Segir fylgi flokksins óviðunandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. ágúst 2024 06:24 Vilhjálmur Árnason ritari Sjálfstæðisflokksins segir stöðu hans óviðunandi. Vísir/Vilhelm Ritari Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöður nýjustu skoðanakannana um fylgi flokksins óviðunandi. Hann segir enga skammtímalausn til staðar og skýringin leynist í málefnunum. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 13,9 prósenta fylgi í nýjustu skoðanakönnun Maskínu, sem út kom í vikunni, en MIðflokkurinn mældist með 14,9 prósent. Ekki er marktækur munur á flokkunum. Vilhjálmur Árnason, ritari flokksins, segir í samtali við mbl.is að þetta sé ekki viðunandi staða, að flokkur sem hann segir að bæði hafi verið til hægri og vinstri, taki fram úr Sjálfstæðisflokknum á grundvelli þess að takast betur að setja borgaraleg gildi og hægrimál á dagskrá í umræðunni, eins og hann orðar það. Inntur eftir því segist Vilhjálmur ekki telja að skipting á forystu flokksins leysi vandann ein og sér. „Ég held að það sé ekki einhver svoleiðis quick-fix lausn sem leysi þennan vanda ein og sér. Ég hef nú bara alltaf talað fyrir því að við þurfum að tala fyrir málefnum. Stjórnmál snúast um að berjast fyrir hugsjónum og málefnum, ekki um einstaka persónur,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að ræða þurfi stöðuna heiðarlega og opinskátt á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem fram fer á hótel Hilton á laugardag. Hann telur ekki að núverandi ríkisstjórnarsamstarfi sé um að kenna að Miðflokkurinn stíli betur inn á hóp, sem áður hefur sennilega kosið Sjálfstæðisflokkinn. „Auðvitað getur Sjálfstæðisflokkurinn alltaf talað fyrir sínum hugsjónum óháð ríkisstjórnarsamstarfi. En það er ekki þar með sagt að í þriggja flokka ríkisstjórn að þu náir öllu fram, en þú getur verið skýr talsmaður þinna hugsjóna óháð samstarfinu.“ Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Tengdar fréttir Samfylkingin með flest spil á hendi við stjórnarmyndun Einungis yrði hægt að mynda þriggja flokka ríkisstjórn með þátttöku Samfylkingarinnar yrðu kosningaúrslit samkvæmt nýjustu könnun Maskínu. Flokkurinn gæti einnig tekið þátt í myndun tveggja mið-vinstristjórna og einnar mið-hægristjórnar. Hægriflokkarnir gætu sömuleiðis myndað stjórn með þátttöku Framsóknarflokksins. 29. ágúst 2024 12:07 Fjórðungur landsmanna vill Kristrúnu í forsætisráðuneytið Um það bil 24 prósent landsmanna vill sjá Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, sem næsta forsætisráðherra Íslands. Næstur er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með níu prósent. 29. ágúst 2024 08:22 Miðflokkurinn að taka fram úr Sjálfstæðisflokknum í fylgi Miðflokkurinn er orðinn næst stærsti flokkurinn á Alþingi, en ekki er marktækur munur á fylgi hans og Sjálfstæðisflokksins. Formaður Miðflokksins segir þetta til marks um að skynsemin sé farin að ná til kjósenda. 28. ágúst 2024 18:32 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 13,9 prósenta fylgi í nýjustu skoðanakönnun Maskínu, sem út kom í vikunni, en MIðflokkurinn mældist með 14,9 prósent. Ekki er marktækur munur á flokkunum. Vilhjálmur Árnason, ritari flokksins, segir í samtali við mbl.is að þetta sé ekki viðunandi staða, að flokkur sem hann segir að bæði hafi verið til hægri og vinstri, taki fram úr Sjálfstæðisflokknum á grundvelli þess að takast betur að setja borgaraleg gildi og hægrimál á dagskrá í umræðunni, eins og hann orðar það. Inntur eftir því segist Vilhjálmur ekki telja að skipting á forystu flokksins leysi vandann ein og sér. „Ég held að það sé ekki einhver svoleiðis quick-fix lausn sem leysi þennan vanda ein og sér. Ég hef nú bara alltaf talað fyrir því að við þurfum að tala fyrir málefnum. Stjórnmál snúast um að berjast fyrir hugsjónum og málefnum, ekki um einstaka persónur,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að ræða þurfi stöðuna heiðarlega og opinskátt á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem fram fer á hótel Hilton á laugardag. Hann telur ekki að núverandi ríkisstjórnarsamstarfi sé um að kenna að Miðflokkurinn stíli betur inn á hóp, sem áður hefur sennilega kosið Sjálfstæðisflokkinn. „Auðvitað getur Sjálfstæðisflokkurinn alltaf talað fyrir sínum hugsjónum óháð ríkisstjórnarsamstarfi. En það er ekki þar með sagt að í þriggja flokka ríkisstjórn að þu náir öllu fram, en þú getur verið skýr talsmaður þinna hugsjóna óháð samstarfinu.“
Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Tengdar fréttir Samfylkingin með flest spil á hendi við stjórnarmyndun Einungis yrði hægt að mynda þriggja flokka ríkisstjórn með þátttöku Samfylkingarinnar yrðu kosningaúrslit samkvæmt nýjustu könnun Maskínu. Flokkurinn gæti einnig tekið þátt í myndun tveggja mið-vinstristjórna og einnar mið-hægristjórnar. Hægriflokkarnir gætu sömuleiðis myndað stjórn með þátttöku Framsóknarflokksins. 29. ágúst 2024 12:07 Fjórðungur landsmanna vill Kristrúnu í forsætisráðuneytið Um það bil 24 prósent landsmanna vill sjá Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, sem næsta forsætisráðherra Íslands. Næstur er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með níu prósent. 29. ágúst 2024 08:22 Miðflokkurinn að taka fram úr Sjálfstæðisflokknum í fylgi Miðflokkurinn er orðinn næst stærsti flokkurinn á Alþingi, en ekki er marktækur munur á fylgi hans og Sjálfstæðisflokksins. Formaður Miðflokksins segir þetta til marks um að skynsemin sé farin að ná til kjósenda. 28. ágúst 2024 18:32 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira
Samfylkingin með flest spil á hendi við stjórnarmyndun Einungis yrði hægt að mynda þriggja flokka ríkisstjórn með þátttöku Samfylkingarinnar yrðu kosningaúrslit samkvæmt nýjustu könnun Maskínu. Flokkurinn gæti einnig tekið þátt í myndun tveggja mið-vinstristjórna og einnar mið-hægristjórnar. Hægriflokkarnir gætu sömuleiðis myndað stjórn með þátttöku Framsóknarflokksins. 29. ágúst 2024 12:07
Fjórðungur landsmanna vill Kristrúnu í forsætisráðuneytið Um það bil 24 prósent landsmanna vill sjá Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, sem næsta forsætisráðherra Íslands. Næstur er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með níu prósent. 29. ágúst 2024 08:22
Miðflokkurinn að taka fram úr Sjálfstæðisflokknum í fylgi Miðflokkurinn er orðinn næst stærsti flokkurinn á Alþingi, en ekki er marktækur munur á fylgi hans og Sjálfstæðisflokksins. Formaður Miðflokksins segir þetta til marks um að skynsemin sé farin að ná til kjósenda. 28. ágúst 2024 18:32