Samfylkingin með flest spil á hendi við stjórnarmyndun Heimir Már Pétursson skrifar 29. ágúst 2024 12:07 Kristrún Frostadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson njóta mest fylgis í embætti forsætisráðherra samkvæmt könnun Prósents frá í gær. Grafík/Sara Einungis yrði hægt að mynda þriggja flokka ríkisstjórn með þátttöku Samfylkingarinnar yrðu kosningaúrslit samkvæmt nýjustu könnun Maskínu. Flokkurinn gæti einnig tekið þátt í myndun tveggja mið-vinstristjórna og einnar mið-hægristjórnar. Hægriflokkarnir gætu sömuleiðis myndað stjórn með þátttöku Framsóknarflokksins. Landslagið í stjórnmálunum hefur breyst mikið undanfarin misseri þar sem Samfylkingin hefur notið mest fylgis flokka í könnunum Maskínu síðast liðin tæpu tvö ár. Að sama skapi hefur fylgi Sjálfstæðisflokksins dalað. Hér sést að Miðflokkurinn hefur tekið fram úr Sjálfstæðisflokknum, þótt ekki sé marktækur munur á fylgi flokkanna.Grafik/Sara Nú er svo komið samkvæmt síðustu könnun Maskínu að Miðflokkurinn nýtur 15 prósenta fylgis á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er með 14 prósent. Þá vilja flestir sjá Kristrúnu Frostadóttur formann Samfylkingarinnar í embætti forsætisráðherra, eða 24 prósent og 9 prósent vilja Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins, samkvæmt könnun Prósents frá í gær. Þessi mikla hreyfing sem verið hefur á fylginu mun hafa áhrif á möguleika á myndun ríkisstjórnar ef niðurstaða kosninga yrði á nótum nýjustu könnunar Maskínu. Mjög erfitt yrði að mynda ríkisstjórn án Samfylkingarinnar og einungis einn kostur á myndun þriggja flokka stjórnar án þátttöku Sjálfstæðisflokksins. Stjórn Samfylkingar, Framsóknarflokks og Miðflokks hefði lágmarks meirihluta á bakvið sig á Alþingi, eða 32 þingmenn. Ríkisstjórn flokkanna í meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur hefði 34 þingmenn og ef Pírötum yrði skipt út fyrir Flokk fólksins, hefði slík stjórn þrjátíu og þriggja þingmanna meirihluta. Ef Samfylkingin færi í samstarf með Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Viðreisn hefði stjórn þeirra ríflegan meirihluta eða 38 þingmenn. Það verður þó að teljast ósennilegt stjórnarmynstur. Þá væri sömuleiðis hægt að mynda hægristjórn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks, Framsóknarflokks og Viðreisnar sem hefði 32 þingmenn. Allt eru þetta hins vegar grófir útreikningar miðað við forsendur síðustu könnunar. Aðeins úrslit kosninga ráða að lokum þeim möguleikum sem verða til myndunar ríkisstjórnar. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Miðflokkurinn að taka fram úr Sjálfstæðisflokknum í fylgi Miðflokkurinn er orðinn næst stærsti flokkurinn á Alþingi, en ekki er marktækur munur á fylgi hans og Sjálfstæðisflokksins. Formaður Miðflokksins segir þetta til marks um að skynsemin sé farin að ná til kjósenda. 28. ágúst 2024 18:32 Fjórðungur landsmanna vill Kristrúnu í forsætisráðuneytið Um það bil 24 prósent landsmanna vill sjá Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, sem næsta forsætisráðherra Íslands. Næstur er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með níu prósent. 29. ágúst 2024 08:22 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Landslagið í stjórnmálunum hefur breyst mikið undanfarin misseri þar sem Samfylkingin hefur notið mest fylgis flokka í könnunum Maskínu síðast liðin tæpu tvö ár. Að sama skapi hefur fylgi Sjálfstæðisflokksins dalað. Hér sést að Miðflokkurinn hefur tekið fram úr Sjálfstæðisflokknum, þótt ekki sé marktækur munur á fylgi flokkanna.Grafik/Sara Nú er svo komið samkvæmt síðustu könnun Maskínu að Miðflokkurinn nýtur 15 prósenta fylgis á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er með 14 prósent. Þá vilja flestir sjá Kristrúnu Frostadóttur formann Samfylkingarinnar í embætti forsætisráðherra, eða 24 prósent og 9 prósent vilja Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins, samkvæmt könnun Prósents frá í gær. Þessi mikla hreyfing sem verið hefur á fylginu mun hafa áhrif á möguleika á myndun ríkisstjórnar ef niðurstaða kosninga yrði á nótum nýjustu könnunar Maskínu. Mjög erfitt yrði að mynda ríkisstjórn án Samfylkingarinnar og einungis einn kostur á myndun þriggja flokka stjórnar án þátttöku Sjálfstæðisflokksins. Stjórn Samfylkingar, Framsóknarflokks og Miðflokks hefði lágmarks meirihluta á bakvið sig á Alþingi, eða 32 þingmenn. Ríkisstjórn flokkanna í meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur hefði 34 þingmenn og ef Pírötum yrði skipt út fyrir Flokk fólksins, hefði slík stjórn þrjátíu og þriggja þingmanna meirihluta. Ef Samfylkingin færi í samstarf með Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Viðreisn hefði stjórn þeirra ríflegan meirihluta eða 38 þingmenn. Það verður þó að teljast ósennilegt stjórnarmynstur. Þá væri sömuleiðis hægt að mynda hægristjórn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks, Framsóknarflokks og Viðreisnar sem hefði 32 þingmenn. Allt eru þetta hins vegar grófir útreikningar miðað við forsendur síðustu könnunar. Aðeins úrslit kosninga ráða að lokum þeim möguleikum sem verða til myndunar ríkisstjórnar.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Miðflokkurinn að taka fram úr Sjálfstæðisflokknum í fylgi Miðflokkurinn er orðinn næst stærsti flokkurinn á Alþingi, en ekki er marktækur munur á fylgi hans og Sjálfstæðisflokksins. Formaður Miðflokksins segir þetta til marks um að skynsemin sé farin að ná til kjósenda. 28. ágúst 2024 18:32 Fjórðungur landsmanna vill Kristrúnu í forsætisráðuneytið Um það bil 24 prósent landsmanna vill sjá Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, sem næsta forsætisráðherra Íslands. Næstur er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með níu prósent. 29. ágúst 2024 08:22 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Miðflokkurinn að taka fram úr Sjálfstæðisflokknum í fylgi Miðflokkurinn er orðinn næst stærsti flokkurinn á Alþingi, en ekki er marktækur munur á fylgi hans og Sjálfstæðisflokksins. Formaður Miðflokksins segir þetta til marks um að skynsemin sé farin að ná til kjósenda. 28. ágúst 2024 18:32
Fjórðungur landsmanna vill Kristrúnu í forsætisráðuneytið Um það bil 24 prósent landsmanna vill sjá Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, sem næsta forsætisráðherra Íslands. Næstur er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með níu prósent. 29. ágúst 2024 08:22