Gengur ekki að fólk sé að rústa húsum á Þjóðhátíð Bjarki Sigurðsson skrifar 10. ágúst 2024 12:09 Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar. Vísir/Viktor Freyr Íbúi í Vestmannaeyjum kom að heimili sínu í rúst eftir að hafa leigt það út til tíu ungra manna á Þjóðhátíð í ár. Formaður Þjóðhátíðarnefndar segir mörg ár síðan hann hafi séð frágang í húsi svo slæman eftir Þjóðhátíð. Skæringur Óli Þórarinsson, Eyjamaður, leigði heimili sitt í Vestmannaeyjum út á meðan hátíðin fór fram síðustu helgi. Leigjendurnir voru tíu ungir menn sem hann taldi vera fínustu stráka. Öll samskipti gengu vel en þegar Skæringur kom heim að hátíð lokinni var heimilið í rúst. Þar var búið að brjóta myndaramma, veggklukku, glös, rúðu í útidyrahurðinni, ljóskúpul og fleira. Notaðir nikótínpokar lágu um allt hús og inn á milli mátti finna tuggðar tyggjóklessur, glerbrot og annað rusl sem hafði ekki ratað í ruslafötur. Skæringur réði fólk til að koma og þrífa íbúðina og tók það sex klukkutíma fyrir fimm manns að græja allt og gera. Endaði hann með tjón upp á 200 þúsund krónur en fékk leigjendurna til að greiða 150 þúsund af þeim kostnaði. Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar segir þetta vera atvik sem enginn vill sjá gerast. „Okkur finnst það mjög leiðinlegt. Það er ákveðinn hópur fólks sem vill ekki gista í tjöldum eða gistiheimilum og leigir sér hús. Við verðum að treysta því að fólk gangi vel um og sé ekki að rústa húsum, það gengur ekki,“ segir Jónas. Hann segir svipuð atvik hafa komið upp áður, en ansi mörg ár séu síðan þá. „Flestir gestir Þjóðhátíðar á þessu ári voru til fyrirmyndar og alls staðar þar sem maður kom virtist allt vera í góðu. Þannig maður var smá hissa þegar maður heyrði þetta,“ segir Jónas. Þjóðhátíð í Eyjum Næturlíf Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Myndaveisla: Playboy lopapeysa og drulluskítugir regnjakkar Þjóðhátíðargestir 2024 létu slæmt veður ekki á sig fá á Verslunarmannahelginni í ár á 150 ára afmæli Þjóðhátíðar í Eyjum þegar fimmtán þúsund manns sóttu Vestmannaeyjar heim. Viktor Freyr Arnarson ljósmyndari fangaði stemninguna í Eyjum. 7. ágúst 2024 13:30 Margir urðu brekkunni að bráð Þrátt fyrir ansi slæmt veður skemmtu langflestir sér vel á Þjóðhátíð í ár að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar. Fimmtán þúsund manns voru í Vestmannaeyjum um helgina og lenti brekkan í Herjólfsdal illa í því sunnudagskvöldið. 6. ágúst 2024 11:52 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Skæringur Óli Þórarinsson, Eyjamaður, leigði heimili sitt í Vestmannaeyjum út á meðan hátíðin fór fram síðustu helgi. Leigjendurnir voru tíu ungir menn sem hann taldi vera fínustu stráka. Öll samskipti gengu vel en þegar Skæringur kom heim að hátíð lokinni var heimilið í rúst. Þar var búið að brjóta myndaramma, veggklukku, glös, rúðu í útidyrahurðinni, ljóskúpul og fleira. Notaðir nikótínpokar lágu um allt hús og inn á milli mátti finna tuggðar tyggjóklessur, glerbrot og annað rusl sem hafði ekki ratað í ruslafötur. Skæringur réði fólk til að koma og þrífa íbúðina og tók það sex klukkutíma fyrir fimm manns að græja allt og gera. Endaði hann með tjón upp á 200 þúsund krónur en fékk leigjendurna til að greiða 150 þúsund af þeim kostnaði. Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar segir þetta vera atvik sem enginn vill sjá gerast. „Okkur finnst það mjög leiðinlegt. Það er ákveðinn hópur fólks sem vill ekki gista í tjöldum eða gistiheimilum og leigir sér hús. Við verðum að treysta því að fólk gangi vel um og sé ekki að rústa húsum, það gengur ekki,“ segir Jónas. Hann segir svipuð atvik hafa komið upp áður, en ansi mörg ár séu síðan þá. „Flestir gestir Þjóðhátíðar á þessu ári voru til fyrirmyndar og alls staðar þar sem maður kom virtist allt vera í góðu. Þannig maður var smá hissa þegar maður heyrði þetta,“ segir Jónas.
Þjóðhátíð í Eyjum Næturlíf Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Myndaveisla: Playboy lopapeysa og drulluskítugir regnjakkar Þjóðhátíðargestir 2024 létu slæmt veður ekki á sig fá á Verslunarmannahelginni í ár á 150 ára afmæli Þjóðhátíðar í Eyjum þegar fimmtán þúsund manns sóttu Vestmannaeyjar heim. Viktor Freyr Arnarson ljósmyndari fangaði stemninguna í Eyjum. 7. ágúst 2024 13:30 Margir urðu brekkunni að bráð Þrátt fyrir ansi slæmt veður skemmtu langflestir sér vel á Þjóðhátíð í ár að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar. Fimmtán þúsund manns voru í Vestmannaeyjum um helgina og lenti brekkan í Herjólfsdal illa í því sunnudagskvöldið. 6. ágúst 2024 11:52 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Myndaveisla: Playboy lopapeysa og drulluskítugir regnjakkar Þjóðhátíðargestir 2024 létu slæmt veður ekki á sig fá á Verslunarmannahelginni í ár á 150 ára afmæli Þjóðhátíðar í Eyjum þegar fimmtán þúsund manns sóttu Vestmannaeyjar heim. Viktor Freyr Arnarson ljósmyndari fangaði stemninguna í Eyjum. 7. ágúst 2024 13:30
Margir urðu brekkunni að bráð Þrátt fyrir ansi slæmt veður skemmtu langflestir sér vel á Þjóðhátíð í ár að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar. Fimmtán þúsund manns voru í Vestmannaeyjum um helgina og lenti brekkan í Herjólfsdal illa í því sunnudagskvöldið. 6. ágúst 2024 11:52
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir