Borgarlína í grunninn bara betri strætó Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. ágúst 2024 17:09 Einar Þorsteinsson borgarstjóri. Vísir/Arnar Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir að verið sé að mæta væntingum íbúa um greiðari samgöngur fyrir alla með nýjum samgöngusáttmála. Hann segir að höfuðborgarsvæðið sé í bullandi samkeppni við borgir um heim allan um fólk, og tryggja þurfi samkeppnishæfni svæðisins. Einnig sé Borgarlína í grunninn bara strætó. „Mig langar að taka undir með þeim sem hafa minnt á það að þetta er samgöngusáttmáli. Við þekkjum það öll að umræðan um þetta stóra innviðafjárfestingarverkefni fer í allar áttir og það er kannski fátt sem er rifist jafnmikið um á kaffistofunum og blöðunum,“ segir Einar. Hann segir að samgöngusáttmálinn mæti ólíkum þörfum fólks. Sumir þurfi bíl, sumir tvo bíla og aðrir ekki. „Það er verið að mæta væntingum íbúa um greiðari samgöngur fyrir okkur öll, hvort sem við þurfum að nota fjölskyldubílinn eða strætó,“ segir Einar. Borgarlína bara strætó í grunninn Einar segir að með sáttmálanum sé verið að gera strætó betri. „Við köllum hana Borgarlínu, það er gott orð, en í grunninn er þetta bara betri strætó með tíðari ferðum og betri þjónustu. Við kjörnir fulltrúar erum bara í vinnunni við það að tryggja góða þjónustu.“ „Fólk gerir kröfur, það gerir kröfur um það að sitja ekki fast í umferðinni, gerir kröfur um það að geta nýtt sér grænar lausnir í samgöngum, hjólastíga, almenningssamgöngur eða fara gangandi,“ segir Einar. Sáttmálinn sé blanda af þessu öllu. Vita af óánægju með strætó „Við vitum að það er óánægja með það, að stundum gengur þetta ekki nógu vel hjá strætó, en það er verið að mæta því með öflugri innkomu ríkisins inn í rekstur almenningssamgangna,“ segir Einar, og kveðst mjög þakklátur fyrir það. Hann segir að stærstu pólitísku tíðindin í dag séu að það sé verið að innsigla þá sýn sem sett var fram árið 2019, að á höfuðborgarsvæðinu væri ein samgöngustefna. „Við erum að ganga í takt og það skiptir gríðarlegu máli. Ef við göngum ekki í takt náum við engum árangri. Þetta er gleðidagur, og ég hlakka til að sjá samgöngusáttmálann rætast og koma til framkvæmda,“ segir Einar. Samgöngur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Sjá meira
„Mig langar að taka undir með þeim sem hafa minnt á það að þetta er samgöngusáttmáli. Við þekkjum það öll að umræðan um þetta stóra innviðafjárfestingarverkefni fer í allar áttir og það er kannski fátt sem er rifist jafnmikið um á kaffistofunum og blöðunum,“ segir Einar. Hann segir að samgöngusáttmálinn mæti ólíkum þörfum fólks. Sumir þurfi bíl, sumir tvo bíla og aðrir ekki. „Það er verið að mæta væntingum íbúa um greiðari samgöngur fyrir okkur öll, hvort sem við þurfum að nota fjölskyldubílinn eða strætó,“ segir Einar. Borgarlína bara strætó í grunninn Einar segir að með sáttmálanum sé verið að gera strætó betri. „Við köllum hana Borgarlínu, það er gott orð, en í grunninn er þetta bara betri strætó með tíðari ferðum og betri þjónustu. Við kjörnir fulltrúar erum bara í vinnunni við það að tryggja góða þjónustu.“ „Fólk gerir kröfur, það gerir kröfur um það að sitja ekki fast í umferðinni, gerir kröfur um það að geta nýtt sér grænar lausnir í samgöngum, hjólastíga, almenningssamgöngur eða fara gangandi,“ segir Einar. Sáttmálinn sé blanda af þessu öllu. Vita af óánægju með strætó „Við vitum að það er óánægja með það, að stundum gengur þetta ekki nógu vel hjá strætó, en það er verið að mæta því með öflugri innkomu ríkisins inn í rekstur almenningssamgangna,“ segir Einar, og kveðst mjög þakklátur fyrir það. Hann segir að stærstu pólitísku tíðindin í dag séu að það sé verið að innsigla þá sýn sem sett var fram árið 2019, að á höfuðborgarsvæðinu væri ein samgöngustefna. „Við erum að ganga í takt og það skiptir gríðarlegu máli. Ef við göngum ekki í takt náum við engum árangri. Þetta er gleðidagur, og ég hlakka til að sjá samgöngusáttmálann rætast og koma til framkvæmda,“ segir Einar.
Samgöngur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Sjá meira