Flugfélagið Ernir svipt flugrekstrarleyfi Eiður Þór Árnason skrifar 16. ágúst 2024 16:22 TF - Ori, vél Flugfélagsins Ernis. Vísir/Friðrik Þór Samgöngustofa hefur svipt Flugfélagið Erni flugrekstrarleyfi sínu. Stjórnarformaður segir að það hafi staðið til í nokkurn tíma að leggja niður flugstarfsemi félagsins og færa hana inn í Mýflug. Síðarnefnda flugfélagið á meirihluta í Erni ásamt Jóhannesi Kristinssyni fjárfesti. „Við vorum búnir að vita það lengi að það þjónaði ekki okkar hagsmunum að reka tvö flugrekstrarleyfi,“ segir Sigurður Bjarni Jónsson, stjórnarformaður Mýflugs og Ernis, í samtali við fréttastofu. Mbl.is greindi fyrst frá. Sigurður B Jónsson, stjórnarformaður Mýflugs og Ernis.Aðsend Hann segir það hafa haft áhrif að Mýflug missti samning um sjúkraflug um síðustu áramót eftir að hafa sinnt sjúkraflugi í átján ár. Eftir það hafi eigendur annars vegar staðið uppi með fjárhagslega sterkt félag sem var verkefnalítið og hins vegar flugfélag í langvarandi rekstrarerfiðleikum sem hafði verkefni. Unnið sé að því að sameina rekstur Ernis og Mýflugs í eitt félag. „Það að Ernir sé ekki með leyfið lengur er bara liður í því. Þetta er að mestu undirbúið, svona eins og hægt er að undirbúa svona hluti,“ segir Sigurður. Eigendur hafi beðið Vegagerðina um að leysa Erni frá samningi um áætlunarflug og Mýflug tekið við áætlunarflugi til og frá Höfn í Hornafirði. Merkilegri sögu lokið Að sögn Sigurðar hefur þetta ferli ekki leitt til rofs á þjónustu og búið hafi verið að færa flugmenn Ernis til Mýflugs fyrir um tveimur mánuðum. Ernir muni starfa áfram sem fyrirtæki og þjónusta Mýflug en félagið er enn með hlaðmenn í vinnu. Þá sé unnið að því að færa nítján sæta vél Ernis yfir á flugreksrarleyfi Mýflugs. „Ernir því miður var ekki fær um að halda þessu leyfi úti lengur.“ Sigurður segir það leitt að langri og merkilegri sögu Flugfélagsins Ernis í íslenskum flugrekstri endi með þessum hætti. Fréttastofan hefur fjallað um um söluna á Erni til núverandi eigenda og um stofnandann Hörð Guðmundsson. „Það er leitt að þessari sögu þurfi að ljúka og ljúki kannski ekki alveg á þeim forsendum sem allir eru sáttir við, það er bara mjög leiðinlegt.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Goðsögn í fluginu lent eftir yfir hálfrar aldar flugrekstur Brautryðjandi í íslenskum flugsamgöngum, Hörður Guðmundsson, er hættur flugrekstri, 54 árum eftir að hann stofnaði Flugfélagið Erni á Ísafirði. Hörður segir covid-heimsfaraldurinn hafa orðið til þess að hann missti eignarhaldið á félaginu en telur árin fyrir vestan standa upp úr. 25. júní 2024 21:10 Mýflug kaupir þriðjung í Erni og Hörður selur meirihlutann Eftir meira en hálfrar aldar rekstur hefur Hörður Guðmundsson selt meirihluta sinn í Flugfélaginu Erni og er Mýflug í Mývatnssveit orðinn þriðjungseigandi. Hörður segir að með þessu sé ætlunin að styrkja rekstur tveggja lítilla flugfélaga. 3. janúar 2023 19:30 Hætta flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við flugfélögin Mýflug og Eagle Air um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðasta áætlunarflug félaganna milli staðanna verður því flogið um mánaðamótin. 24. mars 2024 09:38 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
„Við vorum búnir að vita það lengi að það þjónaði ekki okkar hagsmunum að reka tvö flugrekstrarleyfi,“ segir Sigurður Bjarni Jónsson, stjórnarformaður Mýflugs og Ernis, í samtali við fréttastofu. Mbl.is greindi fyrst frá. Sigurður B Jónsson, stjórnarformaður Mýflugs og Ernis.Aðsend Hann segir það hafa haft áhrif að Mýflug missti samning um sjúkraflug um síðustu áramót eftir að hafa sinnt sjúkraflugi í átján ár. Eftir það hafi eigendur annars vegar staðið uppi með fjárhagslega sterkt félag sem var verkefnalítið og hins vegar flugfélag í langvarandi rekstrarerfiðleikum sem hafði verkefni. Unnið sé að því að sameina rekstur Ernis og Mýflugs í eitt félag. „Það að Ernir sé ekki með leyfið lengur er bara liður í því. Þetta er að mestu undirbúið, svona eins og hægt er að undirbúa svona hluti,“ segir Sigurður. Eigendur hafi beðið Vegagerðina um að leysa Erni frá samningi um áætlunarflug og Mýflug tekið við áætlunarflugi til og frá Höfn í Hornafirði. Merkilegri sögu lokið Að sögn Sigurðar hefur þetta ferli ekki leitt til rofs á þjónustu og búið hafi verið að færa flugmenn Ernis til Mýflugs fyrir um tveimur mánuðum. Ernir muni starfa áfram sem fyrirtæki og þjónusta Mýflug en félagið er enn með hlaðmenn í vinnu. Þá sé unnið að því að færa nítján sæta vél Ernis yfir á flugreksrarleyfi Mýflugs. „Ernir því miður var ekki fær um að halda þessu leyfi úti lengur.“ Sigurður segir það leitt að langri og merkilegri sögu Flugfélagsins Ernis í íslenskum flugrekstri endi með þessum hætti. Fréttastofan hefur fjallað um um söluna á Erni til núverandi eigenda og um stofnandann Hörð Guðmundsson. „Það er leitt að þessari sögu þurfi að ljúka og ljúki kannski ekki alveg á þeim forsendum sem allir eru sáttir við, það er bara mjög leiðinlegt.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Goðsögn í fluginu lent eftir yfir hálfrar aldar flugrekstur Brautryðjandi í íslenskum flugsamgöngum, Hörður Guðmundsson, er hættur flugrekstri, 54 árum eftir að hann stofnaði Flugfélagið Erni á Ísafirði. Hörður segir covid-heimsfaraldurinn hafa orðið til þess að hann missti eignarhaldið á félaginu en telur árin fyrir vestan standa upp úr. 25. júní 2024 21:10 Mýflug kaupir þriðjung í Erni og Hörður selur meirihlutann Eftir meira en hálfrar aldar rekstur hefur Hörður Guðmundsson selt meirihluta sinn í Flugfélaginu Erni og er Mýflug í Mývatnssveit orðinn þriðjungseigandi. Hörður segir að með þessu sé ætlunin að styrkja rekstur tveggja lítilla flugfélaga. 3. janúar 2023 19:30 Hætta flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við flugfélögin Mýflug og Eagle Air um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðasta áætlunarflug félaganna milli staðanna verður því flogið um mánaðamótin. 24. mars 2024 09:38 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Goðsögn í fluginu lent eftir yfir hálfrar aldar flugrekstur Brautryðjandi í íslenskum flugsamgöngum, Hörður Guðmundsson, er hættur flugrekstri, 54 árum eftir að hann stofnaði Flugfélagið Erni á Ísafirði. Hörður segir covid-heimsfaraldurinn hafa orðið til þess að hann missti eignarhaldið á félaginu en telur árin fyrir vestan standa upp úr. 25. júní 2024 21:10
Mýflug kaupir þriðjung í Erni og Hörður selur meirihlutann Eftir meira en hálfrar aldar rekstur hefur Hörður Guðmundsson selt meirihluta sinn í Flugfélaginu Erni og er Mýflug í Mývatnssveit orðinn þriðjungseigandi. Hörður segir að með þessu sé ætlunin að styrkja rekstur tveggja lítilla flugfélaga. 3. janúar 2023 19:30
Hætta flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við flugfélögin Mýflug og Eagle Air um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðasta áætlunarflug félaganna milli staðanna verður því flogið um mánaðamótin. 24. mars 2024 09:38