Sagði kórstjórann hafa hótað sér „vanvirðingu og niðurlægingu“ Atli Ísleifsson skrifar 26. ágúst 2024 13:53 Konan taldi að einu raunhæfu kröfuna sem hún gæti gert væri að krefjast afsökunarbeiðni frá kórstjóranum vegna ólögmætrar framkomu í hennar garð. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Kærunefnd jafnréttismála hefur vísað frá kæru konu á hendur kórstjóra sem konan sagði hafa hafa hótað sér og áreitt. Konan sagði kórstjórann hafa í síma hótað sér „vanvirðingu og niðurlægingu“ ef hún myndi mæta á fleiri æfingar. Þá átti kórstjórinn að hafa ætlað sér að „beita sambýlismanni [konunnar] við aðgerðina“. Í úrskurði kærunefndarinnar kemur fram að samtalið hafi komið konunni í opna skjöldu og að hún hafi litið á það sem brottrekstur úr kórnum. Hafi hún litið svo á að um áreitni hafi verið að ræða í skilningi laga um jafna meðferð utan vinnumarkaðar. Konan taldi að einu raunhæfu kröfuna sem hún gæti gert væri að krefjast afsökunarbeiðni frá kórstjóranum vegna ólögmætrar framkomu í hennar garð. Kærunefndin svaraði kæru konunnar með tölvupósti í marsmánuði síðastliðinn þar sem henni var gefinn kostur á að gera nánari grein fyrir efninu og var sérstaklega vakin áthygli á að áreitni yrði að tengjast einhverjum þeim þáttum sem um getur í lögunum til að nefnin gæti tekið málið til umfjöllunar. Konan svaraði þeim pósti þar sem hún héldi kærunni óbreyttri til streitu. Í lögunum segir um „áreitni“ að um sé að ræða hegðun sem tengist kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu þess sem fyrir henni verði og hafi þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi. Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að jafnvel þótt framkoma kórstjórans í málinu geti verið vanvirðandi eða niðurlægjandi að mati kórfélaga verði að liggja fyrir upplýsingar sem tengjast þeim þáttum sem getið er um í lögunum til að kærunefndin geti tekið málið til meðferðar. „Í máli þessu liggja engar slíkar upplýsingar fyrir þrátt fyrir að kærunefnd hafi farið þess á leit við kæranda að bæta úr því. Að því virtu verður ekki hjá því komist að vísa málinu frá,“ segir í úrskurðinum. Vinnumarkaður Kórar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira
Í úrskurði kærunefndarinnar kemur fram að samtalið hafi komið konunni í opna skjöldu og að hún hafi litið á það sem brottrekstur úr kórnum. Hafi hún litið svo á að um áreitni hafi verið að ræða í skilningi laga um jafna meðferð utan vinnumarkaðar. Konan taldi að einu raunhæfu kröfuna sem hún gæti gert væri að krefjast afsökunarbeiðni frá kórstjóranum vegna ólögmætrar framkomu í hennar garð. Kærunefndin svaraði kæru konunnar með tölvupósti í marsmánuði síðastliðinn þar sem henni var gefinn kostur á að gera nánari grein fyrir efninu og var sérstaklega vakin áthygli á að áreitni yrði að tengjast einhverjum þeim þáttum sem um getur í lögunum til að nefnin gæti tekið málið til umfjöllunar. Konan svaraði þeim pósti þar sem hún héldi kærunni óbreyttri til streitu. Í lögunum segir um „áreitni“ að um sé að ræða hegðun sem tengist kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu þess sem fyrir henni verði og hafi þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi. Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að jafnvel þótt framkoma kórstjórans í málinu geti verið vanvirðandi eða niðurlægjandi að mati kórfélaga verði að liggja fyrir upplýsingar sem tengjast þeim þáttum sem getið er um í lögunum til að kærunefndin geti tekið málið til meðferðar. „Í máli þessu liggja engar slíkar upplýsingar fyrir þrátt fyrir að kærunefnd hafi farið þess á leit við kæranda að bæta úr því. Að því virtu verður ekki hjá því komist að vísa málinu frá,“ segir í úrskurðinum.
Vinnumarkaður Kórar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira