Vill „alvöru úttekt“ á „alvöru úttektum“ Jón Þór Stefánsson skrifar 7. ágúst 2024 23:06 Einar Þorsteinsson og Friðjón R. Friðjónsson. Vísir/Vilhelm Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, gagnrýnir orð Einars Þorsteinassonar borgarstjóra um að ráðist verði í „alvöru úttekt“ á máli leikskólans Brákarborgar. Leikskólinn opnaði árið 2022 í húsnæði við Kleppsveg þar sem Adam og Eva höfðu áður verið til húsa. Skólinn fékk hönnunarverðlaunin Grænu skófluna sem fór fyrir brjóstið á einhverjum þar sem skólinn var enn ekki tilbúinn. Seinna komu mistök sem gerð höfðu verið við byggingu hússins í ljós. „Nú þurfum við að finna út úr því hvar ábyrgðin liggur, hvar mistökin voru gerð, af hverju var burðarþolið ekki í lagi. Þarna eru börn inni og við gerum þá kröfu að þau séu í öruggu húsnæði. Ég lít svo á að þetta sé mjög alvarlegt mál og við ætlum að láta gera alvöru úttekt á því,“ sagði Einar um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Lesa má nánar um viðtalið við Einar hér. Í færslu sem Friðjón ritar á Facebook veltir hann því fyrir sér hvað Einar eigi við um þegar hann tali um „alvöru úttekt“. „Við hljótum því að gagnálykta að þetta sé nauðsynleg aðgreining frá öðrum úttektunum borgarinnar sem voru ekki „alvöru“,“ skrifar Friðjón sem biður um úttekt á úttektum borgarinnar. „Það væri því ágætt að fá úttekt á því hvaða fyrri úttektir borgarinnar teljast til „alvöru úttekta“ og hvaða úttektir gera það ekki. Það væri kostur að sú úttekt væri „alvöru úttekt“.“ Einar hefur svarað Friðjóni í athugasemdakerfinu. Hann segir Friðjón draga umræðuna niður í ameríska umræðuhefð og furðar sig á því að innlegg Sjálfstæðisflokksins í umræðuna um málið sé með þessum hætti. „Þú ættir að prófa uppistand Friðjón, þetta er bráðfyndið hjá þér. Geri líka ráð fyrir að foreldrar fagni þessu málefnalega innleggi Sjálfstæðismanna inn í þetta alvarlega mál. Hjálpar sannarlega til að draga umræðuna niður í svona ameríska umræðuhefð. En þú ert auðvitað sérfræðingur í henni.” Þess má geta að þegar þessi frétt er skrifuð hefur Friðjón ekki svarað ummælum Einars, en hefur samt sem áður brugðist við þeim með tjákni, svokölluðum hjartaknúskalli. Uppfært: Friðjón hefur svarað athugasemd Einars og segir málið og stöðuna í borgina hálf fáránlega. „Kæri Einar, hafa Kanar núna einkarétt á smá skopi? Það finnst mér skrítið. En stundum er fáránleikinn þannig að það er ekki annað hægt en að benda á hversu grátbroslegur hann er,“ skrifar hann. „Það gengur bókstaflega ekkert upp hjá ykkur, borgin er á hausnum, engar íbúðir eru byggðar, Sundabraut er stopp, leikskólamálin eru í hassi, samgöngur í hægagangi og ég er ábyggilega að gleyma einhverju enn mikilvægara en að lokum, breytingarnar sem þið lofuðu, fyrir utan hver situr á borgarstjórastólnum, hvernig gengur?“ Borgarstjórn Reykjavík Leikskólar Skóla- og menntamál Mistök við byggingu Brákarborgar Tengdar fréttir Færa börnin eftir að skemmdir í leikskólanum komu í ljós Reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki leikskólans Brákarborgar var meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast áður en mistökin uppgötvuðust. Næstu mánuði verða framkvæmdir í húsnæðinu og starfsemi leikskólans flutt í húsnæði í Ármúla. 24. júlí 2024 17:13 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Leikskólinn opnaði árið 2022 í húsnæði við Kleppsveg þar sem Adam og Eva höfðu áður verið til húsa. Skólinn fékk hönnunarverðlaunin Grænu skófluna sem fór fyrir brjóstið á einhverjum þar sem skólinn var enn ekki tilbúinn. Seinna komu mistök sem gerð höfðu verið við byggingu hússins í ljós. „Nú þurfum við að finna út úr því hvar ábyrgðin liggur, hvar mistökin voru gerð, af hverju var burðarþolið ekki í lagi. Þarna eru börn inni og við gerum þá kröfu að þau séu í öruggu húsnæði. Ég lít svo á að þetta sé mjög alvarlegt mál og við ætlum að láta gera alvöru úttekt á því,“ sagði Einar um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Lesa má nánar um viðtalið við Einar hér. Í færslu sem Friðjón ritar á Facebook veltir hann því fyrir sér hvað Einar eigi við um þegar hann tali um „alvöru úttekt“. „Við hljótum því að gagnálykta að þetta sé nauðsynleg aðgreining frá öðrum úttektunum borgarinnar sem voru ekki „alvöru“,“ skrifar Friðjón sem biður um úttekt á úttektum borgarinnar. „Það væri því ágætt að fá úttekt á því hvaða fyrri úttektir borgarinnar teljast til „alvöru úttekta“ og hvaða úttektir gera það ekki. Það væri kostur að sú úttekt væri „alvöru úttekt“.“ Einar hefur svarað Friðjóni í athugasemdakerfinu. Hann segir Friðjón draga umræðuna niður í ameríska umræðuhefð og furðar sig á því að innlegg Sjálfstæðisflokksins í umræðuna um málið sé með þessum hætti. „Þú ættir að prófa uppistand Friðjón, þetta er bráðfyndið hjá þér. Geri líka ráð fyrir að foreldrar fagni þessu málefnalega innleggi Sjálfstæðismanna inn í þetta alvarlega mál. Hjálpar sannarlega til að draga umræðuna niður í svona ameríska umræðuhefð. En þú ert auðvitað sérfræðingur í henni.” Þess má geta að þegar þessi frétt er skrifuð hefur Friðjón ekki svarað ummælum Einars, en hefur samt sem áður brugðist við þeim með tjákni, svokölluðum hjartaknúskalli. Uppfært: Friðjón hefur svarað athugasemd Einars og segir málið og stöðuna í borgina hálf fáránlega. „Kæri Einar, hafa Kanar núna einkarétt á smá skopi? Það finnst mér skrítið. En stundum er fáránleikinn þannig að það er ekki annað hægt en að benda á hversu grátbroslegur hann er,“ skrifar hann. „Það gengur bókstaflega ekkert upp hjá ykkur, borgin er á hausnum, engar íbúðir eru byggðar, Sundabraut er stopp, leikskólamálin eru í hassi, samgöngur í hægagangi og ég er ábyggilega að gleyma einhverju enn mikilvægara en að lokum, breytingarnar sem þið lofuðu, fyrir utan hver situr á borgarstjórastólnum, hvernig gengur?“
Borgarstjórn Reykjavík Leikskólar Skóla- og menntamál Mistök við byggingu Brákarborgar Tengdar fréttir Færa börnin eftir að skemmdir í leikskólanum komu í ljós Reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki leikskólans Brákarborgar var meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast áður en mistökin uppgötvuðust. Næstu mánuði verða framkvæmdir í húsnæðinu og starfsemi leikskólans flutt í húsnæði í Ármúla. 24. júlí 2024 17:13 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Færa börnin eftir að skemmdir í leikskólanum komu í ljós Reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki leikskólans Brákarborgar var meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast áður en mistökin uppgötvuðust. Næstu mánuði verða framkvæmdir í húsnæðinu og starfsemi leikskólans flutt í húsnæði í Ármúla. 24. júlí 2024 17:13