Vill neyðarlög verði stýrivextir ekki lækkaðir Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. ágúst 2024 22:24 Ásthildur Lóa Þórsdóttir er þingmaður Flokks Fólksins Vísir/Vilhelm „Ég tel bara að ef vextir eiga að haldast óbreyttir, þá þurfi hreinlega að setja neyðarlög. Ég er bara komin þangað.“ Þetta segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður hagsmunasamtaka Heimilanna, þingmaður Flokks Fólksins og nefndarmaður í efnahags og viðskiptanefnd Alþingis. Ásthildur segir að róðurinn muni þyngjast á næstunni hjá stórum hópi fólks, sem hefur verið með fasta vexti síðastliðin þrjú ár. „Já þau munu fá á sig högg, og það er mikið talað um þessa snjóhengju. En það má heldur ekki gleyma því að um 30 prósent þjóðarinnar, semsagt þau sem voru með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum, hafa borið þetta núna í tvö ár. Þannig að þetta er búið að vera gríðarlega erfitt hjá þeim hópi, sem er bara gjörsamlega við það að gefast upp. Þetta er bara skelfilegt, sem verið er að gera þessu fólki, ég vil kalla þetta glæpsamlegt,“ segir Ásthildur, sem var í Reykjavík síðdegis í dag. Vill neyðarlög ef ekkert breytist Hún segir að setja þurfi neyðarlög, ef vextir haldast óbreyttir á miðvikudaginn. Hún telur að það þurfi að vera varnaglar gagnvart Seðlabankanum. „Það er skylda ríkisstjórnarinnar að verja heimili landsins. Sú skylda hlýtur að trompa þegar hingað er komið sjálfstæði Seðlabankans.“ Inngripin gætu til dæmis verið að „setja það í gang að nú lækki vextir markvisst, til dæmis fyrst niður í átta prósent og kannski sex prósent á næstu sex mánuðum, eitthvað þannig,“ segir hún. „Ég meina það þarf bara að grípa í taumana, vegna þess að það er alveg ljóst að þessi verðbólga er ekki heimilunum í landinu að kenna, þessar vaxtahækkanir eru algjörlega farnar að bíta í skottið á sjálfu sér, farnir að valda verðbólgu, farnir að valda minni uppbyggingu á húsnæðismarkaði.“ Hún segir að í Seðlabankanum sé „rörsýn“ og að „þessir miklu hagfræðingar“ virðist ekki skilja hagfræði heimilanna. Hún bendir á ða hvert einasta prósentustig vaxta af 50 milljón króna láni, þýði um 42 þúsund króna hærri afborgun á mánuði. „Fólk hefur farið í verkföll fyrir mun minna,“ segir hún. Skuldarar ekki þau sem valda þenslunni Ásthildur segir að ákveðinn hópur sé í landinu sem hafi það fínt, fólk sem skuldi lítið og hafi góðar tekjur. „það finnur óskaplega lítið fyrir þessum vaxtahækkunum. Það er hópurinn sem er að eyða, þannig fólkið sem vaxtahækkanirnar eru að bitna á, það er ekki fólkið sem er að valda þessari þenslu.“ Þetta sagði hún, innt eftir viðbrögðum við spá Landsbankans um að Seðlabankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum í vikunni. „Svo finnst mér alltaf sérstakt þegar bankarnir stíga fram og segja að þeir haldi að vextir muni ekki lækka. Þetta er næstum því eins og óskalisti frá bönkunum, og skilaboð til peningastefnunefndar. Auðvitað vilja bankarnir halda þessu hæstu sem lengst, þeir hafa bara aldrei hagnast jafnmikið og núna,“ segir Ásthildur. Flokkur fólksins Efnahagsmál Reykjavík síðdegis Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Ásthildur segir að róðurinn muni þyngjast á næstunni hjá stórum hópi fólks, sem hefur verið með fasta vexti síðastliðin þrjú ár. „Já þau munu fá á sig högg, og það er mikið talað um þessa snjóhengju. En það má heldur ekki gleyma því að um 30 prósent þjóðarinnar, semsagt þau sem voru með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum, hafa borið þetta núna í tvö ár. Þannig að þetta er búið að vera gríðarlega erfitt hjá þeim hópi, sem er bara gjörsamlega við það að gefast upp. Þetta er bara skelfilegt, sem verið er að gera þessu fólki, ég vil kalla þetta glæpsamlegt,“ segir Ásthildur, sem var í Reykjavík síðdegis í dag. Vill neyðarlög ef ekkert breytist Hún segir að setja þurfi neyðarlög, ef vextir haldast óbreyttir á miðvikudaginn. Hún telur að það þurfi að vera varnaglar gagnvart Seðlabankanum. „Það er skylda ríkisstjórnarinnar að verja heimili landsins. Sú skylda hlýtur að trompa þegar hingað er komið sjálfstæði Seðlabankans.“ Inngripin gætu til dæmis verið að „setja það í gang að nú lækki vextir markvisst, til dæmis fyrst niður í átta prósent og kannski sex prósent á næstu sex mánuðum, eitthvað þannig,“ segir hún. „Ég meina það þarf bara að grípa í taumana, vegna þess að það er alveg ljóst að þessi verðbólga er ekki heimilunum í landinu að kenna, þessar vaxtahækkanir eru algjörlega farnar að bíta í skottið á sjálfu sér, farnir að valda verðbólgu, farnir að valda minni uppbyggingu á húsnæðismarkaði.“ Hún segir að í Seðlabankanum sé „rörsýn“ og að „þessir miklu hagfræðingar“ virðist ekki skilja hagfræði heimilanna. Hún bendir á ða hvert einasta prósentustig vaxta af 50 milljón króna láni, þýði um 42 þúsund króna hærri afborgun á mánuði. „Fólk hefur farið í verkföll fyrir mun minna,“ segir hún. Skuldarar ekki þau sem valda þenslunni Ásthildur segir að ákveðinn hópur sé í landinu sem hafi það fínt, fólk sem skuldi lítið og hafi góðar tekjur. „það finnur óskaplega lítið fyrir þessum vaxtahækkunum. Það er hópurinn sem er að eyða, þannig fólkið sem vaxtahækkanirnar eru að bitna á, það er ekki fólkið sem er að valda þessari þenslu.“ Þetta sagði hún, innt eftir viðbrögðum við spá Landsbankans um að Seðlabankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum í vikunni. „Svo finnst mér alltaf sérstakt þegar bankarnir stíga fram og segja að þeir haldi að vextir muni ekki lækka. Þetta er næstum því eins og óskalisti frá bönkunum, og skilaboð til peningastefnunefndar. Auðvitað vilja bankarnir halda þessu hæstu sem lengst, þeir hafa bara aldrei hagnast jafnmikið og núna,“ segir Ásthildur.
Flokkur fólksins Efnahagsmál Reykjavík síðdegis Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels