulega Suðurnesin. Það er búist við því að það verði aftur mikil gasmengun við Voga, en það fer mjög eftir því hver stefnan á vindinum verður.“ Í morgun hafi Veðurstofa fengið fregnir af greinilegri blámóðu milli Voga og Njarðvíkur. „Þá var þetta akkúrat að sleppa á milli. En það þarf ekki mikla breytingu á vindi til að þetta fari hvort sem yfir Voga eða Njarðvík.“ Hún segir fleiri landsvæði ekki í hættu í bili. Svifryksmengun hefur einnig mælst í morgun frá gróðureldum, meðal annars í Garði. „Vindurinn er núna nógu sterkur til að halda þessu í mjórri ræmu. Vonandi finnur hann leið á milli bæjarfélagana til að áhrifin verði sem minnst. Skilaboðin séu því að fylgjast vel með loftgæðamælum, hægt er að gera það á vefsíðunni loftgaedi.is. „En núna eru loftgæðin bara fín, við vonum bara að úrkoman slökkvi þessa gróðurelda.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Suðurnesjabær Vogar Veður Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Fleiri fréttir Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Sjá meira
„Í gærkvöldi mældist mikil mengum í Vogum, með því hæsta sem mælst hefur síðan gosið hófst,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir hjá Veðurstofunni. „Það er ríkjandi sunnan- og suðaustan átt í dag og það beinir þessari loftmengun yfir Voga og mögulega Suðurnesin. Það er búist við því að það verði aftur mikil gasmengun við Voga, en það fer mjög eftir því hver stefnan á vindinum verður.“ Í morgun hafi Veðurstofa fengið fregnir af greinilegri blámóðu milli Voga og Njarðvíkur. „Þá var þetta akkúrat að sleppa á milli. En það þarf ekki mikla breytingu á vindi til að þetta fari hvort sem yfir Voga eða Njarðvík.“ Hún segir fleiri landsvæði ekki í hættu í bili. Svifryksmengun hefur einnig mælst í morgun frá gróðureldum, meðal annars í Garði. „Vindurinn er núna nógu sterkur til að halda þessu í mjórri ræmu. Vonandi finnur hann leið á milli bæjarfélagana til að áhrifin verði sem minnst. Skilaboðin séu því að fylgjast vel með loftgæðamælum, hægt er að gera það á vefsíðunni loftgaedi.is. „En núna eru loftgæðin bara fín, við vonum bara að úrkoman slökkvi þessa gróðurelda.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Suðurnesjabær Vogar Veður Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Fleiri fréttir Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Sjá meira