Bera fyrir sig að hinir krakkarnir séu með hníf Bjarki Sigurðsson skrifar 29. ágúst 2024 19:29 Elísabet Ósk Maríusdóttir er hluti af samfélagslögguteyminu. Vísir/Einar Lögreglan telur að stórfellt átak þurfi til að taka á hnífaburði ungra barna. Dæmi er um að börn gangi um með rafvopn og piparúða. Einnig hefur borið á því að ungmenni mæti með hnífa í skólann. Fjöldi alvarlegra ofbeldisbrota ungmenna þrettán til fimmtán ára hefur fjórfaldast á tíu árum og í gær lýstu yfirlögregluþjónar landsins yfir þungum áhyggjum sínum af vopnaburði ungmenna sem og aukinni ofbeldishegðun þeirra. Sautján ára stúlka er enn í lífshættu eftir stunguárás í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt og er sextán ára drengur í gæsluvarðhaldi grunaður um árásina. Þrjú börn voru tekin með hnífa á Akureyri um helgina og mætti ungmenni með hníf í skólann miðsvæðis í Reykjavík í gær. Til að reyna að sporna gegn þessu hefur lögreglan síðustu ár verið með svokallaðar samfélagslöggur sem reyna að taka á stafrænu ofbeldi og vopnaburði barna og ungmenna. Lögreglan hefur tekið eftir aukningu þar á segir Elísabet Ósk Maríusdóttir, lögreglukona sem er hluti af samfélagslöggu verkefninu. „Fólk heldur að piparúðar séu löglegir því þeir eru löglegir í Bandaríkjunum, ég hef einu sinni tekið lítið rafvopn af barni. En hnífar, þeir eru að sækja í sig veðrið og við erum að heyra að þetta hafi verið vaxandi vandamál síðustu ár,“ segir Elísabet. Erfitt hefur reynst að rekja hvenær og hvar þessi hnífabylgja hófst. „Við höfum verið að heyra alltaf meira að krakkar segi: „Allir aðrir eru með hníf þannig ég verð að vera með hníf. Bara til að verja mig og ætla samt ekkert að nota hann.“ Síðan ertu í einhverjum aðstæðum sem stigmagnast, þú ert með hníf og notar hann. Þetta eru afleiðingarnar,“ segir Elísabet. Vegna árásarinnar um helgina sendi skóla- og frístundasvið borgarinnar tilkynningu til foreldra þar sem þeir voru hvattir til að ræða við börnin sín um hversu hættulegt það sé að ganga með hníf á sér. Borið hafi á því undanfarna mánuði að börn hafi verið með hníf á sér í skólum og frístundastarfi. „Allir þurfa að koma saman í þessu. Barnavernd, félagsþjónustur, foreldrar sérstaklega. Skólarnir. Það er enginn einn að fara að velta þessum steini, það þarf eitthvað samhent átak í þetta,“ segir Elísabet. Reykjavík Lögreglumál Skóla- og menntamál Stunguárás við Skúlagötu Börn og uppeldi Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum og sífellt algengara er að hnífur komi við sögu. Dómsmálaráðherra er slegin yfir lífshættulegulegri hnífaárás á menningarnótt. Nú þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt til að sporna við slíkum brotum. 27. ágúst 2024 19:28 Faðir pilts sem lenti í stunguárás hélt að sonurinn væri látinn Faðir palestínsks drengs sem varð fyrir alvarlegri stunguárás á menningarnótt ásamt tveimur íslenskum stúlkum segist hafa talið að hann væri að bjarga lífi barnanna sinna með því að flytja til Íslands. Hann óttast nú um líf sonarins. 26. ágúst 2024 19:34 Allir undir átján ára og einn brotaþola í lífshættu Þrír voru stungnir í miðborg Reykjavíkur seint í gærkvöldi, og einn þeirra er í lífshættu. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. Hinn grunaði var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina. 25. ágúst 2024 10:35 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Fjöldi alvarlegra ofbeldisbrota ungmenna þrettán til fimmtán ára hefur fjórfaldast á tíu árum og í gær lýstu yfirlögregluþjónar landsins yfir þungum áhyggjum sínum af vopnaburði ungmenna sem og aukinni ofbeldishegðun þeirra. Sautján ára stúlka er enn í lífshættu eftir stunguárás í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt og er sextán ára drengur í gæsluvarðhaldi grunaður um árásina. Þrjú börn voru tekin með hnífa á Akureyri um helgina og mætti ungmenni með hníf í skólann miðsvæðis í Reykjavík í gær. Til að reyna að sporna gegn þessu hefur lögreglan síðustu ár verið með svokallaðar samfélagslöggur sem reyna að taka á stafrænu ofbeldi og vopnaburði barna og ungmenna. Lögreglan hefur tekið eftir aukningu þar á segir Elísabet Ósk Maríusdóttir, lögreglukona sem er hluti af samfélagslöggu verkefninu. „Fólk heldur að piparúðar séu löglegir því þeir eru löglegir í Bandaríkjunum, ég hef einu sinni tekið lítið rafvopn af barni. En hnífar, þeir eru að sækja í sig veðrið og við erum að heyra að þetta hafi verið vaxandi vandamál síðustu ár,“ segir Elísabet. Erfitt hefur reynst að rekja hvenær og hvar þessi hnífabylgja hófst. „Við höfum verið að heyra alltaf meira að krakkar segi: „Allir aðrir eru með hníf þannig ég verð að vera með hníf. Bara til að verja mig og ætla samt ekkert að nota hann.“ Síðan ertu í einhverjum aðstæðum sem stigmagnast, þú ert með hníf og notar hann. Þetta eru afleiðingarnar,“ segir Elísabet. Vegna árásarinnar um helgina sendi skóla- og frístundasvið borgarinnar tilkynningu til foreldra þar sem þeir voru hvattir til að ræða við börnin sín um hversu hættulegt það sé að ganga með hníf á sér. Borið hafi á því undanfarna mánuði að börn hafi verið með hníf á sér í skólum og frístundastarfi. „Allir þurfa að koma saman í þessu. Barnavernd, félagsþjónustur, foreldrar sérstaklega. Skólarnir. Það er enginn einn að fara að velta þessum steini, það þarf eitthvað samhent átak í þetta,“ segir Elísabet.
Reykjavík Lögreglumál Skóla- og menntamál Stunguárás við Skúlagötu Börn og uppeldi Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum og sífellt algengara er að hnífur komi við sögu. Dómsmálaráðherra er slegin yfir lífshættulegulegri hnífaárás á menningarnótt. Nú þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt til að sporna við slíkum brotum. 27. ágúst 2024 19:28 Faðir pilts sem lenti í stunguárás hélt að sonurinn væri látinn Faðir palestínsks drengs sem varð fyrir alvarlegri stunguárás á menningarnótt ásamt tveimur íslenskum stúlkum segist hafa talið að hann væri að bjarga lífi barnanna sinna með því að flytja til Íslands. Hann óttast nú um líf sonarins. 26. ágúst 2024 19:34 Allir undir átján ára og einn brotaþola í lífshættu Þrír voru stungnir í miðborg Reykjavíkur seint í gærkvöldi, og einn þeirra er í lífshættu. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. Hinn grunaði var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina. 25. ágúst 2024 10:35 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum og sífellt algengara er að hnífur komi við sögu. Dómsmálaráðherra er slegin yfir lífshættulegulegri hnífaárás á menningarnótt. Nú þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt til að sporna við slíkum brotum. 27. ágúst 2024 19:28
Faðir pilts sem lenti í stunguárás hélt að sonurinn væri látinn Faðir palestínsks drengs sem varð fyrir alvarlegri stunguárás á menningarnótt ásamt tveimur íslenskum stúlkum segist hafa talið að hann væri að bjarga lífi barnanna sinna með því að flytja til Íslands. Hann óttast nú um líf sonarins. 26. ágúst 2024 19:34
Allir undir átján ára og einn brotaþola í lífshættu Þrír voru stungnir í miðborg Reykjavíkur seint í gærkvöldi, og einn þeirra er í lífshættu. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. Hinn grunaði var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina. 25. ágúst 2024 10:35