Bera fyrir sig að hinir krakkarnir séu með hníf Bjarki Sigurðsson skrifar 29. ágúst 2024 19:29 Elísabet Ósk Maríusdóttir er hluti af samfélagslögguteyminu. Vísir/Einar Lögreglan telur að stórfellt átak þurfi til að taka á hnífaburði ungra barna. Dæmi er um að börn gangi um með rafvopn og piparúða. Einnig hefur borið á því að ungmenni mæti með hnífa í skólann. Fjöldi alvarlegra ofbeldisbrota ungmenna þrettán til fimmtán ára hefur fjórfaldast á tíu árum og í gær lýstu yfirlögregluþjónar landsins yfir þungum áhyggjum sínum af vopnaburði ungmenna sem og aukinni ofbeldishegðun þeirra. Sautján ára stúlka er enn í lífshættu eftir stunguárás í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt og er sextán ára drengur í gæsluvarðhaldi grunaður um árásina. Þrjú börn voru tekin með hnífa á Akureyri um helgina og mætti ungmenni með hníf í skólann miðsvæðis í Reykjavík í gær. Til að reyna að sporna gegn þessu hefur lögreglan síðustu ár verið með svokallaðar samfélagslöggur sem reyna að taka á stafrænu ofbeldi og vopnaburði barna og ungmenna. Lögreglan hefur tekið eftir aukningu þar á segir Elísabet Ósk Maríusdóttir, lögreglukona sem er hluti af samfélagslöggu verkefninu. „Fólk heldur að piparúðar séu löglegir því þeir eru löglegir í Bandaríkjunum, ég hef einu sinni tekið lítið rafvopn af barni. En hnífar, þeir eru að sækja í sig veðrið og við erum að heyra að þetta hafi verið vaxandi vandamál síðustu ár,“ segir Elísabet. Erfitt hefur reynst að rekja hvenær og hvar þessi hnífabylgja hófst. „Við höfum verið að heyra alltaf meira að krakkar segi: „Allir aðrir eru með hníf þannig ég verð að vera með hníf. Bara til að verja mig og ætla samt ekkert að nota hann.“ Síðan ertu í einhverjum aðstæðum sem stigmagnast, þú ert með hníf og notar hann. Þetta eru afleiðingarnar,“ segir Elísabet. Vegna árásarinnar um helgina sendi skóla- og frístundasvið borgarinnar tilkynningu til foreldra þar sem þeir voru hvattir til að ræða við börnin sín um hversu hættulegt það sé að ganga með hníf á sér. Borið hafi á því undanfarna mánuði að börn hafi verið með hníf á sér í skólum og frístundastarfi. „Allir þurfa að koma saman í þessu. Barnavernd, félagsþjónustur, foreldrar sérstaklega. Skólarnir. Það er enginn einn að fara að velta þessum steini, það þarf eitthvað samhent átak í þetta,“ segir Elísabet. Reykjavík Lögreglumál Skóla- og menntamál Stunguárás við Skúlagötu Börn og uppeldi Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum og sífellt algengara er að hnífur komi við sögu. Dómsmálaráðherra er slegin yfir lífshættulegulegri hnífaárás á menningarnótt. Nú þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt til að sporna við slíkum brotum. 27. ágúst 2024 19:28 Faðir pilts sem lenti í stunguárás hélt að sonurinn væri látinn Faðir palestínsks drengs sem varð fyrir alvarlegri stunguárás á menningarnótt ásamt tveimur íslenskum stúlkum segist hafa talið að hann væri að bjarga lífi barnanna sinna með því að flytja til Íslands. Hann óttast nú um líf sonarins. 26. ágúst 2024 19:34 Allir undir átján ára og einn brotaþola í lífshættu Þrír voru stungnir í miðborg Reykjavíkur seint í gærkvöldi, og einn þeirra er í lífshættu. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. Hinn grunaði var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina. 25. ágúst 2024 10:35 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Fjöldi alvarlegra ofbeldisbrota ungmenna þrettán til fimmtán ára hefur fjórfaldast á tíu árum og í gær lýstu yfirlögregluþjónar landsins yfir þungum áhyggjum sínum af vopnaburði ungmenna sem og aukinni ofbeldishegðun þeirra. Sautján ára stúlka er enn í lífshættu eftir stunguárás í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt og er sextán ára drengur í gæsluvarðhaldi grunaður um árásina. Þrjú börn voru tekin með hnífa á Akureyri um helgina og mætti ungmenni með hníf í skólann miðsvæðis í Reykjavík í gær. Til að reyna að sporna gegn þessu hefur lögreglan síðustu ár verið með svokallaðar samfélagslöggur sem reyna að taka á stafrænu ofbeldi og vopnaburði barna og ungmenna. Lögreglan hefur tekið eftir aukningu þar á segir Elísabet Ósk Maríusdóttir, lögreglukona sem er hluti af samfélagslöggu verkefninu. „Fólk heldur að piparúðar séu löglegir því þeir eru löglegir í Bandaríkjunum, ég hef einu sinni tekið lítið rafvopn af barni. En hnífar, þeir eru að sækja í sig veðrið og við erum að heyra að þetta hafi verið vaxandi vandamál síðustu ár,“ segir Elísabet. Erfitt hefur reynst að rekja hvenær og hvar þessi hnífabylgja hófst. „Við höfum verið að heyra alltaf meira að krakkar segi: „Allir aðrir eru með hníf þannig ég verð að vera með hníf. Bara til að verja mig og ætla samt ekkert að nota hann.“ Síðan ertu í einhverjum aðstæðum sem stigmagnast, þú ert með hníf og notar hann. Þetta eru afleiðingarnar,“ segir Elísabet. Vegna árásarinnar um helgina sendi skóla- og frístundasvið borgarinnar tilkynningu til foreldra þar sem þeir voru hvattir til að ræða við börnin sín um hversu hættulegt það sé að ganga með hníf á sér. Borið hafi á því undanfarna mánuði að börn hafi verið með hníf á sér í skólum og frístundastarfi. „Allir þurfa að koma saman í þessu. Barnavernd, félagsþjónustur, foreldrar sérstaklega. Skólarnir. Það er enginn einn að fara að velta þessum steini, það þarf eitthvað samhent átak í þetta,“ segir Elísabet.
Reykjavík Lögreglumál Skóla- og menntamál Stunguárás við Skúlagötu Börn og uppeldi Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum og sífellt algengara er að hnífur komi við sögu. Dómsmálaráðherra er slegin yfir lífshættulegulegri hnífaárás á menningarnótt. Nú þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt til að sporna við slíkum brotum. 27. ágúst 2024 19:28 Faðir pilts sem lenti í stunguárás hélt að sonurinn væri látinn Faðir palestínsks drengs sem varð fyrir alvarlegri stunguárás á menningarnótt ásamt tveimur íslenskum stúlkum segist hafa talið að hann væri að bjarga lífi barnanna sinna með því að flytja til Íslands. Hann óttast nú um líf sonarins. 26. ágúst 2024 19:34 Allir undir átján ára og einn brotaþola í lífshættu Þrír voru stungnir í miðborg Reykjavíkur seint í gærkvöldi, og einn þeirra er í lífshættu. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. Hinn grunaði var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina. 25. ágúst 2024 10:35 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum og sífellt algengara er að hnífur komi við sögu. Dómsmálaráðherra er slegin yfir lífshættulegulegri hnífaárás á menningarnótt. Nú þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt til að sporna við slíkum brotum. 27. ágúst 2024 19:28
Faðir pilts sem lenti í stunguárás hélt að sonurinn væri látinn Faðir palestínsks drengs sem varð fyrir alvarlegri stunguárás á menningarnótt ásamt tveimur íslenskum stúlkum segist hafa talið að hann væri að bjarga lífi barnanna sinna með því að flytja til Íslands. Hann óttast nú um líf sonarins. 26. ágúst 2024 19:34
Allir undir átján ára og einn brotaþola í lífshættu Þrír voru stungnir í miðborg Reykjavíkur seint í gærkvöldi, og einn þeirra er í lífshættu. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. Hinn grunaði var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina. 25. ágúst 2024 10:35