Barcelona nýtir sér meiðsli leikmanns til að skrá Olmo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2024 09:33 Dani Olmo þegar hann var kynntur til leiks hjá Barcelona. Hann á enn eftir að spila sinn fyrsta leik í spænsku deildinni. Getty/Jose Breton Spænski landsliðsmaðurinn Dani Olmo fær væntanlega að spila með Barcelona í kvöld eftir að félaginu tókst loksins að finna leið til að skrá hann inn hjá spænsku deildinni. Barcelona keypti Olmo, eina af stjörnunum úr Evrópumeistaraliði Spánverja í sumar, fyrir 55 milljónir evra frá RB Leipzig. Það eru 8,4 milljarðar í íslenskum krónum. Olmo hefur misst af tveimur fyrstu leikjum tímabilsins þar sem að Barcelona hefur ekki getað skráð hann inn hjá LaLiga. Það er vegna þess að það er ekki pláss fyrir launin hans undir launaþakinu. Barcelona hefur lengi verið að glíma við mikil fjárhagsvandræði og svipað vandmál varð til þess að Lionel Messi yfirgaf félagið á sínum tíma. Nú ætti Olmo loksons að komast inn á völlinn en það kemur ekki til af góðu. Eins dauði er annars brauð. Það lítur nefnilega út fyrir að meiðsli danska varnarmannsins Andreas Christensen muni koma Olmo og Barcelona liðinu til bjargar. ESPN segir frá. Samkvæmt reglum LaLiga þá losnar pláss undir launaþakinu ef leikmaður er frá vegna meiðsla í langan tíma. Barcelona hafði losað sig við leikmenn eins og þá Ilkay Gündogan, Vitor Roque, Mika Faye og Clément Lenglet til að búa til pláss fyrrir Olmo en það var ekki nóg. Barcelona hefur nú sent inn gögn um meiðsli Christensen sem verður frá í fjóra mánuði vegna hásinarmeiðsla. Barcelona getur þar með notað áttatíu prósent af launum hans til að búa til aukapláss undir launaþakinu. Með því ætti að vera pláss fyrir laun Olmo og hann ætti því að geta spilað leikinn á móti Rayo Vallecano í kvöld. Skráningin verður þó bara tímabundin eða til 31. desember næstkomandi. Olmo er að snúa aftur til Barcelona því hann var í akademíu félagsins til sextán ára aldurs. Spænski boltinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Fleiri fréttir Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sjá meira
Barcelona keypti Olmo, eina af stjörnunum úr Evrópumeistaraliði Spánverja í sumar, fyrir 55 milljónir evra frá RB Leipzig. Það eru 8,4 milljarðar í íslenskum krónum. Olmo hefur misst af tveimur fyrstu leikjum tímabilsins þar sem að Barcelona hefur ekki getað skráð hann inn hjá LaLiga. Það er vegna þess að það er ekki pláss fyrir launin hans undir launaþakinu. Barcelona hefur lengi verið að glíma við mikil fjárhagsvandræði og svipað vandmál varð til þess að Lionel Messi yfirgaf félagið á sínum tíma. Nú ætti Olmo loksons að komast inn á völlinn en það kemur ekki til af góðu. Eins dauði er annars brauð. Það lítur nefnilega út fyrir að meiðsli danska varnarmannsins Andreas Christensen muni koma Olmo og Barcelona liðinu til bjargar. ESPN segir frá. Samkvæmt reglum LaLiga þá losnar pláss undir launaþakinu ef leikmaður er frá vegna meiðsla í langan tíma. Barcelona hafði losað sig við leikmenn eins og þá Ilkay Gündogan, Vitor Roque, Mika Faye og Clément Lenglet til að búa til pláss fyrrir Olmo en það var ekki nóg. Barcelona hefur nú sent inn gögn um meiðsli Christensen sem verður frá í fjóra mánuði vegna hásinarmeiðsla. Barcelona getur þar með notað áttatíu prósent af launum hans til að búa til aukapláss undir launaþakinu. Með því ætti að vera pláss fyrir laun Olmo og hann ætti því að geta spilað leikinn á móti Rayo Vallecano í kvöld. Skráningin verður þó bara tímabundin eða til 31. desember næstkomandi. Olmo er að snúa aftur til Barcelona því hann var í akademíu félagsins til sextán ára aldurs.
Spænski boltinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Fleiri fréttir Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sjá meira