Gera allt til að vernda Guðrúnu og félaga eftir hótanirnar Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2024 10:02 Guðrún Arnardóttir er hér að fara að skora sigurmarkið gegn Häcken í gær. Urszula Striner Landsliðskonan Guðrún Arnardóttir og aðrir leikmenn Rosengård munu nú æfa á bakvið luktar dyr, í kjölfar hótana í garð eins af leikmönnum félagsins. Guðrún var hetja Rosengård í toppslag sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gær þegar hún skoraði eina markið í sigri gegn Häcken. Samkvæmt ákvörðun stjórnenda Rosengård mættu leikmenn Rosengård ekki í viðtöl eftir leikinn, vegna hótananna, og nú hefur æfingasvæðinu verið lokað fyrir ókunnugum. View this post on Instagram A post shared by FC Rosengård (@fcrosengard) Hótanirnar beindust gegn einum leikmanna Rosengård en ekki hefur komið fram hver það er. Þær voru sendar á eitt af netföngum félagsins, bæði í fyrradag og í gær, áður en leikurinn fór fram. Í annað sinn á árinu sem leikmanni er hótað Þetta er í annað sinn á árinu sem leikmanni Rosengård er hótað því það gerðist einnig í maí, í gegnum Youtube. Håkan Wifvesson, formaður Rosengård, segir að félagið hafi strax haft samband við lögreglu. „Við höfum átt viðræður við lögregluna og svo töluðum við einnig við sænska knattspyrnusambandið og öryggisdeild þess. Við förum eftir þeim verkferlum sem eru til staðar,“ sagði Wifvesson. „Okkur finnst þetta auðvitað mjög sorglegt. Við erum með leikmenn sem eru fyrirmyndir og ætla sér að sýna sitt allra besta í toppslag, en svo er maður með þessar hótanir aftast í höfðinu. Við vonum að rannsókn lögreglu skili árangri,“ sagði Wifvesson við Aftonbladet. Guðrún Arnardóttir fagnar marki sínu gegn Häcken í gær. Hvorki hún né aðrir leikmenn fá að tjá sig við fjölmiðla, vegna hótana í garð eins leikmanna Rosengård.Urszula Striner En hvernig líður leikmanninum, sem hótanirnar beindust gegn? „Það er mismunandi hvernig fólk tekur svona. Þetta snýst ekki bara um þennan leikmann, þetta hefur ólík áhrif á alla leikmennina. Þær fá þann stuðning sem við getum boðið og við munum einnig gæta fyllsta öryggis varðandi æfingar okkar.“ Hótanirnar hafa þó ekki haft áhrif á gengi Rosengård því liðið hefur enn hvorki tapað leik né gert jafntefli á tímabilinu í sænsku úrvalsdeildinni, sem sagt unnið alla 16 leiki sína, og er nú með níu stiga forskot á næstu lið auk þess að eiga leik til góða. Sænski boltinn Tengdar fréttir Guðrún og stöllur veittu ekki viðtöl eftir hótun í garð leikmanns Landsliðskonana Guðrún Arnardóttir tryggði toppliði Rosengård gríðarlega mikilvægan sigur á Häcken í sænsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Leikmenn liðsins gáfu hins vegar ekki kost á sér í viðtölum eftir leik eftir að leikmanni liðsins barst hótun. 26. ágúst 2024 21:45 Guðrún sá til þess að Rosengård er enn með fullt hús stiga Íslenska landsliðskonan Guðrún Arnardóttir skoraði eina mark Rosengård í 1-0 sigri á Häcken í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Rosengård er því áfram með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. 26. ágúst 2024 19:17 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Guðrún var hetja Rosengård í toppslag sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gær þegar hún skoraði eina markið í sigri gegn Häcken. Samkvæmt ákvörðun stjórnenda Rosengård mættu leikmenn Rosengård ekki í viðtöl eftir leikinn, vegna hótananna, og nú hefur æfingasvæðinu verið lokað fyrir ókunnugum. View this post on Instagram A post shared by FC Rosengård (@fcrosengard) Hótanirnar beindust gegn einum leikmanna Rosengård en ekki hefur komið fram hver það er. Þær voru sendar á eitt af netföngum félagsins, bæði í fyrradag og í gær, áður en leikurinn fór fram. Í annað sinn á árinu sem leikmanni er hótað Þetta er í annað sinn á árinu sem leikmanni Rosengård er hótað því það gerðist einnig í maí, í gegnum Youtube. Håkan Wifvesson, formaður Rosengård, segir að félagið hafi strax haft samband við lögreglu. „Við höfum átt viðræður við lögregluna og svo töluðum við einnig við sænska knattspyrnusambandið og öryggisdeild þess. Við förum eftir þeim verkferlum sem eru til staðar,“ sagði Wifvesson. „Okkur finnst þetta auðvitað mjög sorglegt. Við erum með leikmenn sem eru fyrirmyndir og ætla sér að sýna sitt allra besta í toppslag, en svo er maður með þessar hótanir aftast í höfðinu. Við vonum að rannsókn lögreglu skili árangri,“ sagði Wifvesson við Aftonbladet. Guðrún Arnardóttir fagnar marki sínu gegn Häcken í gær. Hvorki hún né aðrir leikmenn fá að tjá sig við fjölmiðla, vegna hótana í garð eins leikmanna Rosengård.Urszula Striner En hvernig líður leikmanninum, sem hótanirnar beindust gegn? „Það er mismunandi hvernig fólk tekur svona. Þetta snýst ekki bara um þennan leikmann, þetta hefur ólík áhrif á alla leikmennina. Þær fá þann stuðning sem við getum boðið og við munum einnig gæta fyllsta öryggis varðandi æfingar okkar.“ Hótanirnar hafa þó ekki haft áhrif á gengi Rosengård því liðið hefur enn hvorki tapað leik né gert jafntefli á tímabilinu í sænsku úrvalsdeildinni, sem sagt unnið alla 16 leiki sína, og er nú með níu stiga forskot á næstu lið auk þess að eiga leik til góða.
Sænski boltinn Tengdar fréttir Guðrún og stöllur veittu ekki viðtöl eftir hótun í garð leikmanns Landsliðskonana Guðrún Arnardóttir tryggði toppliði Rosengård gríðarlega mikilvægan sigur á Häcken í sænsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Leikmenn liðsins gáfu hins vegar ekki kost á sér í viðtölum eftir leik eftir að leikmanni liðsins barst hótun. 26. ágúst 2024 21:45 Guðrún sá til þess að Rosengård er enn með fullt hús stiga Íslenska landsliðskonan Guðrún Arnardóttir skoraði eina mark Rosengård í 1-0 sigri á Häcken í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Rosengård er því áfram með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. 26. ágúst 2024 19:17 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Guðrún og stöllur veittu ekki viðtöl eftir hótun í garð leikmanns Landsliðskonana Guðrún Arnardóttir tryggði toppliði Rosengård gríðarlega mikilvægan sigur á Häcken í sænsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Leikmenn liðsins gáfu hins vegar ekki kost á sér í viðtölum eftir leik eftir að leikmanni liðsins barst hótun. 26. ágúst 2024 21:45
Guðrún sá til þess að Rosengård er enn með fullt hús stiga Íslenska landsliðskonan Guðrún Arnardóttir skoraði eina mark Rosengård í 1-0 sigri á Häcken í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Rosengård er því áfram með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. 26. ágúst 2024 19:17
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn