Ekkert ólöglegt né óalgengt við uppsafnað orlof Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. ágúst 2024 23:05 Lára V. Júlíusdóttir lögmaður segir lög um orlof kveða á um lágmarksrétt en ekki ógilda rýmra samkomulag milli atvinnuveitanda og launþega. Vísir/Arnar Lára V. Júlíusdóttir segir það vera samningsatriði á milli vinnuveitanda og launafólks hvað það getur tekið út ónotað orlof langt aftur í tímann. Það sé hvorki ólöglegt né óalgengt að orlof stjórnenda safnist upp þó svo að tilgangur laganna sé að tryggja launafólki frí. Mikla athygli vakti fyrr í mánuðinum þegar í ljós kom að Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, hefði fengið tíu milljóna greiðslu vegna uppsafnaðs orlofs. Dagur kvaðst aldrei hafa getað tekið fullt sumarfrí og að það hafi safnast upp með árunum en að sömu reglur giltu um hann og aðra starfsmenn borgarinnar. Lára segir að lög um orlof kveði á um lágmarksorlof og að samkomulag milli atvinnurekanda og launþega hvort sem það er í ráðningarsamningi eða að samkomulagið sé þegjandi trompi lögin í hvívetna. „Það þýðir það að samningur um minni rétt til handa launþegum er ógildur en það er hverjum sem er heimilt að semja um betri rétt en orlofslögin kveða á um. Þetta eru lágmarkskjör,“ segir hún í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Eftir samkomulagi Almennt sé gengið út frá því að orlofið sé gert upp innan orlofsársins en allur gangur sé þó á því. Stundum geti launþegar ekki tekið orlofið sitt út af einhverjum ástæðum og þá brenni það inni með það hafi þeir ekki gert samkomulag við atvinnuveitanda sinn. „Ef atvinnurekandi getur ekki séð af fólkinu sínu í sumarfrí þá er samkomulag annað hvort inni í ráðningasamningi eða einhvers konar þegjandi smakomulag um það að þetta orlof safnist þá saman og sé greitt út við starfslok,“ segir hún. „Það er ekkert óalgengt að fólk, sérstaklega stjórnendur eða millistjórnendur, sem eru í þannig störfum að það er ekki auðveld fyrir þá að komast frá í sumarfrí eða frí á árinu að það sé gengið út frá því að þeir eigi inni orlof þar til síðar. Það er ekkert óalgengt að það sé verið að gera upp orlof fyrir einhver ár aftur í tímann,“ segir Lára. Tilgangurinn sé að tryggja hvíld Jafnframt segir hún að hún geri sér ekki grein fyrir því hversu mikið af uppsöfnuðu orlofi fyrrverandi borgarstjóra sé eins gamalt og umræðan hefur gefið til kynna. Um sé að ræða einhverja 60 daga af ógreiddu orlofi sem nemi ekki nema tveggja ára virði af orlofi samkvæmt kjarasamningum borgarinnar. Hún segir tilgang laganna að tryggja launþegum nauðsynlega hvíld en að það sé hvorki ólöglegt né óalgengt að launþegar í stjórnunarstöðum eigi orlof inni, jafnvel yfir margra ára tímabil. „Það segir í lögunum að framsal orlofslauna og flutningur á milli orlofsára sé óheimilt. Það er gert ráð fyrir því að atvinnurekandi sjái til þess að starfsmaðurinn geti farið í orlof. Tilgangur orlofslaganna er náttúrlega sá að fólk taki sér frí á hverju ári. Að það vinni ekki í fimm, sex ár og taki sér svo frí eða fái orlof sitt þá uppgert. Tilgangur orlofslaganna er þessi hvíld sem talið er að launafólk þurfi nauðsynlega á að halda,“ segir hún. „Hins vegar er það ekkert óalgengt að fólk hafi óuppgert orlof sem nemur kannski 45, 60 dögum. Það er alls ekkert óalgengt í svona uppgjöri við starfslok,“ bætir Lára við. Borgarstjórn Reykjavík Kjaramál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Mikla athygli vakti fyrr í mánuðinum þegar í ljós kom að Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, hefði fengið tíu milljóna greiðslu vegna uppsafnaðs orlofs. Dagur kvaðst aldrei hafa getað tekið fullt sumarfrí og að það hafi safnast upp með árunum en að sömu reglur giltu um hann og aðra starfsmenn borgarinnar. Lára segir að lög um orlof kveði á um lágmarksorlof og að samkomulag milli atvinnurekanda og launþega hvort sem það er í ráðningarsamningi eða að samkomulagið sé þegjandi trompi lögin í hvívetna. „Það þýðir það að samningur um minni rétt til handa launþegum er ógildur en það er hverjum sem er heimilt að semja um betri rétt en orlofslögin kveða á um. Þetta eru lágmarkskjör,“ segir hún í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Eftir samkomulagi Almennt sé gengið út frá því að orlofið sé gert upp innan orlofsársins en allur gangur sé þó á því. Stundum geti launþegar ekki tekið orlofið sitt út af einhverjum ástæðum og þá brenni það inni með það hafi þeir ekki gert samkomulag við atvinnuveitanda sinn. „Ef atvinnurekandi getur ekki séð af fólkinu sínu í sumarfrí þá er samkomulag annað hvort inni í ráðningasamningi eða einhvers konar þegjandi smakomulag um það að þetta orlof safnist þá saman og sé greitt út við starfslok,“ segir hún. „Það er ekkert óalgengt að fólk, sérstaklega stjórnendur eða millistjórnendur, sem eru í þannig störfum að það er ekki auðveld fyrir þá að komast frá í sumarfrí eða frí á árinu að það sé gengið út frá því að þeir eigi inni orlof þar til síðar. Það er ekkert óalgengt að það sé verið að gera upp orlof fyrir einhver ár aftur í tímann,“ segir Lára. Tilgangurinn sé að tryggja hvíld Jafnframt segir hún að hún geri sér ekki grein fyrir því hversu mikið af uppsöfnuðu orlofi fyrrverandi borgarstjóra sé eins gamalt og umræðan hefur gefið til kynna. Um sé að ræða einhverja 60 daga af ógreiddu orlofi sem nemi ekki nema tveggja ára virði af orlofi samkvæmt kjarasamningum borgarinnar. Hún segir tilgang laganna að tryggja launþegum nauðsynlega hvíld en að það sé hvorki ólöglegt né óalgengt að launþegar í stjórnunarstöðum eigi orlof inni, jafnvel yfir margra ára tímabil. „Það segir í lögunum að framsal orlofslauna og flutningur á milli orlofsára sé óheimilt. Það er gert ráð fyrir því að atvinnurekandi sjái til þess að starfsmaðurinn geti farið í orlof. Tilgangur orlofslaganna er náttúrlega sá að fólk taki sér frí á hverju ári. Að það vinni ekki í fimm, sex ár og taki sér svo frí eða fái orlof sitt þá uppgert. Tilgangur orlofslaganna er þessi hvíld sem talið er að launafólk þurfi nauðsynlega á að halda,“ segir hún. „Hins vegar er það ekkert óalgengt að fólk hafi óuppgert orlof sem nemur kannski 45, 60 dögum. Það er alls ekkert óalgengt í svona uppgjöri við starfslok,“ bætir Lára við.
Borgarstjórn Reykjavík Kjaramál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira