Ætlar að skipa repúblikana í ráðuneyti sitt Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2024 23:51 Kamala Harris hýr á brá á ferð í Savannah í Georgíu. Viðtalið við CNN var tekið upp þar. AP/Jacquelyn Martin Kamala Harris sagðist ætla að skipa repúblikana í ríkisstjórn sína næði hún kjöri sem forseti í fyrsta meiriháttar fjölmiðlaviðtali sínu eftir að hún varð forsetaframbjóðandi demókrata. Hún lét aðdróttanir Trump um kynþátt hennar sem vind um eyru þjóta. Harris og Tim Walz, varaforsetaefni hennar, sátu fyrir svörum hjá CNN-sjónvarpsstöðinni. Brot úr viðtalinu hafa verið birt. Í viðtalinu hét Harris því að útnefna repúblikana í ráðuneyti sitt. Það endurspeglaði að hún væri opin fyrir ólíkum sjónarmiðum. „Ég tel að það sé mikilvægt að að hafa fólk við borðið sem hafa ólíkar skoðanir, ólíka reynslu, þegar sumar veigamestu ákvarðanirnar eru teknar. Og ég tel að það gagnaðist bandarískum almenningi að hafa repúblikana í ríkisstjórn minni,“ sagði Harris. Washington Post segir að það hafi lengi tíðkast að forsetar skipi fólk úr andstæðum flokki í ráðuneyti sitt. Hvorki Donald Trump né Joe Biden hafa þó gert það. Biden hélt engu að síður Christopher Wray sem forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Wray er repúblikani. Harris nefndi ekki neinn ákveðinn repúblikana sem hún gæti séð fyrir sér í ríkisstjórn sinni. In an exclusive interview with CNN's Dana Bash, Democratic presidential nominee Kamala Harris said she would be open to putting a Republican in her cabinet. The full interview will air at 9 p.m. ET Thursday on CNN's "The First Interview: Harris & Walz, A CNN Exclusive."… pic.twitter.com/9nRzSA7RYb— CNN Politics (@CNNPolitics) August 29, 2024 „Næsta spurning, takk“ Spyrill CNN spurði Harris út í ummæli Trump um kynþátt hennar. Faðir Harris var svartur en móður hennar indversk. Trump hefur logið því að Harris hafi aðeins nýlega byrjað að skilgreina sig sem svarta í pólitískum tilgangi. „Sama gamla, þreytta tuggan. Næsta spurning, takk,“ svaraði Harris. Litlu munar á Harris og Trump í skoðanakönnunum. Hún hefur mælst með meira fylgi á landsvísu en það hefur litla raunverulega þýðingu fyrir úrslit kosninganna. Þau ráðast af nokkrum lykilríkjum en þar hefur Trump haft yfirhöndina en verulega hefur dregið saman með þeim Harris eftir að hún tók við forsetaframboðinu af Joe Biden í sumar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Tengdar fréttir Sagði Harris nýlega „orðna svarta“ Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaefni Repúblikanaflokksins, fór mikinn á viðburði Samtaka svartra blaðamanna (NABJ) í gær og sagði meðal annars að Kamala Harris hefði aðeins „orðið svört“ fyrir nokkrum árum. 1. ágúst 2024 06:55 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Harris og Tim Walz, varaforsetaefni hennar, sátu fyrir svörum hjá CNN-sjónvarpsstöðinni. Brot úr viðtalinu hafa verið birt. Í viðtalinu hét Harris því að útnefna repúblikana í ráðuneyti sitt. Það endurspeglaði að hún væri opin fyrir ólíkum sjónarmiðum. „Ég tel að það sé mikilvægt að að hafa fólk við borðið sem hafa ólíkar skoðanir, ólíka reynslu, þegar sumar veigamestu ákvarðanirnar eru teknar. Og ég tel að það gagnaðist bandarískum almenningi að hafa repúblikana í ríkisstjórn minni,“ sagði Harris. Washington Post segir að það hafi lengi tíðkast að forsetar skipi fólk úr andstæðum flokki í ráðuneyti sitt. Hvorki Donald Trump né Joe Biden hafa þó gert það. Biden hélt engu að síður Christopher Wray sem forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Wray er repúblikani. Harris nefndi ekki neinn ákveðinn repúblikana sem hún gæti séð fyrir sér í ríkisstjórn sinni. In an exclusive interview with CNN's Dana Bash, Democratic presidential nominee Kamala Harris said she would be open to putting a Republican in her cabinet. The full interview will air at 9 p.m. ET Thursday on CNN's "The First Interview: Harris & Walz, A CNN Exclusive."… pic.twitter.com/9nRzSA7RYb— CNN Politics (@CNNPolitics) August 29, 2024 „Næsta spurning, takk“ Spyrill CNN spurði Harris út í ummæli Trump um kynþátt hennar. Faðir Harris var svartur en móður hennar indversk. Trump hefur logið því að Harris hafi aðeins nýlega byrjað að skilgreina sig sem svarta í pólitískum tilgangi. „Sama gamla, þreytta tuggan. Næsta spurning, takk,“ svaraði Harris. Litlu munar á Harris og Trump í skoðanakönnunum. Hún hefur mælst með meira fylgi á landsvísu en það hefur litla raunverulega þýðingu fyrir úrslit kosninganna. Þau ráðast af nokkrum lykilríkjum en þar hefur Trump haft yfirhöndina en verulega hefur dregið saman með þeim Harris eftir að hún tók við forsetaframboðinu af Joe Biden í sumar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Tengdar fréttir Sagði Harris nýlega „orðna svarta“ Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaefni Repúblikanaflokksins, fór mikinn á viðburði Samtaka svartra blaðamanna (NABJ) í gær og sagði meðal annars að Kamala Harris hefði aðeins „orðið svört“ fyrir nokkrum árum. 1. ágúst 2024 06:55 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Sagði Harris nýlega „orðna svarta“ Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaefni Repúblikanaflokksins, fór mikinn á viðburði Samtaka svartra blaðamanna (NABJ) í gær og sagði meðal annars að Kamala Harris hefði aðeins „orðið svört“ fyrir nokkrum árum. 1. ágúst 2024 06:55