Forsætisráðherra segir sátt ríkja um samgöngusáttmála Heimir Már Pétursson skrifar 21. ágúst 2024 19:20 Skrifað var undir uppfærðan samgöngusáttmála ríkis og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í Salnum í Kópavogi í dag. Vísir/HMP Heildarkostnaður ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu við uppfærða samgönguáætlun er áætlaður 311 milljarðar króna en ávinningur af framkvæmdunum er talinn verða rúmir ellefu hundruð milljarðar. Ríkið mun koma að rekstri almenningssamgangna. Fulltrúar ríkisins og sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu skrifuðu undir uppfærða samgönguáætlun í Salnum í Kópavogi í dag, Borgarlína hefur fengið mesta almenna umræðu en sáttmálinn nær einnig til mjög margra stórra samgönguverkefna. Sæbraut verður lögð í stokk, jarðgöng verða grafin undir Miklubraut frá Skeifunni að Landspítalanum og einnig undir hluta Kringlumýrarbrautar. Arnarnesvegur og fjölmörg mislæg gatnamót heyra til verkefnisins sem og hundað kílómetrar af hjóla- og göngustígum. Ríkið mun fjármagna 87,5 prósent framkvæmdanna og sveitarfélögin 12,5 prósent, sem þýðir að áætlaður kostnaður ríkisins á framkvæmdatímanum er 272 milljarðar. Þrátt fyrir gagnrýnisraddir telur Bjarni Benediktsson forsætisráðherra almenna sátt ríkja um þá sýn sem felist í verkefninu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir mikilvægt að ríkið og sveitarfélögin sex hafi sameiginlega sýn á hvernig bæta beri samgöngur á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/HMP „Um mikilvægi þess að við sköpum hér samkeppnishæft höfuðborgarsvæði. Að við munum ekki leysa úr samgönguáskorununum nema með öflugum almenningssamgöngum og sterku göngu- og hjólreiðastígakerfi ásamt með mikilvægum stofnvegaframkvæmdum. Það er til dæmis enginn ágreiningur um neinar af þessum helstu stofnvegaframkvæmdum,“ segir Bjarni. Eðlilega komi síðan upp ólík sjónarmið þegar komi að skipulagsmálum sem leyst verði úr í tímans rás. Samningurinn var undirritaður með fyrirvara um samþykkt Alþingis og sveitarfélaganna sex, sem eru Reykjavík, Kópavogur, Hafnarförður, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnes. Við uppfærsluna var framkvæmdatíminn lengdur um sjö ár og nú er áætlað er að þessu risaverkefni verði lokið árið 2040. Af 311 milljörðum fara 42 prósent í stofnvegi, önnur 42 prósent í Borgarlínu, 13 prósent í hjóla- og göngustíga og 3 prósent í umferðarstýringu, flæði og öryggi. Forsætisráðherra, fjármálaráðherra, innviðaráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórar fimm annarra sveitarfélaga mættu við athöfnina í Salnum í dag.Vísir/HMP Þegar er búið að ljúka hluta stofnvegaframkvæmda og hjólastíga. Borgarlínan verður síðan tekin í notkun í sex lotum og stöðugt verður unnið að hjóla- og göngustígum og umferðarstýring kemur brátt til framkvæmda. „Mikilvægast er að við höfum þessa sýn. Hún snýst um það að bæta lífsgæði fólks á höfuðborgarsvæðinu. Fara í mikilvæga og nauðsynlega innviðafjárfestingu og allir útreikningar sýna að það mun verða a því mjög mikill ábati fyrir samfélagið í heild sinni,“ segir forsætisráðherra. Það er nýtt að ríkið komi að framtíðarrekstri almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. „Við einfaldlega komumst að þeirri niðurstöðu eftir að hafa lagst yfir þetta að þetta er slík gjörbreyting á almenningssamgangnakerfinu með þessari stórauknu tíðni og miklu þéttriðnara neti, að sveitarfélögin myndu þurfa meiri stuðning en þau hafa haft til þess rekstrar. Ríkið axlar þá ábyrgð á þriðjungi þess kostnaðar,“ segir Bjarni Benediktsson. Viðtalið við Bjarna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Borgarlína Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samgöngur Alþingi Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Borgarlína í grunninn bara betri strætó Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir að verið sé að mæta væntingum íbúa um greiðari samgöngur fyrir alla með nýjum samgöngusáttmála. Hann segir að höfuðborgarsvæðið sé í bullandi samkeppni við borgir um heim allan um fólk, og tryggja þurfi samkeppnishæfni svæðisins. Einnig sé Borgarlína í grunninn bara strætó. 21. ágúst 2024 17:09 Samgöngusáttmálinn taki á mikilli innviðaskuld við höfuðborgarsvæðið Uppfærður samgöngusáttmáli fyrir höfuðborgarsvæðið verður kynntur opinberlega á morgun. Innviðaráðherra segir algera samstöðu ríkja um sáttmálann innan ríkisstjórnarinnar og kannast ekki við að kostnaður við hann hafi tvöfaldast, eins og sumir hafi fullyrt en umfang sáttmálans hafi aukist. 20. ágúst 2024 13:18 „Alvarlega vanfjármögnuð“ í viðhaldinu Forstjóri Vegagerðarinnar segir stofnunina alvarlega vanfjármagnaða þegar það kemur að viðhaldi vega. Ósamþykkt samgönguáætlun setur sömuleiðis strik í reikninginn. 21. júlí 2024 15:07 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Sjá meira
Fulltrúar ríkisins og sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu skrifuðu undir uppfærða samgönguáætlun í Salnum í Kópavogi í dag, Borgarlína hefur fengið mesta almenna umræðu en sáttmálinn nær einnig til mjög margra stórra samgönguverkefna. Sæbraut verður lögð í stokk, jarðgöng verða grafin undir Miklubraut frá Skeifunni að Landspítalanum og einnig undir hluta Kringlumýrarbrautar. Arnarnesvegur og fjölmörg mislæg gatnamót heyra til verkefnisins sem og hundað kílómetrar af hjóla- og göngustígum. Ríkið mun fjármagna 87,5 prósent framkvæmdanna og sveitarfélögin 12,5 prósent, sem þýðir að áætlaður kostnaður ríkisins á framkvæmdatímanum er 272 milljarðar. Þrátt fyrir gagnrýnisraddir telur Bjarni Benediktsson forsætisráðherra almenna sátt ríkja um þá sýn sem felist í verkefninu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir mikilvægt að ríkið og sveitarfélögin sex hafi sameiginlega sýn á hvernig bæta beri samgöngur á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/HMP „Um mikilvægi þess að við sköpum hér samkeppnishæft höfuðborgarsvæði. Að við munum ekki leysa úr samgönguáskorununum nema með öflugum almenningssamgöngum og sterku göngu- og hjólreiðastígakerfi ásamt með mikilvægum stofnvegaframkvæmdum. Það er til dæmis enginn ágreiningur um neinar af þessum helstu stofnvegaframkvæmdum,“ segir Bjarni. Eðlilega komi síðan upp ólík sjónarmið þegar komi að skipulagsmálum sem leyst verði úr í tímans rás. Samningurinn var undirritaður með fyrirvara um samþykkt Alþingis og sveitarfélaganna sex, sem eru Reykjavík, Kópavogur, Hafnarförður, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnes. Við uppfærsluna var framkvæmdatíminn lengdur um sjö ár og nú er áætlað er að þessu risaverkefni verði lokið árið 2040. Af 311 milljörðum fara 42 prósent í stofnvegi, önnur 42 prósent í Borgarlínu, 13 prósent í hjóla- og göngustíga og 3 prósent í umferðarstýringu, flæði og öryggi. Forsætisráðherra, fjármálaráðherra, innviðaráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórar fimm annarra sveitarfélaga mættu við athöfnina í Salnum í dag.Vísir/HMP Þegar er búið að ljúka hluta stofnvegaframkvæmda og hjólastíga. Borgarlínan verður síðan tekin í notkun í sex lotum og stöðugt verður unnið að hjóla- og göngustígum og umferðarstýring kemur brátt til framkvæmda. „Mikilvægast er að við höfum þessa sýn. Hún snýst um það að bæta lífsgæði fólks á höfuðborgarsvæðinu. Fara í mikilvæga og nauðsynlega innviðafjárfestingu og allir útreikningar sýna að það mun verða a því mjög mikill ábati fyrir samfélagið í heild sinni,“ segir forsætisráðherra. Það er nýtt að ríkið komi að framtíðarrekstri almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. „Við einfaldlega komumst að þeirri niðurstöðu eftir að hafa lagst yfir þetta að þetta er slík gjörbreyting á almenningssamgangnakerfinu með þessari stórauknu tíðni og miklu þéttriðnara neti, að sveitarfélögin myndu þurfa meiri stuðning en þau hafa haft til þess rekstrar. Ríkið axlar þá ábyrgð á þriðjungi þess kostnaðar,“ segir Bjarni Benediktsson. Viðtalið við Bjarna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Borgarlína Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samgöngur Alþingi Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Borgarlína í grunninn bara betri strætó Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir að verið sé að mæta væntingum íbúa um greiðari samgöngur fyrir alla með nýjum samgöngusáttmála. Hann segir að höfuðborgarsvæðið sé í bullandi samkeppni við borgir um heim allan um fólk, og tryggja þurfi samkeppnishæfni svæðisins. Einnig sé Borgarlína í grunninn bara strætó. 21. ágúst 2024 17:09 Samgöngusáttmálinn taki á mikilli innviðaskuld við höfuðborgarsvæðið Uppfærður samgöngusáttmáli fyrir höfuðborgarsvæðið verður kynntur opinberlega á morgun. Innviðaráðherra segir algera samstöðu ríkja um sáttmálann innan ríkisstjórnarinnar og kannast ekki við að kostnaður við hann hafi tvöfaldast, eins og sumir hafi fullyrt en umfang sáttmálans hafi aukist. 20. ágúst 2024 13:18 „Alvarlega vanfjármögnuð“ í viðhaldinu Forstjóri Vegagerðarinnar segir stofnunina alvarlega vanfjármagnaða þegar það kemur að viðhaldi vega. Ósamþykkt samgönguáætlun setur sömuleiðis strik í reikninginn. 21. júlí 2024 15:07 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Sjá meira
Borgarlína í grunninn bara betri strætó Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir að verið sé að mæta væntingum íbúa um greiðari samgöngur fyrir alla með nýjum samgöngusáttmála. Hann segir að höfuðborgarsvæðið sé í bullandi samkeppni við borgir um heim allan um fólk, og tryggja þurfi samkeppnishæfni svæðisins. Einnig sé Borgarlína í grunninn bara strætó. 21. ágúst 2024 17:09
Samgöngusáttmálinn taki á mikilli innviðaskuld við höfuðborgarsvæðið Uppfærður samgöngusáttmáli fyrir höfuðborgarsvæðið verður kynntur opinberlega á morgun. Innviðaráðherra segir algera samstöðu ríkja um sáttmálann innan ríkisstjórnarinnar og kannast ekki við að kostnaður við hann hafi tvöfaldast, eins og sumir hafi fullyrt en umfang sáttmálans hafi aukist. 20. ágúst 2024 13:18
„Alvarlega vanfjármögnuð“ í viðhaldinu Forstjóri Vegagerðarinnar segir stofnunina alvarlega vanfjármagnaða þegar það kemur að viðhaldi vega. Ósamþykkt samgönguáætlun setur sömuleiðis strik í reikninginn. 21. júlí 2024 15:07