„Ég gaf ykkur mitt besta“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. ágúst 2024 07:05 „Ég elska starfið en ég elska landið mitt meira“ sagði Joe Biden um ákvörðun sína um að stíga til hliðar. Getty/Andrew Harnik „Ég gerði mörg mistök á ferli mínum en ég gaf ykkur mitt besta,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann steig á svið á landsþingi Demókrataflokksins í gærkvöldi. Landsþingið hófst í gær og meðal ræðumanna voru Hillary Clinton, Alexandria Ocasio-Cortez og þrjár konur sem töluðu um reynslu sína af því að búa í ríkjum þar sem þrengt hefur verið að rétti kvenna til þungunarrofs. „Í 50 ár hef ég, líkt og mörg ykkar, gefið þjóðinni hjarta mitt og sál og hef í staðinn verið blessaður milljón sinnum með stuðningi Bandaríkjamanna,“ sagði Biden. Forsetinn, sem dró sig í hlé í kosningabaráttunni og vék fyrir Kamölu Harris, lofaði varaforsetann sinn og sagði það bestu ákvörðun ferils síns að hafa valið hana með sér árið 2020. Þegar viðstaddir hrópuðu „Þakka þér Joe“ þá svaraði hann með „Þakka þér Kamala“. „Ég vona að þið vitið hversu þakklátur ég er ykkur öllum,“ sagði Biden. „Við heiður minn sem Biden þá get ég sagt í fullri hreinskilni að ég er bjartsýnni varðandi framtíðina en þegar ég var kjörinn 29 ára öldungadeildarþingmaður.“ Forsetinn skaut á Donald Trump, sem hefur ítrekað sakað Biden og Harris um að stuðla að auknum glæpum, og sagði glæpum myndu fækka þegar Bandaríkjamenn kysu saksóknara í Hvíta húsið í stað glæpamanns. Þá sagði Biden Trump hafa rangt fyrir sér þegar hann talaði um að Bandaríkjunum hefði hnignað; það væri Trump sem væri „taparinn“. „Hinum megin við glerþakið stendur Kamala Harris“ Þúsundir söfnuðust saman við ráðstefnumiðstöðina þar sem landsþingið fer fram til að mótmæla aðgerðum Ísraelsmanna á Gasa. Þá drógu mótmælendur inni fram borða undir ræðu Biden sem á stóð „Hættið að vopna Ísrael!“ Forsetinn vék að ástandinu í ræðu sinni og sagði mótmælendur hafa nokkuð til síns máls; mikið af saklausu fólki hefði látist. Unnið væri að því hörðum höndum að forða frekari átökum og ná fram vopnahléi. Það má segja að þema gærdagsins hafi verið kveðja og þakkir til Joe Biden, sem situr þó áfram í Hvíta húsinu fram yfir kosningar.Getty/Kevin Dietsch Það kom nokkuð á óvart að Kamala Harris steig á svið í gær en ræða hennar er ekki á dagskrá fyrr en á fimmtudagskvöld. Virtist hún vilja þakka Biden fyrir sig og ku hafa sagt „Ég elska þig“ þegar þau föðmuðust á sviðinu. Hillary Clinton, sem upplifði mikið áfall þegar hún beið óvænt ósigur fyrir Donald Trump í forsetakosningunum árið 2016, sagðist vænta mikils frá Harris. „Ég sé frelsið til að horfa í augu barna okkar og segja: Í Bandaríkjunum getur þú farið eins langt og vinnusemi og hæfileikar þínir bera þig, og meinað það. Og vitið þið hvað? Hinum megið við glerþakið stendur Kamala Harris, með höndina á lofti og að sverja eið sem 47. forseti landsins. Því þegar vegtálmar falla fyrir eitt okkar þá falla þeir fyrir okkur öll,“ sagði Clinton. Hún skaut föstum skotum á Trump og sagði hann hafa sofnað við eigin réttarhöld og vaknað við það að vera fyrsta manneskjan til að keppast um að komast í Hvíta húsið með alvarlega dóma á bakinu. We love you, Joe. https://t.co/Gslgi6uaZx— Kamala Harris (@KamalaHarris) August 20, 2024 „Bandaríkin standa frammi fyrir fágætu og dýrmætu tækifæri í Kamölu Harris,“ sagði Alexandra Ocasio-Cortez. „Við eigum möguleika á því að kjósa forseta sem styður millistéttina, því hún tilheyrir millistéttinni. Hún skilur mikilvægi leigugreiðslna og peninga fyrir matvöru og lyfjum.“ Ocasio-Cortez sagði Harris stuðningsmann réttinda kvenna og svartra og að hún væri staðráðin í því að vinna að friði á Gasa. Landsþingið heldur áfram í dag en hápunktur kvöldsins verður ræða Barack Obama, fyrrverandi forseta. Bandaríkin Forsetakosningar 2024 Joe Biden Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira
Landsþingið hófst í gær og meðal ræðumanna voru Hillary Clinton, Alexandria Ocasio-Cortez og þrjár konur sem töluðu um reynslu sína af því að búa í ríkjum þar sem þrengt hefur verið að rétti kvenna til þungunarrofs. „Í 50 ár hef ég, líkt og mörg ykkar, gefið þjóðinni hjarta mitt og sál og hef í staðinn verið blessaður milljón sinnum með stuðningi Bandaríkjamanna,“ sagði Biden. Forsetinn, sem dró sig í hlé í kosningabaráttunni og vék fyrir Kamölu Harris, lofaði varaforsetann sinn og sagði það bestu ákvörðun ferils síns að hafa valið hana með sér árið 2020. Þegar viðstaddir hrópuðu „Þakka þér Joe“ þá svaraði hann með „Þakka þér Kamala“. „Ég vona að þið vitið hversu þakklátur ég er ykkur öllum,“ sagði Biden. „Við heiður minn sem Biden þá get ég sagt í fullri hreinskilni að ég er bjartsýnni varðandi framtíðina en þegar ég var kjörinn 29 ára öldungadeildarþingmaður.“ Forsetinn skaut á Donald Trump, sem hefur ítrekað sakað Biden og Harris um að stuðla að auknum glæpum, og sagði glæpum myndu fækka þegar Bandaríkjamenn kysu saksóknara í Hvíta húsið í stað glæpamanns. Þá sagði Biden Trump hafa rangt fyrir sér þegar hann talaði um að Bandaríkjunum hefði hnignað; það væri Trump sem væri „taparinn“. „Hinum megin við glerþakið stendur Kamala Harris“ Þúsundir söfnuðust saman við ráðstefnumiðstöðina þar sem landsþingið fer fram til að mótmæla aðgerðum Ísraelsmanna á Gasa. Þá drógu mótmælendur inni fram borða undir ræðu Biden sem á stóð „Hættið að vopna Ísrael!“ Forsetinn vék að ástandinu í ræðu sinni og sagði mótmælendur hafa nokkuð til síns máls; mikið af saklausu fólki hefði látist. Unnið væri að því hörðum höndum að forða frekari átökum og ná fram vopnahléi. Það má segja að þema gærdagsins hafi verið kveðja og þakkir til Joe Biden, sem situr þó áfram í Hvíta húsinu fram yfir kosningar.Getty/Kevin Dietsch Það kom nokkuð á óvart að Kamala Harris steig á svið í gær en ræða hennar er ekki á dagskrá fyrr en á fimmtudagskvöld. Virtist hún vilja þakka Biden fyrir sig og ku hafa sagt „Ég elska þig“ þegar þau föðmuðust á sviðinu. Hillary Clinton, sem upplifði mikið áfall þegar hún beið óvænt ósigur fyrir Donald Trump í forsetakosningunum árið 2016, sagðist vænta mikils frá Harris. „Ég sé frelsið til að horfa í augu barna okkar og segja: Í Bandaríkjunum getur þú farið eins langt og vinnusemi og hæfileikar þínir bera þig, og meinað það. Og vitið þið hvað? Hinum megið við glerþakið stendur Kamala Harris, með höndina á lofti og að sverja eið sem 47. forseti landsins. Því þegar vegtálmar falla fyrir eitt okkar þá falla þeir fyrir okkur öll,“ sagði Clinton. Hún skaut föstum skotum á Trump og sagði hann hafa sofnað við eigin réttarhöld og vaknað við það að vera fyrsta manneskjan til að keppast um að komast í Hvíta húsið með alvarlega dóma á bakinu. We love you, Joe. https://t.co/Gslgi6uaZx— Kamala Harris (@KamalaHarris) August 20, 2024 „Bandaríkin standa frammi fyrir fágætu og dýrmætu tækifæri í Kamölu Harris,“ sagði Alexandra Ocasio-Cortez. „Við eigum möguleika á því að kjósa forseta sem styður millistéttina, því hún tilheyrir millistéttinni. Hún skilur mikilvægi leigugreiðslna og peninga fyrir matvöru og lyfjum.“ Ocasio-Cortez sagði Harris stuðningsmann réttinda kvenna og svartra og að hún væri staðráðin í því að vinna að friði á Gasa. Landsþingið heldur áfram í dag en hápunktur kvöldsins verður ræða Barack Obama, fyrrverandi forseta.
Bandaríkin Forsetakosningar 2024 Joe Biden Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira