„Landsliðið“ búið að skila tillögu og von á vímuefnastefnu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 8. ágúst 2024 12:11 Vísir/Ívar „Skaðaminnkandi nálgun er það sem að mun umvefja alla stefnumótun. Við erum með í ráðuneytinu núna landsliðið, má segja, í þessari hugmyndafræði og á þessum vettvangi. Það eru mjög margir sem koma að þessu verkefni með okkur í ráðuneytinu að formgera skaðaminnkunarstefnu sem mun fara inn í stærri vímuefnastefnu sem er í endurskoðun.“ Þetta segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Von er á nýrri stefnu í áfengis- og vímuvörnum í haust en starfshópur sem Willum skipaði fyrir rúmlega ári síðan hefur skilað vinnutillögu um nýja stefnu í skaðaminnkun. Hópurinn á þó enn eftir að skila formlega drögum að stefnu og skýrslu um sína vinnu. „Ég bindi vonir að með góðri rýni þingmannahóps hér á haustmánuðum og með því að skaðaminnkunin komi inn í heildarstefnumótunina að við getum birt þessa heildarstefnumótun, eigum við að segja í október eða nóvember.“ Bæta meðferðarúrræði Hann segir mikið kapp lagt á að bæta meðferðarúrræði fyrir fólk sem glímir við fíknisjúkdóm og stytta biðlista sem eru gjarnan langir. „Við höfum líka verið að gera heildarsamning við SSÁ. Þetta voru fjórir aðskildir samningar og auka þjónustuna. Auka þjónustu í viðhaldsmeðferðum. Við erum líka að vinna með Hlaðgerðarkoti og Krýsuvík og höfum stækkað þá samninga þannig við erum að auka meðferðarúrræðin.“ Þurfi að horfa til Stuðla líkt og gert var með Bugl Stuðlar, meðferðarstöð fyrir börn á aldrinum tólf til átján ára, var lokað tímabundið í sumar frá tíunda júlí til dagsins í dag en Willum segist sammála því að það sé ábótavant að Stuðlum sé lokað á þessum tíma þegar að börn þurfa kannski mest á úrræðinu að halda. „Nú jukum við fjárveitingu til Bugl og Bugl auðvitað fór í mikla endurskipulagningu ekki fyrir alls löngu og þar náðum við öllum biðlistunum niður og tókst mjög vel til og það er til eftirbreytni og það gerðist líka með auknu fjármagni og ég held að við verðum að horfa á Stuðla með svipuðum hætti.“ Mikilvægt að leggja áherslu á tómstundir Aukning hefur orðið í áhættuhegðun og vímuefnavanda ungmenna síðustu ár og hefur starfsfólk Foreldrahúss orðið vör við aukna tíðni hjá yngri unglingum á aldrinum tólf til fjórtán ára. Willum segir það koma til greina að leggja aukna áherslu á forvarnarstarf til að sporna gegn þessari þróun. „Auðvitað skólarnir skipta miklu máli þar. Þannig að snemmtaka íhlutun þegar það kemur að börnunum okkar og frávikshegðun alla vega. Áherslan auðvitað á tómstundir og að börn finni eitthvað við sitt hæfi.“ Fíkn Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Full ástæða til að vara foreldra við Starfsfólk Foreldrahúss hefur séð aukningu í vímuefnavanda ungmenna síðustu ár og hefur áhyggjur af stöðu mála. Mjög auðvelt sé fyrir unglinga að nálgast vímuefni á samfélagsmiðlum og það sé liðin tíð að einungis börn sem búi við erfiðar aðstæður glími við fíkniefnavanda. 26. júlí 2024 22:43 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Þetta segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Von er á nýrri stefnu í áfengis- og vímuvörnum í haust en starfshópur sem Willum skipaði fyrir rúmlega ári síðan hefur skilað vinnutillögu um nýja stefnu í skaðaminnkun. Hópurinn á þó enn eftir að skila formlega drögum að stefnu og skýrslu um sína vinnu. „Ég bindi vonir að með góðri rýni þingmannahóps hér á haustmánuðum og með því að skaðaminnkunin komi inn í heildarstefnumótunina að við getum birt þessa heildarstefnumótun, eigum við að segja í október eða nóvember.“ Bæta meðferðarúrræði Hann segir mikið kapp lagt á að bæta meðferðarúrræði fyrir fólk sem glímir við fíknisjúkdóm og stytta biðlista sem eru gjarnan langir. „Við höfum líka verið að gera heildarsamning við SSÁ. Þetta voru fjórir aðskildir samningar og auka þjónustuna. Auka þjónustu í viðhaldsmeðferðum. Við erum líka að vinna með Hlaðgerðarkoti og Krýsuvík og höfum stækkað þá samninga þannig við erum að auka meðferðarúrræðin.“ Þurfi að horfa til Stuðla líkt og gert var með Bugl Stuðlar, meðferðarstöð fyrir börn á aldrinum tólf til átján ára, var lokað tímabundið í sumar frá tíunda júlí til dagsins í dag en Willum segist sammála því að það sé ábótavant að Stuðlum sé lokað á þessum tíma þegar að börn þurfa kannski mest á úrræðinu að halda. „Nú jukum við fjárveitingu til Bugl og Bugl auðvitað fór í mikla endurskipulagningu ekki fyrir alls löngu og þar náðum við öllum biðlistunum niður og tókst mjög vel til og það er til eftirbreytni og það gerðist líka með auknu fjármagni og ég held að við verðum að horfa á Stuðla með svipuðum hætti.“ Mikilvægt að leggja áherslu á tómstundir Aukning hefur orðið í áhættuhegðun og vímuefnavanda ungmenna síðustu ár og hefur starfsfólk Foreldrahúss orðið vör við aukna tíðni hjá yngri unglingum á aldrinum tólf til fjórtán ára. Willum segir það koma til greina að leggja aukna áherslu á forvarnarstarf til að sporna gegn þessari þróun. „Auðvitað skólarnir skipta miklu máli þar. Þannig að snemmtaka íhlutun þegar það kemur að börnunum okkar og frávikshegðun alla vega. Áherslan auðvitað á tómstundir og að börn finni eitthvað við sitt hæfi.“
Fíkn Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Full ástæða til að vara foreldra við Starfsfólk Foreldrahúss hefur séð aukningu í vímuefnavanda ungmenna síðustu ár og hefur áhyggjur af stöðu mála. Mjög auðvelt sé fyrir unglinga að nálgast vímuefni á samfélagsmiðlum og það sé liðin tíð að einungis börn sem búi við erfiðar aðstæður glími við fíkniefnavanda. 26. júlí 2024 22:43 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Full ástæða til að vara foreldra við Starfsfólk Foreldrahúss hefur séð aukningu í vímuefnavanda ungmenna síðustu ár og hefur áhyggjur af stöðu mála. Mjög auðvelt sé fyrir unglinga að nálgast vímuefni á samfélagsmiðlum og það sé liðin tíð að einungis börn sem búi við erfiðar aðstæður glími við fíkniefnavanda. 26. júlí 2024 22:43