97 ára og 81 árs dömur á ísrúnti á Dalvík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. ágúst 2024 20:05 Ingigerður Sigríður Júlíusdóttir, hjólari og starfsmaður á Dalbæ að leggja af stað í hjólatúr með vinkonurnar í kerrunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þær eru yfir sig ánægðar með sig, 97 ára og 81 árs vinkonurnar á Dalbæ, hjúkrunarheimili á Dalvík þegar þær fara saman á ísrúnt á sérstöku hjóli þar sem þær sitja í vagni eins og prinsessur með hattana sína og sólgleraugun á nefinu. Dalbær er flott hjúkrunarheimili þar sem búa 37 íbúar og hafa það gott enda fá þeir topp þjónustu hjá starfsfólki. „Og við reynum bara að hafa gaman og skemmtilegt og njóta saman hérna. Við erum afskaplega heppinn með mannauðinn, bæði íbúa og starfsfólk,” segir Elísa Rán Ingvarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri á Dalbæ. Elísa Rán Ingvarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri á Dalbæ, sem segist vera afskaplega heppinn með mannauðinn, bæði íbúa og starfsfólk á heimilinu. Og hjólið góða á Dalbæ vekur alltaf mikla athygli en það kallast „Kristjaníuhjólið” en Ingigerður er mjög dugleg að fara með heimilisfólkið í hjólatúra um bæinn og þá er vinsælast að fara og fá sér ís. „Jú, jú, mér finnst mjög gaman að fara svona rúnt. Stundum bjóðum við körlunum með okkur,“ segir Sigríður Margrét Hafstað, 97 ára íbúi á Dalbæ, alltaf kölluð Sigríður á Tjörn og bætir við að karlarnir á heimilinu séu þokkalega sætir. Og Sigrún Arngrímsdóttir, sem er 81 árs segir frábært að fara á ísrúnt á hjólinu og ekki skemmi fyrir þegar Sigríður Margrét, elsti íbúinn fer með henni. Báðar eru þær alsælar á Dalbæ. „Það er bara allt gott hérna, allir svo góðir og liprir. Svo er maturinn alveg hreint eins og á hóteli. Ég er búin að bæta á mig síðan ég kom hingað, því er fljót svarað,” segir Sigrún og skellihlær. En er ekki gaman fyrir fólkið og komast svona út og fara á rúntinn á hjólinu? „Jú, þau eru alveg bara himin lifandi, sumir varla snerta jörðina þegar þeir koma af hjólinu. Þetta er rosalega gaman. Og ekki skemmir það að geta farið í ísbíltúr, eða hjólatúr, við erum að fara í það núna, sem sagt förum á Olís og fáum ís þar,” segir Ingigerður Sigríður Júlíusdóttir, hjólari og starfsmaður á Dalbæ. Vinkonurnar, Sigríður Margrét 97 ára og Sigrún, 81 árs í hjólakerrunni góðu, sem þær eru svo ánægðar með, ekki síst þegar þær komast á ísrúnt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dalvíkurbyggð Hjúkrunarheimili Hjólreiðar Ís Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Dalbær er flott hjúkrunarheimili þar sem búa 37 íbúar og hafa það gott enda fá þeir topp þjónustu hjá starfsfólki. „Og við reynum bara að hafa gaman og skemmtilegt og njóta saman hérna. Við erum afskaplega heppinn með mannauðinn, bæði íbúa og starfsfólk,” segir Elísa Rán Ingvarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri á Dalbæ. Elísa Rán Ingvarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri á Dalbæ, sem segist vera afskaplega heppinn með mannauðinn, bæði íbúa og starfsfólk á heimilinu. Og hjólið góða á Dalbæ vekur alltaf mikla athygli en það kallast „Kristjaníuhjólið” en Ingigerður er mjög dugleg að fara með heimilisfólkið í hjólatúra um bæinn og þá er vinsælast að fara og fá sér ís. „Jú, jú, mér finnst mjög gaman að fara svona rúnt. Stundum bjóðum við körlunum með okkur,“ segir Sigríður Margrét Hafstað, 97 ára íbúi á Dalbæ, alltaf kölluð Sigríður á Tjörn og bætir við að karlarnir á heimilinu séu þokkalega sætir. Og Sigrún Arngrímsdóttir, sem er 81 árs segir frábært að fara á ísrúnt á hjólinu og ekki skemmi fyrir þegar Sigríður Margrét, elsti íbúinn fer með henni. Báðar eru þær alsælar á Dalbæ. „Það er bara allt gott hérna, allir svo góðir og liprir. Svo er maturinn alveg hreint eins og á hóteli. Ég er búin að bæta á mig síðan ég kom hingað, því er fljót svarað,” segir Sigrún og skellihlær. En er ekki gaman fyrir fólkið og komast svona út og fara á rúntinn á hjólinu? „Jú, þau eru alveg bara himin lifandi, sumir varla snerta jörðina þegar þeir koma af hjólinu. Þetta er rosalega gaman. Og ekki skemmir það að geta farið í ísbíltúr, eða hjólatúr, við erum að fara í það núna, sem sagt förum á Olís og fáum ís þar,” segir Ingigerður Sigríður Júlíusdóttir, hjólari og starfsmaður á Dalbæ. Vinkonurnar, Sigríður Margrét 97 ára og Sigrún, 81 árs í hjólakerrunni góðu, sem þær eru svo ánægðar með, ekki síst þegar þær komast á ísrúnt.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Dalvíkurbyggð Hjúkrunarheimili Hjólreiðar Ís Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira