Gengur ekki að fólk sé að rústa húsum á Þjóðhátíð Bjarki Sigurðsson skrifar 10. ágúst 2024 12:09 Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar. Vísir/Viktor Freyr Íbúi í Vestmannaeyjum kom að heimili sínu í rúst eftir að hafa leigt það út til tíu ungra manna á Þjóðhátíð í ár. Formaður Þjóðhátíðarnefndar segir mörg ár síðan hann hafi séð frágang í húsi svo slæman eftir Þjóðhátíð. Skæringur Óli Þórarinsson, Eyjamaður, leigði heimili sitt í Vestmannaeyjum út á meðan hátíðin fór fram síðustu helgi. Leigjendurnir voru tíu ungir menn sem hann taldi vera fínustu stráka. Öll samskipti gengu vel en þegar Skæringur kom heim að hátíð lokinni var heimilið í rúst. Þar var búið að brjóta myndaramma, veggklukku, glös, rúðu í útidyrahurðinni, ljóskúpul og fleira. Notaðir nikótínpokar lágu um allt hús og inn á milli mátti finna tuggðar tyggjóklessur, glerbrot og annað rusl sem hafði ekki ratað í ruslafötur. Skæringur réði fólk til að koma og þrífa íbúðina og tók það sex klukkutíma fyrir fimm manns að græja allt og gera. Endaði hann með tjón upp á 200 þúsund krónur en fékk leigjendurna til að greiða 150 þúsund af þeim kostnaði. Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar segir þetta vera atvik sem enginn vill sjá gerast. „Okkur finnst það mjög leiðinlegt. Það er ákveðinn hópur fólks sem vill ekki gista í tjöldum eða gistiheimilum og leigir sér hús. Við verðum að treysta því að fólk gangi vel um og sé ekki að rústa húsum, það gengur ekki,“ segir Jónas. Hann segir svipuð atvik hafa komið upp áður, en ansi mörg ár séu síðan þá. „Flestir gestir Þjóðhátíðar á þessu ári voru til fyrirmyndar og alls staðar þar sem maður kom virtist allt vera í góðu. Þannig maður var smá hissa þegar maður heyrði þetta,“ segir Jónas. Þjóðhátíð í Eyjum Næturlíf Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Myndaveisla: Playboy lopapeysa og drulluskítugir regnjakkar Þjóðhátíðargestir 2024 létu slæmt veður ekki á sig fá á Verslunarmannahelginni í ár á 150 ára afmæli Þjóðhátíðar í Eyjum þegar fimmtán þúsund manns sóttu Vestmannaeyjar heim. Viktor Freyr Arnarson ljósmyndari fangaði stemninguna í Eyjum. 7. ágúst 2024 13:30 Margir urðu brekkunni að bráð Þrátt fyrir ansi slæmt veður skemmtu langflestir sér vel á Þjóðhátíð í ár að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar. Fimmtán þúsund manns voru í Vestmannaeyjum um helgina og lenti brekkan í Herjólfsdal illa í því sunnudagskvöldið. 6. ágúst 2024 11:52 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Erlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Skæringur Óli Þórarinsson, Eyjamaður, leigði heimili sitt í Vestmannaeyjum út á meðan hátíðin fór fram síðustu helgi. Leigjendurnir voru tíu ungir menn sem hann taldi vera fínustu stráka. Öll samskipti gengu vel en þegar Skæringur kom heim að hátíð lokinni var heimilið í rúst. Þar var búið að brjóta myndaramma, veggklukku, glös, rúðu í útidyrahurðinni, ljóskúpul og fleira. Notaðir nikótínpokar lágu um allt hús og inn á milli mátti finna tuggðar tyggjóklessur, glerbrot og annað rusl sem hafði ekki ratað í ruslafötur. Skæringur réði fólk til að koma og þrífa íbúðina og tók það sex klukkutíma fyrir fimm manns að græja allt og gera. Endaði hann með tjón upp á 200 þúsund krónur en fékk leigjendurna til að greiða 150 þúsund af þeim kostnaði. Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar segir þetta vera atvik sem enginn vill sjá gerast. „Okkur finnst það mjög leiðinlegt. Það er ákveðinn hópur fólks sem vill ekki gista í tjöldum eða gistiheimilum og leigir sér hús. Við verðum að treysta því að fólk gangi vel um og sé ekki að rústa húsum, það gengur ekki,“ segir Jónas. Hann segir svipuð atvik hafa komið upp áður, en ansi mörg ár séu síðan þá. „Flestir gestir Þjóðhátíðar á þessu ári voru til fyrirmyndar og alls staðar þar sem maður kom virtist allt vera í góðu. Þannig maður var smá hissa þegar maður heyrði þetta,“ segir Jónas.
Þjóðhátíð í Eyjum Næturlíf Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Myndaveisla: Playboy lopapeysa og drulluskítugir regnjakkar Þjóðhátíðargestir 2024 létu slæmt veður ekki á sig fá á Verslunarmannahelginni í ár á 150 ára afmæli Þjóðhátíðar í Eyjum þegar fimmtán þúsund manns sóttu Vestmannaeyjar heim. Viktor Freyr Arnarson ljósmyndari fangaði stemninguna í Eyjum. 7. ágúst 2024 13:30 Margir urðu brekkunni að bráð Þrátt fyrir ansi slæmt veður skemmtu langflestir sér vel á Þjóðhátíð í ár að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar. Fimmtán þúsund manns voru í Vestmannaeyjum um helgina og lenti brekkan í Herjólfsdal illa í því sunnudagskvöldið. 6. ágúst 2024 11:52 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Erlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Myndaveisla: Playboy lopapeysa og drulluskítugir regnjakkar Þjóðhátíðargestir 2024 létu slæmt veður ekki á sig fá á Verslunarmannahelginni í ár á 150 ára afmæli Þjóðhátíðar í Eyjum þegar fimmtán þúsund manns sóttu Vestmannaeyjar heim. Viktor Freyr Arnarson ljósmyndari fangaði stemninguna í Eyjum. 7. ágúst 2024 13:30
Margir urðu brekkunni að bráð Þrátt fyrir ansi slæmt veður skemmtu langflestir sér vel á Þjóðhátíð í ár að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar. Fimmtán þúsund manns voru í Vestmannaeyjum um helgina og lenti brekkan í Herjólfsdal illa í því sunnudagskvöldið. 6. ágúst 2024 11:52