Þyrluflugmenn uggandi: „Klárt að þetta hefur neikvæð áhrif“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. ágúst 2024 15:08 Umræða um hvort erlend þyrlufyrirtæki lúti sömu kröfum og íslensk hefur sprottið upp í ferðaþjónustunni. Vísir Íslenskir þyrluflugmenn hafa áhyggjur af öryggi og eftirliti með erlendum ferðaþjónustufyrirtækjum sem sinna þyrluflugi hérlendis. Nokkuð er um að öryggisáætlunum sé ábótavant, bæði hjá íslenskum og erlendum fyrirtækjum að sögn sérfræðings hjá Ferðamálastofu. Myndband af þyrlu fyrirtækisins GlacierHeli vakti mikla athygli á dögunum, þar sem þyrlan sést lenda skuggalega nálægt Teslubifreið og valda skemmdum á lakki bílsins. Í kjölfarið hófst umræða innan ferðaþjónustubransans þar sem því var haldið fram að erlend þyrlufyrirtæki lúti ekki sömu kröfum og íslensk, hugsi aðeins um gróða og lítið um gæði vörunnar. Birgir Ómar framkvæmdastjóri Norðurflugs hefur sömuleiðis áhyggjur af öryggi farþega. „Þegar það gýs, sem er nærtækasta dæmið, þar sem það er gríðarlega þröngt loftrými og gríðarlegur fjöldi af flugvélum og þyrlum. Þá eru að koma inn erlendir aðilar sem við teljum að séu ekki nægjanlega hvíldir, eins og okkar flugmenn.“ Birgir vísar þar til lögbundins hvíldartíma flugmanna sem er lengri hér á landi en í ýmsum Evrópulöndum, en flugeftirlitsstofnun Evrópu hafi ekki viljað samræma. Fleira kemur til sem skekki samkeppni erlendra og innlendra aðila í ferðaþjónustu, líkt og hærri launakostnaður. „Það er náttúrlega klárt að þetta hefur neikvæð áhrif á reksturinn hjá okkur. Það er alveg á hreinu,“ segir Birgir. Sambærileg umræða hefur komið upp um erlend rútufyrirtæki, þegar slys verða. Ferðamálastofa hefur unnið að því að koma öllu leyfisveitingaferli á sama stað til að auðvelda erlendum fyrirtækjum að hefja hér starfsemi. „Við erum að vinna í einu kerfi, þessu samevrópska kerfi. Á meðan við gerum það er þetta opið með þessum hætti,“ segir Dagbjartur Brynjarsson, sérfræðingur á sviði öryggismála. Á sama hátt geti íslensk fyrirtæki komið sér fyrir erlendis án hindrana. Dagbjartur segir hins vegar að það séu gerðar strangar kröfur til fyrirtækja hér á landi. „Ég get alveg staðfest það að það eru ekkert allir tilbúnir með allar öryggisáætlanir, áður en lagt er af stað í ferðir. Það er enginn munur á erlendum ferðaþjónustuaðilum eða íslenskum í þeim efnum.“ Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Fréttir af flugi Kjaramál Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Myndband af þyrlu fyrirtækisins GlacierHeli vakti mikla athygli á dögunum, þar sem þyrlan sést lenda skuggalega nálægt Teslubifreið og valda skemmdum á lakki bílsins. Í kjölfarið hófst umræða innan ferðaþjónustubransans þar sem því var haldið fram að erlend þyrlufyrirtæki lúti ekki sömu kröfum og íslensk, hugsi aðeins um gróða og lítið um gæði vörunnar. Birgir Ómar framkvæmdastjóri Norðurflugs hefur sömuleiðis áhyggjur af öryggi farþega. „Þegar það gýs, sem er nærtækasta dæmið, þar sem það er gríðarlega þröngt loftrými og gríðarlegur fjöldi af flugvélum og þyrlum. Þá eru að koma inn erlendir aðilar sem við teljum að séu ekki nægjanlega hvíldir, eins og okkar flugmenn.“ Birgir vísar þar til lögbundins hvíldartíma flugmanna sem er lengri hér á landi en í ýmsum Evrópulöndum, en flugeftirlitsstofnun Evrópu hafi ekki viljað samræma. Fleira kemur til sem skekki samkeppni erlendra og innlendra aðila í ferðaþjónustu, líkt og hærri launakostnaður. „Það er náttúrlega klárt að þetta hefur neikvæð áhrif á reksturinn hjá okkur. Það er alveg á hreinu,“ segir Birgir. Sambærileg umræða hefur komið upp um erlend rútufyrirtæki, þegar slys verða. Ferðamálastofa hefur unnið að því að koma öllu leyfisveitingaferli á sama stað til að auðvelda erlendum fyrirtækjum að hefja hér starfsemi. „Við erum að vinna í einu kerfi, þessu samevrópska kerfi. Á meðan við gerum það er þetta opið með þessum hætti,“ segir Dagbjartur Brynjarsson, sérfræðingur á sviði öryggismála. Á sama hátt geti íslensk fyrirtæki komið sér fyrir erlendis án hindrana. Dagbjartur segir hins vegar að það séu gerðar strangar kröfur til fyrirtækja hér á landi. „Ég get alveg staðfest það að það eru ekkert allir tilbúnir með allar öryggisáætlanir, áður en lagt er af stað í ferðir. Það er enginn munur á erlendum ferðaþjónustuaðilum eða íslenskum í þeim efnum.“
Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Fréttir af flugi Kjaramál Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira