Ætlar að skipa repúblikana í ráðuneyti sitt Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2024 23:51 Kamala Harris hýr á brá á ferð í Savannah í Georgíu. Viðtalið við CNN var tekið upp þar. AP/Jacquelyn Martin Kamala Harris sagðist ætla að skipa repúblikana í ríkisstjórn sína næði hún kjöri sem forseti í fyrsta meiriháttar fjölmiðlaviðtali sínu eftir að hún varð forsetaframbjóðandi demókrata. Hún lét aðdróttanir Trump um kynþátt hennar sem vind um eyru þjóta. Harris og Tim Walz, varaforsetaefni hennar, sátu fyrir svörum hjá CNN-sjónvarpsstöðinni. Brot úr viðtalinu hafa verið birt. Í viðtalinu hét Harris því að útnefna repúblikana í ráðuneyti sitt. Það endurspeglaði að hún væri opin fyrir ólíkum sjónarmiðum. „Ég tel að það sé mikilvægt að að hafa fólk við borðið sem hafa ólíkar skoðanir, ólíka reynslu, þegar sumar veigamestu ákvarðanirnar eru teknar. Og ég tel að það gagnaðist bandarískum almenningi að hafa repúblikana í ríkisstjórn minni,“ sagði Harris. Washington Post segir að það hafi lengi tíðkast að forsetar skipi fólk úr andstæðum flokki í ráðuneyti sitt. Hvorki Donald Trump né Joe Biden hafa þó gert það. Biden hélt engu að síður Christopher Wray sem forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Wray er repúblikani. Harris nefndi ekki neinn ákveðinn repúblikana sem hún gæti séð fyrir sér í ríkisstjórn sinni. In an exclusive interview with CNN's Dana Bash, Democratic presidential nominee Kamala Harris said she would be open to putting a Republican in her cabinet. The full interview will air at 9 p.m. ET Thursday on CNN's "The First Interview: Harris & Walz, A CNN Exclusive."… pic.twitter.com/9nRzSA7RYb— CNN Politics (@CNNPolitics) August 29, 2024 „Næsta spurning, takk“ Spyrill CNN spurði Harris út í ummæli Trump um kynþátt hennar. Faðir Harris var svartur en móður hennar indversk. Trump hefur logið því að Harris hafi aðeins nýlega byrjað að skilgreina sig sem svarta í pólitískum tilgangi. „Sama gamla, þreytta tuggan. Næsta spurning, takk,“ svaraði Harris. Litlu munar á Harris og Trump í skoðanakönnunum. Hún hefur mælst með meira fylgi á landsvísu en það hefur litla raunverulega þýðingu fyrir úrslit kosninganna. Þau ráðast af nokkrum lykilríkjum en þar hefur Trump haft yfirhöndina en verulega hefur dregið saman með þeim Harris eftir að hún tók við forsetaframboðinu af Joe Biden í sumar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Tengdar fréttir Sagði Harris nýlega „orðna svarta“ Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaefni Repúblikanaflokksins, fór mikinn á viðburði Samtaka svartra blaðamanna (NABJ) í gær og sagði meðal annars að Kamala Harris hefði aðeins „orðið svört“ fyrir nokkrum árum. 1. ágúst 2024 06:55 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira
Harris og Tim Walz, varaforsetaefni hennar, sátu fyrir svörum hjá CNN-sjónvarpsstöðinni. Brot úr viðtalinu hafa verið birt. Í viðtalinu hét Harris því að útnefna repúblikana í ráðuneyti sitt. Það endurspeglaði að hún væri opin fyrir ólíkum sjónarmiðum. „Ég tel að það sé mikilvægt að að hafa fólk við borðið sem hafa ólíkar skoðanir, ólíka reynslu, þegar sumar veigamestu ákvarðanirnar eru teknar. Og ég tel að það gagnaðist bandarískum almenningi að hafa repúblikana í ríkisstjórn minni,“ sagði Harris. Washington Post segir að það hafi lengi tíðkast að forsetar skipi fólk úr andstæðum flokki í ráðuneyti sitt. Hvorki Donald Trump né Joe Biden hafa þó gert það. Biden hélt engu að síður Christopher Wray sem forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Wray er repúblikani. Harris nefndi ekki neinn ákveðinn repúblikana sem hún gæti séð fyrir sér í ríkisstjórn sinni. In an exclusive interview with CNN's Dana Bash, Democratic presidential nominee Kamala Harris said she would be open to putting a Republican in her cabinet. The full interview will air at 9 p.m. ET Thursday on CNN's "The First Interview: Harris & Walz, A CNN Exclusive."… pic.twitter.com/9nRzSA7RYb— CNN Politics (@CNNPolitics) August 29, 2024 „Næsta spurning, takk“ Spyrill CNN spurði Harris út í ummæli Trump um kynþátt hennar. Faðir Harris var svartur en móður hennar indversk. Trump hefur logið því að Harris hafi aðeins nýlega byrjað að skilgreina sig sem svarta í pólitískum tilgangi. „Sama gamla, þreytta tuggan. Næsta spurning, takk,“ svaraði Harris. Litlu munar á Harris og Trump í skoðanakönnunum. Hún hefur mælst með meira fylgi á landsvísu en það hefur litla raunverulega þýðingu fyrir úrslit kosninganna. Þau ráðast af nokkrum lykilríkjum en þar hefur Trump haft yfirhöndina en verulega hefur dregið saman með þeim Harris eftir að hún tók við forsetaframboðinu af Joe Biden í sumar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Tengdar fréttir Sagði Harris nýlega „orðna svarta“ Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaefni Repúblikanaflokksins, fór mikinn á viðburði Samtaka svartra blaðamanna (NABJ) í gær og sagði meðal annars að Kamala Harris hefði aðeins „orðið svört“ fyrir nokkrum árum. 1. ágúst 2024 06:55 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira
Sagði Harris nýlega „orðna svarta“ Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaefni Repúblikanaflokksins, fór mikinn á viðburði Samtaka svartra blaðamanna (NABJ) í gær og sagði meðal annars að Kamala Harris hefði aðeins „orðið svört“ fyrir nokkrum árum. 1. ágúst 2024 06:55