Fara af neyðarstigi og hleypa fólki í Bláa lónið og til Grindavíkur Eiður Þór Árnason, Lovísa Arnardóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 23. ágúst 2024 17:21 Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Myndin var tekin í fyrra eldgosi. Vísir/Einar Starfsemi hefst í Bláa lóninu og hjá Northern Light Inn að öllu óbreyttu í fyrramálið. Þá verður rýmingu Grindavíkur aflétt og íbúum sem og öðrum sem eiga þangað erindi hleypt aftur inn í bæinn. Ríkislögreglustjóri hefur fært almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig. Verulega hefur dregið úr krafti gossins og hraun rennur ekki suður í átt að Grindavík. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að til standi að hverfa aftur til þess fyrirkomulags sem var við lýði áður en gosið hófst í gær. „Íbúar, Grindvíkingar og þeir sem eiga hagsmuna að gæta inn í Grindavík verður heimilt að fara inn í bæinn og það sama gildir um vísindamenn og fjölmiðlamenn sem eru með allan tilskilinn búnað til farar inn fyrir lokunarpósta,“ segir Úlfar í samtali við fréttastofu. Áfram verði lokað fyrir þá sem ekki eru taldir eiga erindi í bæinn. Mælir gegn því að fólk gisti í bænum Þróun eldgossins hefur verið hagstæð, að mati Úlfars. „Út frá okkar hagsmunum, orkuverinu og Grindavíkurbæ þá lítur þetta bara nokkuð vel út. Gosið er í ákveðinni fjarlægð frá bæði Svartsengi og Grindavíkurbæ og við erum afskaplega ánægð með það.“ Þrátt fyrir þetta sé það enn hans mat að börn og fjölskyldur eigi að forðast að gista í Grindavík við þessar aðstæður. Opnunin sé meira hugsuð fyrir fólk sem starfi í bænum. Mynd úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar sem tekin var í flugi rétt upp úr hádegi í dag og horfir yfir nyrsta hluta gossprungunnar.Almannavarnir/Björn Oddsson „Við erum að reyna að hjálpa til og því hefur verið vel tekið. Svo er bara að sjá til hvað framtíðin beri í skauti sér,“ segir Úlfar. Í tilkynningu frá lögregluembættinu segir jafnframt að lögreglustjóri mæli alls ekki með því að fólk dvelji næturlangt í bænum og lögregla geti ekki ábyrgst öryggi þeirra við núverandi aðstæður. Viðbragðsaðilar verði áfram í Grindavík og lögregla og slökkvilið sinni eftirliti líkt og verið hefur. Áfram með viðbúnað Þrátt fyrir að almannavarnarstig hafi verið fært af neyðarstigi á hættustig segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, að viðbúnaðurinn sé enn hinn sami. Hún brýnir fyrir fólki að það gjósi enn á svæðinu. „Við biðlum enn og aftur til fólks að vera ekki að fara að skoða þetta eldgos. Það er erfitt að komast að því og viðbragðsgeirinn er allur í því að reyna að vinna vinnuna sína og þetta er ekki til þess að bæta á. Fólk er að leggja út um allt og á alls konar staði sem er ekki óhætt að leggja á,“ segir Hjördís. Mikið af fólki hefur reynt að berja gosið augum í dag.vísir/vilhelm Enn gæti þurft að rýma með skömmum fyrirvara Fram kemur í tilkynningu frá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum að þéttriðið net gasmæla sé nú á starfssvæði Bláa lónsins. Þá sé veðurstöð staðsett á einni bygginu þess. Fulltrúar fyrirtækisins fundi með aðgerðastjórn og vettvangsstjórn en þar geti enn þurft að rýma með skömmum fyrirvara. Hætta á hraunflæði og gasmengun sé talin mjög mikil á svæðinu og mikil hætta á gjóskufalli. Fyrirtækin starfi sem fyrr á skilgreindu hættusvæði Veðurstofu Íslands. Umferð til og frá Bláa Lóninu og Northern Light Inn er um Grindavíkurveg en tekist hefur að koma á vegtengingu þaðan inn á bílastæði fyrirtækjanna. Nýtt hættumatskort fyrir svæðið.Veðurstofa Íslands Grindavík af rauðu Eldgosið óx jafnt og þétt fyrstu klukkustundirnar eftir að það hófst á tíunda tímanum í gær og heildarlengd gossprungunnar var um sjö kílómetrar þegar hún var sem lengst. Að sögn almannavarna var gossprungan þó ekki á neinum tímapunkti öll virk í einu. Í samanburði við síðustu eldgos á svæðinu þá sé virknin mun norðar en áður. Veðurstofan hefur uppfært hættumat í ljósi nýjustu gagna og er þar meðal annars tekið tillit til þess að engin skjálftavirkni eða aflögun hafi mælst suður af Stóra-Skógfelli. Einnig er horft til þess að ekkert hraunflæði er til suðurs í átt að Grindavík. Helsta breytingin frá síðasta hættumati er sú að hættustig fyrir svæði 4, sem nær yfir Grindavík, hefur verið fært niður úr rauðu í appelsínugult til marks um minni hættu. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Margir að skoða gosið og mikil umferð Fjölmargir ferðamenn hafa gert séð ferð til að sjá eldgosið við Sundhnúksgígaröðina í dag. Á Grindavíkurvegi er hægt að leggja bílnum og í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kom fram fyrr í dag að búið væri að taka niður hámarkshraða til að tryggja öryggi. 23. ágúst 2024 15:55 Hlupu blaut úr Bláa lóninu Andrew & Ale Kenney voru í Bláa lóninu í gær þegar tilkynnt var um rýmingu vegna mögulegs eldgoss eða kvikuhlaups. Í myndböndum sem þau deildu á samfélagsmiðlinum TikTok kemur fram að þau hafi þurft að hlaupa blaut út. Á leið frá Bláa lóninu sáu þau svo eldgosið sem þá var nýhafið. 23. ágúst 2024 14:19 Ákjósanleg staðsetning á gosinu Í hádegisfréttum fjöllum við um eldgosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni í gærkvöldi en sérfræðingar eru á því að staðsetning sprungunnar sé ákjósanleg, í bili í það minnsta. 23. ágúst 2024 11:34 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að til standi að hverfa aftur til þess fyrirkomulags sem var við lýði áður en gosið hófst í gær. „Íbúar, Grindvíkingar og þeir sem eiga hagsmuna að gæta inn í Grindavík verður heimilt að fara inn í bæinn og það sama gildir um vísindamenn og fjölmiðlamenn sem eru með allan tilskilinn búnað til farar inn fyrir lokunarpósta,“ segir Úlfar í samtali við fréttastofu. Áfram verði lokað fyrir þá sem ekki eru taldir eiga erindi í bæinn. Mælir gegn því að fólk gisti í bænum Þróun eldgossins hefur verið hagstæð, að mati Úlfars. „Út frá okkar hagsmunum, orkuverinu og Grindavíkurbæ þá lítur þetta bara nokkuð vel út. Gosið er í ákveðinni fjarlægð frá bæði Svartsengi og Grindavíkurbæ og við erum afskaplega ánægð með það.“ Þrátt fyrir þetta sé það enn hans mat að börn og fjölskyldur eigi að forðast að gista í Grindavík við þessar aðstæður. Opnunin sé meira hugsuð fyrir fólk sem starfi í bænum. Mynd úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar sem tekin var í flugi rétt upp úr hádegi í dag og horfir yfir nyrsta hluta gossprungunnar.Almannavarnir/Björn Oddsson „Við erum að reyna að hjálpa til og því hefur verið vel tekið. Svo er bara að sjá til hvað framtíðin beri í skauti sér,“ segir Úlfar. Í tilkynningu frá lögregluembættinu segir jafnframt að lögreglustjóri mæli alls ekki með því að fólk dvelji næturlangt í bænum og lögregla geti ekki ábyrgst öryggi þeirra við núverandi aðstæður. Viðbragðsaðilar verði áfram í Grindavík og lögregla og slökkvilið sinni eftirliti líkt og verið hefur. Áfram með viðbúnað Þrátt fyrir að almannavarnarstig hafi verið fært af neyðarstigi á hættustig segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, að viðbúnaðurinn sé enn hinn sami. Hún brýnir fyrir fólki að það gjósi enn á svæðinu. „Við biðlum enn og aftur til fólks að vera ekki að fara að skoða þetta eldgos. Það er erfitt að komast að því og viðbragðsgeirinn er allur í því að reyna að vinna vinnuna sína og þetta er ekki til þess að bæta á. Fólk er að leggja út um allt og á alls konar staði sem er ekki óhætt að leggja á,“ segir Hjördís. Mikið af fólki hefur reynt að berja gosið augum í dag.vísir/vilhelm Enn gæti þurft að rýma með skömmum fyrirvara Fram kemur í tilkynningu frá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum að þéttriðið net gasmæla sé nú á starfssvæði Bláa lónsins. Þá sé veðurstöð staðsett á einni bygginu þess. Fulltrúar fyrirtækisins fundi með aðgerðastjórn og vettvangsstjórn en þar geti enn þurft að rýma með skömmum fyrirvara. Hætta á hraunflæði og gasmengun sé talin mjög mikil á svæðinu og mikil hætta á gjóskufalli. Fyrirtækin starfi sem fyrr á skilgreindu hættusvæði Veðurstofu Íslands. Umferð til og frá Bláa Lóninu og Northern Light Inn er um Grindavíkurveg en tekist hefur að koma á vegtengingu þaðan inn á bílastæði fyrirtækjanna. Nýtt hættumatskort fyrir svæðið.Veðurstofa Íslands Grindavík af rauðu Eldgosið óx jafnt og þétt fyrstu klukkustundirnar eftir að það hófst á tíunda tímanum í gær og heildarlengd gossprungunnar var um sjö kílómetrar þegar hún var sem lengst. Að sögn almannavarna var gossprungan þó ekki á neinum tímapunkti öll virk í einu. Í samanburði við síðustu eldgos á svæðinu þá sé virknin mun norðar en áður. Veðurstofan hefur uppfært hættumat í ljósi nýjustu gagna og er þar meðal annars tekið tillit til þess að engin skjálftavirkni eða aflögun hafi mælst suður af Stóra-Skógfelli. Einnig er horft til þess að ekkert hraunflæði er til suðurs í átt að Grindavík. Helsta breytingin frá síðasta hættumati er sú að hættustig fyrir svæði 4, sem nær yfir Grindavík, hefur verið fært niður úr rauðu í appelsínugult til marks um minni hættu.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Margir að skoða gosið og mikil umferð Fjölmargir ferðamenn hafa gert séð ferð til að sjá eldgosið við Sundhnúksgígaröðina í dag. Á Grindavíkurvegi er hægt að leggja bílnum og í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kom fram fyrr í dag að búið væri að taka niður hámarkshraða til að tryggja öryggi. 23. ágúst 2024 15:55 Hlupu blaut úr Bláa lóninu Andrew & Ale Kenney voru í Bláa lóninu í gær þegar tilkynnt var um rýmingu vegna mögulegs eldgoss eða kvikuhlaups. Í myndböndum sem þau deildu á samfélagsmiðlinum TikTok kemur fram að þau hafi þurft að hlaupa blaut út. Á leið frá Bláa lóninu sáu þau svo eldgosið sem þá var nýhafið. 23. ágúst 2024 14:19 Ákjósanleg staðsetning á gosinu Í hádegisfréttum fjöllum við um eldgosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni í gærkvöldi en sérfræðingar eru á því að staðsetning sprungunnar sé ákjósanleg, í bili í það minnsta. 23. ágúst 2024 11:34 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Margir að skoða gosið og mikil umferð Fjölmargir ferðamenn hafa gert séð ferð til að sjá eldgosið við Sundhnúksgígaröðina í dag. Á Grindavíkurvegi er hægt að leggja bílnum og í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kom fram fyrr í dag að búið væri að taka niður hámarkshraða til að tryggja öryggi. 23. ágúst 2024 15:55
Hlupu blaut úr Bláa lóninu Andrew & Ale Kenney voru í Bláa lóninu í gær þegar tilkynnt var um rýmingu vegna mögulegs eldgoss eða kvikuhlaups. Í myndböndum sem þau deildu á samfélagsmiðlinum TikTok kemur fram að þau hafi þurft að hlaupa blaut út. Á leið frá Bláa lóninu sáu þau svo eldgosið sem þá var nýhafið. 23. ágúst 2024 14:19
Ákjósanleg staðsetning á gosinu Í hádegisfréttum fjöllum við um eldgosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni í gærkvöldi en sérfræðingar eru á því að staðsetning sprungunnar sé ákjósanleg, í bili í það minnsta. 23. ágúst 2024 11:34