Ferðamennirnir sem lentu undir ísnum bandarískt par Lovísa Arnardóttir skrifar 26. ágúst 2024 15:23 Umfangsmikil leit hefur farið fram síðasta sólarhringinn. Vísir/Vilhelm Ferðamaðurinn sem lést þegar hann varð undir ísfargi við Breiðamerkurjökul var bandarískur. Kona hans slasaðist alvarlega en líðan hennar er sögð stöðug. Leit á svæðinu hefur verið hætt. Lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu í tilkynningu. Þar segir að björgunaraðgerðum sé lokið á Breiðamerkurjökli og leit hafi verið afturkölluð. Enginn fannst undir ísnum í víðtækri leit sem hefur farið fram síðasta sólarhringinn. Áður var talið að 25 hefðu verið í hópnum en nú segir lögregla að um 23 einstaklinga hafi verið að ræða. Bandaríkjamaðurinn lést á vettvangi en konan var flutt á bráðamóttöku Landspítala. Líðan hennar er sögð stöðug og er hún ekki í lífshættu. Lögreglan mun áfram vinna að rannsókn á tildrögum slyssins. „Um miðjan dag í gær barst lögreglu á Suðurlandi hjálparbeiðni frá gönguhóp sem hafði verið á ferðinni í íshellaferð á Breiðamerkurjökli. Þær upplýsingar fengust að þarna hefðu verið 25 manns á ferð og hefðu fjórir orðið fyrir íshruni, tveir væru fyrir utan íshellinn, mikið slasaðir, en að tveir aðrir hefðu grafist undir ís sem féll niður úr hvelfingu sem gengið var um,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Allir tiltækir viðbragðsaðilar af Suðurlandi og björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu ásamt þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hafi verið kallaðir til að viðbragsáætlun vegna hópslysa virkjuð. 23 í ferðinni en ekki 25 Þá kemur einnig fram að rannsóknarteymi frá lögreglunni á Suðurlandi hafi unnið að því að skýra lista yfir ferðamennina, ásamt ferðasöluaðila, um þá sem fóru í ferðina. Lögregla hafi vitað um afdrif 23 en ekki hafi verið hægt að finna upplýsingar um þá tvo sem var saknað í bókunum fyrirtækisins. „Nú fyrir stundu tilkynnti vettvangsstjóri lögreglunnar sem staðsettur er á vettvangi að búið sé að færa til allan þann ís sem talinn var hafa fallið á fólkið og falið það. Í ljós hefur komið að enginn hefur leynst undir ísnum og útilokað að það fólk sem leitað hefur verið að og talið að sé falið undir ís. Þar af leiðandi er ljóst að einungis 23 aðilar voru í þessari göngu í gær og þeir tveir, sem fundust slasaðir og látinn þeir einu sem urðu fyrir tjóni,“ segir í tilkynningunni. Skráning ekki nákvæm og misvísandi Það sé því ljóst að skráning í ferðina og utanumhald hafi ekki verið nákvæmt auk misvísandi upplýsinga um fjölda í ferðinni. „Miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir þótti ekki forsvaranlegt annað en að halda leit áfram þar til búið væri að fá fullvissu um að enginn væri undir ísfarginu. Björgunaraðgerðinni er nú lokið og leit hefur verið afturkölluð,“ segir í tilkynningunni sem má lesa í heild sinni hér að neðan. Um miðjan dag í gær barst lögreglu á Suðurlandi hjálparbeiðni frá gönguhóp sem hafði verið á ferðinni í íshellaferð á Breiðamerkurjökli. Þær upplýsingar fengust að þarna hefðu verið 25 manns á ferð og hefðu fjórir orðið fyrir íshruni, tveir væru fyrir utan íshellinn, mikið slasaðir, en að tveir aðrir hefðu grafist undir ís sem féll niður úr hvelfingu sem gengið var um. Allir tiltækir viðbragðsaðilar af Suðurlandi og björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu ásamt þyrlusveit Landhelgisgæslunnar voru kallaðir til, en Viðbragðsáætlun vegna hópslyss á Suðurlandi var virkjuð. Nú í morgun var vitað um afdrif 23 aðila og voru 21 þeirra óslasaðir og fluttir til byggða, en leitað var áfram af þeim tveimur sem talið var að hefðu grafist undir ís. Leit stóð yfir fram til miðnættis í gærkvöld og hófst hún aftur um kl 07 í morgun. Rannsóknarteymi frá lögreglunni á Suðurlandi hefur unnið að því, ásamt ferðasöluaðilanum að skýra listann yfir þá sem fóru í ferðina, en ekki hefur verið hægt að finna upplýsingar um þá tvo sem saknað hefur verið, í bókunum fyrirtækisins. Nú fyrir stundu tilkynnti vettvangsstjóri lögreglunnar sem staðsettur er á vettvangi að búið sé að færa til allan þann ís sem talinn var hafa fallið á fólkið og falið það. Í ljós hefur komið að enginn hefur leynst undir ísnum og útilokað að það fólk sem leitað hefur verið að og talið að sé falið undir ís. Þar af leiðandi er ljóst að einungis 23 aðilar voru í þessari göngu í gær og þeir tveir, sem fundust slasaðir og látinn þeir einu sem urðu fyrir tjóni. Ljóst virðist að skráning í ferðina og utanumhald hafi ekki verið nákvæmt auk misvísandi upplýsinga um fjölda í ferðinni. Miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir þótti ekki forsvaranlegt annað en að halda leit áfram þar til búið væri að fá fullvissu um að enginn væri undir ísfarginu. Björgunaraðgerðinni er nú lokið og leit hefur verið afturkölluð. Þau sem lentu undir ísfarginu og náðust undan því í gær voru par, karlmaðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi í gær, en konan flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Fossvogi þar sem hún liggur. Líðan hennar er sem fyrr stöðug og ekki í lífshættu. Þau eru bandarískir ríkisborgarar. Hátt í 200 viðbragðsaðilar hafa tekið þátt í þessari björgunar- og leitaraðgerð og má segja að mikið þrekvirki hafi verið unnið þarna á vettvangi, en búið er að brjóta niður og færa til gríðarlegt magn af ís og var það meira og minna allt gert með handafli. Lögreglan á Suðurlandi vill því þakka öllum þeim viðbragðsaðilum sem komu að leitar- og björgunaraðgerðinni. Það sýnir sig og sannar í verkefni sem þessu að við höfum á öflugu og lausnarmiðuðu fólki á að skipa þegar hætta steðjar að. Einnig vill lögreglan þakka þeim ferðaþjónustuaðilum í nágrenni slysstaðar sem aðstoðuðu leitar- og björgunar fólk með gistingu og mat síðast liðinn sólarhring. Lögreglan mun áfram vinna að rannsókn á tildrögum slyssins. Björgunarsveitir Slys á Breiðamerkurjökli Sveitarfélagið Hornafjörður Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Vatnajökulsþjóðgarður Tengdar fréttir Vaktin: Aðgerðir hafnar að nýju Leitaraðgerðum björgunarsveita hefur nú verið hætt við Breiðamerkurjökul þar sem tveggja ferðamanna hefur verið leitað frá því í gær eftir að ísveggur hrundi í skipulagðri íshellaskoðunarferð í gær. Lögregla hefur staðfest að einn hafi látist í slysinu og að einn sé alvarlega slasaður. Talið var að tveir til viðbótar væru fastir undir ísnum en nú hefur leit verið hætt þar sem enginn til viðbótar reyndist vera undir ísnum. 26. ágúst 2024 07:35 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu í tilkynningu. Þar segir að björgunaraðgerðum sé lokið á Breiðamerkurjökli og leit hafi verið afturkölluð. Enginn fannst undir ísnum í víðtækri leit sem hefur farið fram síðasta sólarhringinn. Áður var talið að 25 hefðu verið í hópnum en nú segir lögregla að um 23 einstaklinga hafi verið að ræða. Bandaríkjamaðurinn lést á vettvangi en konan var flutt á bráðamóttöku Landspítala. Líðan hennar er sögð stöðug og er hún ekki í lífshættu. Lögreglan mun áfram vinna að rannsókn á tildrögum slyssins. „Um miðjan dag í gær barst lögreglu á Suðurlandi hjálparbeiðni frá gönguhóp sem hafði verið á ferðinni í íshellaferð á Breiðamerkurjökli. Þær upplýsingar fengust að þarna hefðu verið 25 manns á ferð og hefðu fjórir orðið fyrir íshruni, tveir væru fyrir utan íshellinn, mikið slasaðir, en að tveir aðrir hefðu grafist undir ís sem féll niður úr hvelfingu sem gengið var um,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Allir tiltækir viðbragðsaðilar af Suðurlandi og björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu ásamt þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hafi verið kallaðir til að viðbragsáætlun vegna hópslysa virkjuð. 23 í ferðinni en ekki 25 Þá kemur einnig fram að rannsóknarteymi frá lögreglunni á Suðurlandi hafi unnið að því að skýra lista yfir ferðamennina, ásamt ferðasöluaðila, um þá sem fóru í ferðina. Lögregla hafi vitað um afdrif 23 en ekki hafi verið hægt að finna upplýsingar um þá tvo sem var saknað í bókunum fyrirtækisins. „Nú fyrir stundu tilkynnti vettvangsstjóri lögreglunnar sem staðsettur er á vettvangi að búið sé að færa til allan þann ís sem talinn var hafa fallið á fólkið og falið það. Í ljós hefur komið að enginn hefur leynst undir ísnum og útilokað að það fólk sem leitað hefur verið að og talið að sé falið undir ís. Þar af leiðandi er ljóst að einungis 23 aðilar voru í þessari göngu í gær og þeir tveir, sem fundust slasaðir og látinn þeir einu sem urðu fyrir tjóni,“ segir í tilkynningunni. Skráning ekki nákvæm og misvísandi Það sé því ljóst að skráning í ferðina og utanumhald hafi ekki verið nákvæmt auk misvísandi upplýsinga um fjölda í ferðinni. „Miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir þótti ekki forsvaranlegt annað en að halda leit áfram þar til búið væri að fá fullvissu um að enginn væri undir ísfarginu. Björgunaraðgerðinni er nú lokið og leit hefur verið afturkölluð,“ segir í tilkynningunni sem má lesa í heild sinni hér að neðan. Um miðjan dag í gær barst lögreglu á Suðurlandi hjálparbeiðni frá gönguhóp sem hafði verið á ferðinni í íshellaferð á Breiðamerkurjökli. Þær upplýsingar fengust að þarna hefðu verið 25 manns á ferð og hefðu fjórir orðið fyrir íshruni, tveir væru fyrir utan íshellinn, mikið slasaðir, en að tveir aðrir hefðu grafist undir ís sem féll niður úr hvelfingu sem gengið var um. Allir tiltækir viðbragðsaðilar af Suðurlandi og björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu ásamt þyrlusveit Landhelgisgæslunnar voru kallaðir til, en Viðbragðsáætlun vegna hópslyss á Suðurlandi var virkjuð. Nú í morgun var vitað um afdrif 23 aðila og voru 21 þeirra óslasaðir og fluttir til byggða, en leitað var áfram af þeim tveimur sem talið var að hefðu grafist undir ís. Leit stóð yfir fram til miðnættis í gærkvöld og hófst hún aftur um kl 07 í morgun. Rannsóknarteymi frá lögreglunni á Suðurlandi hefur unnið að því, ásamt ferðasöluaðilanum að skýra listann yfir þá sem fóru í ferðina, en ekki hefur verið hægt að finna upplýsingar um þá tvo sem saknað hefur verið, í bókunum fyrirtækisins. Nú fyrir stundu tilkynnti vettvangsstjóri lögreglunnar sem staðsettur er á vettvangi að búið sé að færa til allan þann ís sem talinn var hafa fallið á fólkið og falið það. Í ljós hefur komið að enginn hefur leynst undir ísnum og útilokað að það fólk sem leitað hefur verið að og talið að sé falið undir ís. Þar af leiðandi er ljóst að einungis 23 aðilar voru í þessari göngu í gær og þeir tveir, sem fundust slasaðir og látinn þeir einu sem urðu fyrir tjóni. Ljóst virðist að skráning í ferðina og utanumhald hafi ekki verið nákvæmt auk misvísandi upplýsinga um fjölda í ferðinni. Miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir þótti ekki forsvaranlegt annað en að halda leit áfram þar til búið væri að fá fullvissu um að enginn væri undir ísfarginu. Björgunaraðgerðinni er nú lokið og leit hefur verið afturkölluð. Þau sem lentu undir ísfarginu og náðust undan því í gær voru par, karlmaðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi í gær, en konan flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Fossvogi þar sem hún liggur. Líðan hennar er sem fyrr stöðug og ekki í lífshættu. Þau eru bandarískir ríkisborgarar. Hátt í 200 viðbragðsaðilar hafa tekið þátt í þessari björgunar- og leitaraðgerð og má segja að mikið þrekvirki hafi verið unnið þarna á vettvangi, en búið er að brjóta niður og færa til gríðarlegt magn af ís og var það meira og minna allt gert með handafli. Lögreglan á Suðurlandi vill því þakka öllum þeim viðbragðsaðilum sem komu að leitar- og björgunaraðgerðinni. Það sýnir sig og sannar í verkefni sem þessu að við höfum á öflugu og lausnarmiðuðu fólki á að skipa þegar hætta steðjar að. Einnig vill lögreglan þakka þeim ferðaþjónustuaðilum í nágrenni slysstaðar sem aðstoðuðu leitar- og björgunar fólk með gistingu og mat síðast liðinn sólarhring. Lögreglan mun áfram vinna að rannsókn á tildrögum slyssins.
Um miðjan dag í gær barst lögreglu á Suðurlandi hjálparbeiðni frá gönguhóp sem hafði verið á ferðinni í íshellaferð á Breiðamerkurjökli. Þær upplýsingar fengust að þarna hefðu verið 25 manns á ferð og hefðu fjórir orðið fyrir íshruni, tveir væru fyrir utan íshellinn, mikið slasaðir, en að tveir aðrir hefðu grafist undir ís sem féll niður úr hvelfingu sem gengið var um. Allir tiltækir viðbragðsaðilar af Suðurlandi og björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu ásamt þyrlusveit Landhelgisgæslunnar voru kallaðir til, en Viðbragðsáætlun vegna hópslyss á Suðurlandi var virkjuð. Nú í morgun var vitað um afdrif 23 aðila og voru 21 þeirra óslasaðir og fluttir til byggða, en leitað var áfram af þeim tveimur sem talið var að hefðu grafist undir ís. Leit stóð yfir fram til miðnættis í gærkvöld og hófst hún aftur um kl 07 í morgun. Rannsóknarteymi frá lögreglunni á Suðurlandi hefur unnið að því, ásamt ferðasöluaðilanum að skýra listann yfir þá sem fóru í ferðina, en ekki hefur verið hægt að finna upplýsingar um þá tvo sem saknað hefur verið, í bókunum fyrirtækisins. Nú fyrir stundu tilkynnti vettvangsstjóri lögreglunnar sem staðsettur er á vettvangi að búið sé að færa til allan þann ís sem talinn var hafa fallið á fólkið og falið það. Í ljós hefur komið að enginn hefur leynst undir ísnum og útilokað að það fólk sem leitað hefur verið að og talið að sé falið undir ís. Þar af leiðandi er ljóst að einungis 23 aðilar voru í þessari göngu í gær og þeir tveir, sem fundust slasaðir og látinn þeir einu sem urðu fyrir tjóni. Ljóst virðist að skráning í ferðina og utanumhald hafi ekki verið nákvæmt auk misvísandi upplýsinga um fjölda í ferðinni. Miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir þótti ekki forsvaranlegt annað en að halda leit áfram þar til búið væri að fá fullvissu um að enginn væri undir ísfarginu. Björgunaraðgerðinni er nú lokið og leit hefur verið afturkölluð. Þau sem lentu undir ísfarginu og náðust undan því í gær voru par, karlmaðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi í gær, en konan flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Fossvogi þar sem hún liggur. Líðan hennar er sem fyrr stöðug og ekki í lífshættu. Þau eru bandarískir ríkisborgarar. Hátt í 200 viðbragðsaðilar hafa tekið þátt í þessari björgunar- og leitaraðgerð og má segja að mikið þrekvirki hafi verið unnið þarna á vettvangi, en búið er að brjóta niður og færa til gríðarlegt magn af ís og var það meira og minna allt gert með handafli. Lögreglan á Suðurlandi vill því þakka öllum þeim viðbragðsaðilum sem komu að leitar- og björgunaraðgerðinni. Það sýnir sig og sannar í verkefni sem þessu að við höfum á öflugu og lausnarmiðuðu fólki á að skipa þegar hætta steðjar að. Einnig vill lögreglan þakka þeim ferðaþjónustuaðilum í nágrenni slysstaðar sem aðstoðuðu leitar- og björgunar fólk með gistingu og mat síðast liðinn sólarhring. Lögreglan mun áfram vinna að rannsókn á tildrögum slyssins.
Björgunarsveitir Slys á Breiðamerkurjökli Sveitarfélagið Hornafjörður Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Vatnajökulsþjóðgarður Tengdar fréttir Vaktin: Aðgerðir hafnar að nýju Leitaraðgerðum björgunarsveita hefur nú verið hætt við Breiðamerkurjökul þar sem tveggja ferðamanna hefur verið leitað frá því í gær eftir að ísveggur hrundi í skipulagðri íshellaskoðunarferð í gær. Lögregla hefur staðfest að einn hafi látist í slysinu og að einn sé alvarlega slasaður. Talið var að tveir til viðbótar væru fastir undir ísnum en nú hefur leit verið hætt þar sem enginn til viðbótar reyndist vera undir ísnum. 26. ágúst 2024 07:35 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira
Vaktin: Aðgerðir hafnar að nýju Leitaraðgerðum björgunarsveita hefur nú verið hætt við Breiðamerkurjökul þar sem tveggja ferðamanna hefur verið leitað frá því í gær eftir að ísveggur hrundi í skipulagðri íshellaskoðunarferð í gær. Lögregla hefur staðfest að einn hafi látist í slysinu og að einn sé alvarlega slasaður. Talið var að tveir til viðbótar væru fastir undir ísnum en nú hefur leit verið hætt þar sem enginn til viðbótar reyndist vera undir ísnum. 26. ágúst 2024 07:35