Fara af neyðarstigi og hleypa fólki í Bláa lónið og til Grindavíkur Eiður Þór Árnason, Lovísa Arnardóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 23. ágúst 2024 17:21 Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Myndin var tekin í fyrra eldgosi. Vísir/Einar Starfsemi hefst í Bláa lóninu og hjá Northern Light Inn að öllu óbreyttu í fyrramálið. Þá verður rýmingu Grindavíkur aflétt og íbúum sem og öðrum sem eiga þangað erindi hleypt aftur inn í bæinn. Ríkislögreglustjóri hefur fært almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig. Verulega hefur dregið úr krafti gossins og hraun rennur ekki suður í átt að Grindavík. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að til standi að hverfa aftur til þess fyrirkomulags sem var við lýði áður en gosið hófst í gær. „Íbúar, Grindvíkingar og þeir sem eiga hagsmuna að gæta inn í Grindavík verður heimilt að fara inn í bæinn og það sama gildir um vísindamenn og fjölmiðlamenn sem eru með allan tilskilinn búnað til farar inn fyrir lokunarpósta,“ segir Úlfar í samtali við fréttastofu. Áfram verði lokað fyrir þá sem ekki eru taldir eiga erindi í bæinn. Mælir gegn því að fólk gisti í bænum Þróun eldgossins hefur verið hagstæð, að mati Úlfars. „Út frá okkar hagsmunum, orkuverinu og Grindavíkurbæ þá lítur þetta bara nokkuð vel út. Gosið er í ákveðinni fjarlægð frá bæði Svartsengi og Grindavíkurbæ og við erum afskaplega ánægð með það.“ Þrátt fyrir þetta sé það enn hans mat að börn og fjölskyldur eigi að forðast að gista í Grindavík við þessar aðstæður. Opnunin sé meira hugsuð fyrir fólk sem starfi í bænum. Mynd úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar sem tekin var í flugi rétt upp úr hádegi í dag og horfir yfir nyrsta hluta gossprungunnar.Almannavarnir/Björn Oddsson „Við erum að reyna að hjálpa til og því hefur verið vel tekið. Svo er bara að sjá til hvað framtíðin beri í skauti sér,“ segir Úlfar. Í tilkynningu frá lögregluembættinu segir jafnframt að lögreglustjóri mæli alls ekki með því að fólk dvelji næturlangt í bænum og lögregla geti ekki ábyrgst öryggi þeirra við núverandi aðstæður. Viðbragðsaðilar verði áfram í Grindavík og lögregla og slökkvilið sinni eftirliti líkt og verið hefur. Áfram með viðbúnað Þrátt fyrir að almannavarnarstig hafi verið fært af neyðarstigi á hættustig segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, að viðbúnaðurinn sé enn hinn sami. Hún brýnir fyrir fólki að það gjósi enn á svæðinu. „Við biðlum enn og aftur til fólks að vera ekki að fara að skoða þetta eldgos. Það er erfitt að komast að því og viðbragðsgeirinn er allur í því að reyna að vinna vinnuna sína og þetta er ekki til þess að bæta á. Fólk er að leggja út um allt og á alls konar staði sem er ekki óhætt að leggja á,“ segir Hjördís. Mikið af fólki hefur reynt að berja gosið augum í dag.vísir/vilhelm Enn gæti þurft að rýma með skömmum fyrirvara Fram kemur í tilkynningu frá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum að þéttriðið net gasmæla sé nú á starfssvæði Bláa lónsins. Þá sé veðurstöð staðsett á einni bygginu þess. Fulltrúar fyrirtækisins fundi með aðgerðastjórn og vettvangsstjórn en þar geti enn þurft að rýma með skömmum fyrirvara. Hætta á hraunflæði og gasmengun sé talin mjög mikil á svæðinu og mikil hætta á gjóskufalli. Fyrirtækin starfi sem fyrr á skilgreindu hættusvæði Veðurstofu Íslands. Umferð til og frá Bláa Lóninu og Northern Light Inn er um Grindavíkurveg en tekist hefur að koma á vegtengingu þaðan inn á bílastæði fyrirtækjanna. Nýtt hættumatskort fyrir svæðið.Veðurstofa Íslands Grindavík af rauðu Eldgosið óx jafnt og þétt fyrstu klukkustundirnar eftir að það hófst á tíunda tímanum í gær og heildarlengd gossprungunnar var um sjö kílómetrar þegar hún var sem lengst. Að sögn almannavarna var gossprungan þó ekki á neinum tímapunkti öll virk í einu. Í samanburði við síðustu eldgos á svæðinu þá sé virknin mun norðar en áður. Veðurstofan hefur uppfært hættumat í ljósi nýjustu gagna og er þar meðal annars tekið tillit til þess að engin skjálftavirkni eða aflögun hafi mælst suður af Stóra-Skógfelli. Einnig er horft til þess að ekkert hraunflæði er til suðurs í átt að Grindavík. Helsta breytingin frá síðasta hættumati er sú að hættustig fyrir svæði 4, sem nær yfir Grindavík, hefur verið fært niður úr rauðu í appelsínugult til marks um minni hættu. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Margir að skoða gosið og mikil umferð Fjölmargir ferðamenn hafa gert séð ferð til að sjá eldgosið við Sundhnúksgígaröðina í dag. Á Grindavíkurvegi er hægt að leggja bílnum og í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kom fram fyrr í dag að búið væri að taka niður hámarkshraða til að tryggja öryggi. 23. ágúst 2024 15:55 Hlupu blaut úr Bláa lóninu Andrew & Ale Kenney voru í Bláa lóninu í gær þegar tilkynnt var um rýmingu vegna mögulegs eldgoss eða kvikuhlaups. Í myndböndum sem þau deildu á samfélagsmiðlinum TikTok kemur fram að þau hafi þurft að hlaupa blaut út. Á leið frá Bláa lóninu sáu þau svo eldgosið sem þá var nýhafið. 23. ágúst 2024 14:19 Ákjósanleg staðsetning á gosinu Í hádegisfréttum fjöllum við um eldgosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni í gærkvöldi en sérfræðingar eru á því að staðsetning sprungunnar sé ákjósanleg, í bili í það minnsta. 23. ágúst 2024 11:34 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að til standi að hverfa aftur til þess fyrirkomulags sem var við lýði áður en gosið hófst í gær. „Íbúar, Grindvíkingar og þeir sem eiga hagsmuna að gæta inn í Grindavík verður heimilt að fara inn í bæinn og það sama gildir um vísindamenn og fjölmiðlamenn sem eru með allan tilskilinn búnað til farar inn fyrir lokunarpósta,“ segir Úlfar í samtali við fréttastofu. Áfram verði lokað fyrir þá sem ekki eru taldir eiga erindi í bæinn. Mælir gegn því að fólk gisti í bænum Þróun eldgossins hefur verið hagstæð, að mati Úlfars. „Út frá okkar hagsmunum, orkuverinu og Grindavíkurbæ þá lítur þetta bara nokkuð vel út. Gosið er í ákveðinni fjarlægð frá bæði Svartsengi og Grindavíkurbæ og við erum afskaplega ánægð með það.“ Þrátt fyrir þetta sé það enn hans mat að börn og fjölskyldur eigi að forðast að gista í Grindavík við þessar aðstæður. Opnunin sé meira hugsuð fyrir fólk sem starfi í bænum. Mynd úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar sem tekin var í flugi rétt upp úr hádegi í dag og horfir yfir nyrsta hluta gossprungunnar.Almannavarnir/Björn Oddsson „Við erum að reyna að hjálpa til og því hefur verið vel tekið. Svo er bara að sjá til hvað framtíðin beri í skauti sér,“ segir Úlfar. Í tilkynningu frá lögregluembættinu segir jafnframt að lögreglustjóri mæli alls ekki með því að fólk dvelji næturlangt í bænum og lögregla geti ekki ábyrgst öryggi þeirra við núverandi aðstæður. Viðbragðsaðilar verði áfram í Grindavík og lögregla og slökkvilið sinni eftirliti líkt og verið hefur. Áfram með viðbúnað Þrátt fyrir að almannavarnarstig hafi verið fært af neyðarstigi á hættustig segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, að viðbúnaðurinn sé enn hinn sami. Hún brýnir fyrir fólki að það gjósi enn á svæðinu. „Við biðlum enn og aftur til fólks að vera ekki að fara að skoða þetta eldgos. Það er erfitt að komast að því og viðbragðsgeirinn er allur í því að reyna að vinna vinnuna sína og þetta er ekki til þess að bæta á. Fólk er að leggja út um allt og á alls konar staði sem er ekki óhætt að leggja á,“ segir Hjördís. Mikið af fólki hefur reynt að berja gosið augum í dag.vísir/vilhelm Enn gæti þurft að rýma með skömmum fyrirvara Fram kemur í tilkynningu frá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum að þéttriðið net gasmæla sé nú á starfssvæði Bláa lónsins. Þá sé veðurstöð staðsett á einni bygginu þess. Fulltrúar fyrirtækisins fundi með aðgerðastjórn og vettvangsstjórn en þar geti enn þurft að rýma með skömmum fyrirvara. Hætta á hraunflæði og gasmengun sé talin mjög mikil á svæðinu og mikil hætta á gjóskufalli. Fyrirtækin starfi sem fyrr á skilgreindu hættusvæði Veðurstofu Íslands. Umferð til og frá Bláa Lóninu og Northern Light Inn er um Grindavíkurveg en tekist hefur að koma á vegtengingu þaðan inn á bílastæði fyrirtækjanna. Nýtt hættumatskort fyrir svæðið.Veðurstofa Íslands Grindavík af rauðu Eldgosið óx jafnt og þétt fyrstu klukkustundirnar eftir að það hófst á tíunda tímanum í gær og heildarlengd gossprungunnar var um sjö kílómetrar þegar hún var sem lengst. Að sögn almannavarna var gossprungan þó ekki á neinum tímapunkti öll virk í einu. Í samanburði við síðustu eldgos á svæðinu þá sé virknin mun norðar en áður. Veðurstofan hefur uppfært hættumat í ljósi nýjustu gagna og er þar meðal annars tekið tillit til þess að engin skjálftavirkni eða aflögun hafi mælst suður af Stóra-Skógfelli. Einnig er horft til þess að ekkert hraunflæði er til suðurs í átt að Grindavík. Helsta breytingin frá síðasta hættumati er sú að hættustig fyrir svæði 4, sem nær yfir Grindavík, hefur verið fært niður úr rauðu í appelsínugult til marks um minni hættu.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Margir að skoða gosið og mikil umferð Fjölmargir ferðamenn hafa gert séð ferð til að sjá eldgosið við Sundhnúksgígaröðina í dag. Á Grindavíkurvegi er hægt að leggja bílnum og í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kom fram fyrr í dag að búið væri að taka niður hámarkshraða til að tryggja öryggi. 23. ágúst 2024 15:55 Hlupu blaut úr Bláa lóninu Andrew & Ale Kenney voru í Bláa lóninu í gær þegar tilkynnt var um rýmingu vegna mögulegs eldgoss eða kvikuhlaups. Í myndböndum sem þau deildu á samfélagsmiðlinum TikTok kemur fram að þau hafi þurft að hlaupa blaut út. Á leið frá Bláa lóninu sáu þau svo eldgosið sem þá var nýhafið. 23. ágúst 2024 14:19 Ákjósanleg staðsetning á gosinu Í hádegisfréttum fjöllum við um eldgosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni í gærkvöldi en sérfræðingar eru á því að staðsetning sprungunnar sé ákjósanleg, í bili í það minnsta. 23. ágúst 2024 11:34 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira
Margir að skoða gosið og mikil umferð Fjölmargir ferðamenn hafa gert séð ferð til að sjá eldgosið við Sundhnúksgígaröðina í dag. Á Grindavíkurvegi er hægt að leggja bílnum og í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kom fram fyrr í dag að búið væri að taka niður hámarkshraða til að tryggja öryggi. 23. ágúst 2024 15:55
Hlupu blaut úr Bláa lóninu Andrew & Ale Kenney voru í Bláa lóninu í gær þegar tilkynnt var um rýmingu vegna mögulegs eldgoss eða kvikuhlaups. Í myndböndum sem þau deildu á samfélagsmiðlinum TikTok kemur fram að þau hafi þurft að hlaupa blaut út. Á leið frá Bláa lóninu sáu þau svo eldgosið sem þá var nýhafið. 23. ágúst 2024 14:19
Ákjósanleg staðsetning á gosinu Í hádegisfréttum fjöllum við um eldgosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni í gærkvöldi en sérfræðingar eru á því að staðsetning sprungunnar sé ákjósanleg, í bili í það minnsta. 23. ágúst 2024 11:34