„Það er greinilega bara eitthvað djók að nauðga“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. ágúst 2024 12:20 Guðný segir nauðgunargrín aldrei viðeigandi. Hún segir ótrúlegt að heyra ennþá svona brandara árið 2024. Vísir Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, segir nauðgunarbrandara Patriks Atlasonar skýrt merki um að við eigum enn langt í land með að uppræta nauðgunarmenningu og kynferðisofbeldi. Hún segir mikilvægt að huga að því sem maður segir, og ekki ýta undir nauðgunarmenningu. Ummæli sem Patrik Atlason lét falla í útvarpsþætti í síðustu viku, þar sem hann spurði hlustanda hvort hann hyggðist taka með sér botnlaust tjald á Þjóðhátíð, hafa vakið talsvert umtal. Brandarinn vakti ekki mikla lukku til dæmis hjá hópi fólk sem lét sig málið varða á Facebook síðunni Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu. Hvað er málið með þessa hátíð í Eyjum? Guðný gerði brandarann að umtalsefni í aðsendri grein á Vísi sem birtist í dag. Hún segir þar frá franskri vinkonu sinni sem spurði hana einu sinni út í Þjóðhátíð. „Hvað er málið með þessa hátíð í Eyjum þar sem konum er nauðgað og fólk talar um þetta sem eðlilegan hlut? Ég hef heyrt þetta kallað nauðgunarhátíð!“ spurði franska vinkonan. Guðný kveðst skilja frönsku vinkonuna vel. Samtalið hafi átt sér stað árið 2018, árið sem hlutfallslega langflestar nauðganir voru tilkynntar í Vestmannaeyjum. Ekkert kynferðisbrot hefur verið tilkynnt á nýafstaðini Þjóðhátíð. En þetta var náttúrulega bara grín, er það ekki? Guðný segir brandarann skýrt merki um að enn sé langt í land með að uppræta nauðgunarmenningu og kynferðisofbeldi. „Það að fyrirmynd ungra krakka spyr hlustanda í útvarpsþætti sínum á FM957 hvort hann ætli að mæta á Þjóðhátíð í Eyjum með botnlaust tjald segir allt sem segja þarf um hvert hugur hans leitar þegar hann hugsar um þessa hátíð. En þetta var náttúrulega bara grín, er það ekki?“ Guðný segir mikilvægt að huga að því hvað maður segir, ekki ýta undir nauðgunarmenningu og beinlínis gera grín úr aðferð sem hefur verið notuð til að nauðga fólki á Þjóðhátíð. „Fyrir þau sem þekkja afleiðingar þess konar ofbeldis er sárt og óhugnanlegt að heyra talað um það í léttu rúmi,“ segir Guðný. Kerfið bregðist þolendum ítrekað „Við verðum að horfast í augun við raunveruleikann; kynbundið ofbeldi er vandamál karla,“ segir Guðný. Tilkynningar hrúgist inn í kerfið sem síðan dregur gerendur ekki til ábyrgðar. Kerfið bregðist þolendum ofbeldis ítrekað „með lélegum rannsóknarháttum og nær ótakmarkaðri heimild til að fella mál niður þrátt fyrir sterk sönnunargögn,“ segir hún. „Nú sitjum við hér, árið 2024, með mann sem þúsundir hlusta á, spyrja hlustanda einfaldlega í beinni útsendingu: „Ætlar þú að mæta á Þjóðhátíð með botnlaust tjald?“ - eins og það sé jafn eðlilegt og að spyrja hvort viðkomandi ætli að taka með sér regnjakka til Eyja,“ segir Guðný, og segir greinilegt að það sé bara eitthvað djók að nauðga. Nauðgunargrín aldrei viðeigandi „Ef ég má orða það þannig fannst mér bara ótrúlegt að vera heyra þetta árið 2024,“ segir Guðný í samtali við fréttastofu. Hún segir að ummælin séu ógeðfelld, og finnst ámælisvert að manneskja í þessari stöðu geti sagt svona hlut án þess að tekið sé á því, að því er virðist. „Það væri líka bara ágætt ef Patrik myndi stíga fram og bera ábyrgð á sínum orðum,“ segir hún. Hún segir nauðgunargrín aldrei viðeigandi. „Það viðheldur nauðgunarmenningu sem við erum að reyna uppræta. Ef maður ætlar bara að líta á þetta sem djók, erum við bara ekki að taka þessu nógu alvarlega.“ „Orðum fylgir ábyrgð,“ segir hún að lokum. Ekki hefur náðst í Patrik vegna málsins. Þjóðhátíð í Eyjum Kynferðisofbeldi Vestmannaeyjar Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira
Ummæli sem Patrik Atlason lét falla í útvarpsþætti í síðustu viku, þar sem hann spurði hlustanda hvort hann hyggðist taka með sér botnlaust tjald á Þjóðhátíð, hafa vakið talsvert umtal. Brandarinn vakti ekki mikla lukku til dæmis hjá hópi fólk sem lét sig málið varða á Facebook síðunni Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu. Hvað er málið með þessa hátíð í Eyjum? Guðný gerði brandarann að umtalsefni í aðsendri grein á Vísi sem birtist í dag. Hún segir þar frá franskri vinkonu sinni sem spurði hana einu sinni út í Þjóðhátíð. „Hvað er málið með þessa hátíð í Eyjum þar sem konum er nauðgað og fólk talar um þetta sem eðlilegan hlut? Ég hef heyrt þetta kallað nauðgunarhátíð!“ spurði franska vinkonan. Guðný kveðst skilja frönsku vinkonuna vel. Samtalið hafi átt sér stað árið 2018, árið sem hlutfallslega langflestar nauðganir voru tilkynntar í Vestmannaeyjum. Ekkert kynferðisbrot hefur verið tilkynnt á nýafstaðini Þjóðhátíð. En þetta var náttúrulega bara grín, er það ekki? Guðný segir brandarann skýrt merki um að enn sé langt í land með að uppræta nauðgunarmenningu og kynferðisofbeldi. „Það að fyrirmynd ungra krakka spyr hlustanda í útvarpsþætti sínum á FM957 hvort hann ætli að mæta á Þjóðhátíð í Eyjum með botnlaust tjald segir allt sem segja þarf um hvert hugur hans leitar þegar hann hugsar um þessa hátíð. En þetta var náttúrulega bara grín, er það ekki?“ Guðný segir mikilvægt að huga að því hvað maður segir, ekki ýta undir nauðgunarmenningu og beinlínis gera grín úr aðferð sem hefur verið notuð til að nauðga fólki á Þjóðhátíð. „Fyrir þau sem þekkja afleiðingar þess konar ofbeldis er sárt og óhugnanlegt að heyra talað um það í léttu rúmi,“ segir Guðný. Kerfið bregðist þolendum ítrekað „Við verðum að horfast í augun við raunveruleikann; kynbundið ofbeldi er vandamál karla,“ segir Guðný. Tilkynningar hrúgist inn í kerfið sem síðan dregur gerendur ekki til ábyrgðar. Kerfið bregðist þolendum ofbeldis ítrekað „með lélegum rannsóknarháttum og nær ótakmarkaðri heimild til að fella mál niður þrátt fyrir sterk sönnunargögn,“ segir hún. „Nú sitjum við hér, árið 2024, með mann sem þúsundir hlusta á, spyrja hlustanda einfaldlega í beinni útsendingu: „Ætlar þú að mæta á Þjóðhátíð með botnlaust tjald?“ - eins og það sé jafn eðlilegt og að spyrja hvort viðkomandi ætli að taka með sér regnjakka til Eyja,“ segir Guðný, og segir greinilegt að það sé bara eitthvað djók að nauðga. Nauðgunargrín aldrei viðeigandi „Ef ég má orða það þannig fannst mér bara ótrúlegt að vera heyra þetta árið 2024,“ segir Guðný í samtali við fréttastofu. Hún segir að ummælin séu ógeðfelld, og finnst ámælisvert að manneskja í þessari stöðu geti sagt svona hlut án þess að tekið sé á því, að því er virðist. „Það væri líka bara ágætt ef Patrik myndi stíga fram og bera ábyrgð á sínum orðum,“ segir hún. Hún segir nauðgunargrín aldrei viðeigandi. „Það viðheldur nauðgunarmenningu sem við erum að reyna uppræta. Ef maður ætlar bara að líta á þetta sem djók, erum við bara ekki að taka þessu nógu alvarlega.“ „Orðum fylgir ábyrgð,“ segir hún að lokum. Ekki hefur náðst í Patrik vegna málsins.
Þjóðhátíð í Eyjum Kynferðisofbeldi Vestmannaeyjar Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira