„Ætla ekki að koma með einhverjar blammeringar hérna“ Hjörvar Ólafsson skrifar 6. ágúst 2024 21:40 Rúnar Páll hefur svo sannarlega ekki misst trú á verkefninu í Árbænum. Vísir/Pawel Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var einlægur að vanda og fór um víðan völl þegar hann ræddi leik sinna manna við Breiðablik í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Þar á meðal vítasyrnudóminn í fyrsta marki Blika, mögulega styrkingu í framlínu Fylkisliðsins og umræðu um vandræði við að borga laun lærisveina hans. „Mér fannst við bara spila heilt yfir vel í þessum leik. Þeir opnuðu okkur lítið sem ekkert og fá ekki mörg góð færi. Þeir skora fyrsta markið úr víti sem var bara aldrei víti. Það er klárt. Svo skora þeir eftir klafs þar sem Orri Sveinn er blokkaður. Ásgeir gerir svo ekki nógu vel þegar hann fær á sig í vítið í þriðja markinu,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis. „Eins og áður í sumar þá erum við ekki nógu skilvirkir í sóknarleiknum okkar. Það er ekkert launungarmál að við erum að leita að styrkingu í sóknarlínunni en það gengur hægt. Nikulás Val, sem er öflugur miðjumaður, er að skila fínu framlagi í framlínunni en það vantar brodd þar, það er ljóst. Vonandi náum við að landa sóknarmanni áður en glugginn lokar,“ sagði hann um sóknarleik lærisveina sinna. Það vakti athygli að Fylki sendi frá sér yfirlýsingu um korteri fyrir leik í kvöld þar sem svarað var fyrir umfjöllun Þungavigtarinnar um fjárhagsvandræði félagsins. Rúnar Páll vildi lítið segja um þá yfirlýsingu: „Hvað viltu að ég segi. Koma með einhverjar blammeringar hérna. Nei ég hef ekkert meira að segja um þetta mál en kemur fram í yfirlýsingunni. Við elskum þetta félag og ég er bara í vinnu fyrir Fylki og á meðan svo er þá geri ég mitt besta og legg mig allan fram við mín störf. Við stöndum allir saman í þessu og höfum fulla trú á því að við getum klifrað upp töfluna. Við höfum spilað vel í sumar og ég tel okkur eiga skilið að vera með fleiri stig. Einn til tveir sigurleikir í röð þá ertu kominn um miðja deild og ég er viss um að það muni gerast í næstu leikum. Nú þurfum við, já og þið fjölmiðlamenn líka, að fara að slaka aðeins og einbeita okkur að fótboltanum. Það er bara áfram gakk og næsti leikur sem skipti máli. Við höldum áfram þar til að mótið er búið,“ sagði Rúnar Páll ákveðinn en um leið léttur í lundu. Rúnar Páll útskýrði svo hvers vegna fyrirliði liðsins, Ragnar Bragi Sveinsson, hóf leikinn á varamannabekknum: „Ragnar Bragi er kominn með fjögur spjöld og við héldum að bannið hans myndi taka gildi á þriðjudegi eins og vaninn er. Af þeim sökum vorum við búnir að undirbúa leikinn með Ragnar Braga ekki í byrjunarliðinu. Við vildum ekki breyta því þegar á hólminn var komið og þess vegna byrjaði hann á bekknum,“ sagði þjálfarinn þrautreyndi hreinskilinn. Besta deild karla Fylkir Mest lesið Mikil sorg hjá Haaland Enski boltinn Lokar á föður sinn: Gerði hryllilega hluti við fólkið sem ég elska Enski boltinn Haraldur skammar Pawel: „Ömurlegt pólitískt útspil“ Íslenski boltinn Given vorkennir Heimi Fótbolti „Þeir hótuðu að handtaka konuna mína“ Fótbolti Hungrið enn til staðar hjá Gunnari: Með augun á næsta bardaga Sport Var með ferðatöskuna tilbúna af því að Liverpool ætlaði að kaupa hann Enski boltinn Man United tapaði yfir tuttugu milljörðum á síðasta ári Enski boltinn „Ég er mjög spenntur fyrir þessu fyrirkomulagi“ Fótbolti Ronaldo gagnrýnir Ten Hag: Man Utd þarf að endurbyggja allt Enski boltinn Fleiri fréttir Pochettino verður sá launahæsti í sögunni Var með ferðatöskuna tilbúna af því að Liverpool ætlaði að kaupa hann Myndatökumaður segir Emiliano Martínez hafa ráðist á sig Given vorkennir Heimi „Ég er mjög spenntur fyrir þessu fyrirkomulagi“ Haraldur skammar Pawel: „Ömurlegt pólitískt útspil“ Ronaldo gagnrýnir Ten Hag: Man Utd þarf að endurbyggja allt Mikil sorg hjá Haaland Arteta samþykkir nýjan samning Lokar á föður sinn: Gerði hryllilega hluti við fólkið sem ég elska Man United tapaði yfir tuttugu milljörðum á síðasta ári „Þeir hótuðu að handtaka konuna mína“ Bjóða frítt í Herjólf og rútu í von um fjölmenni í Breiðholti Tah getur valið úr gylliboðum næsta sumar Enzo missir bílprófið og fær sekt upp á hálfa milljón Vonarstjarna Liverpool með brotið bein í fæti Vildi vernda De Ligt með því að taka hann af velli Áslaug Dóra skoraði í öruggum bikarsigri Ødegaard missir af leikjunum gegn Tottenham og City Órætt tíst Ísaks vekur athygli Emma Hayes sannfærði Bandaríkin um að ganga langt til að fá Pochettino Böðvari blöskraði ræða Atla Viðars: „Hélt að Alex Jones hefði tekið við þættinum“ Vildi ekki að nýi landsliðsþjálfarinn hefði samband við sig Vill láta reka Heimi strax: „Kálið endist lengur en tannlæknirinn“ Chelsea vill yfirgefa Stamford Bridge Guðmundur í eins leiks bann en Böðvar sleppur Austurríkismaðurinn sem meiddi Ödegaard fullur iðrunar Brasilíumenn í basli í undankeppni HM Lagerbäck tjáir sig um „óvenjulegan“ fótboltastorm í Svíþjóð „Nýr þjálfari, sama gamla sagan“ Sjá meira
„Mér fannst við bara spila heilt yfir vel í þessum leik. Þeir opnuðu okkur lítið sem ekkert og fá ekki mörg góð færi. Þeir skora fyrsta markið úr víti sem var bara aldrei víti. Það er klárt. Svo skora þeir eftir klafs þar sem Orri Sveinn er blokkaður. Ásgeir gerir svo ekki nógu vel þegar hann fær á sig í vítið í þriðja markinu,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis. „Eins og áður í sumar þá erum við ekki nógu skilvirkir í sóknarleiknum okkar. Það er ekkert launungarmál að við erum að leita að styrkingu í sóknarlínunni en það gengur hægt. Nikulás Val, sem er öflugur miðjumaður, er að skila fínu framlagi í framlínunni en það vantar brodd þar, það er ljóst. Vonandi náum við að landa sóknarmanni áður en glugginn lokar,“ sagði hann um sóknarleik lærisveina sinna. Það vakti athygli að Fylki sendi frá sér yfirlýsingu um korteri fyrir leik í kvöld þar sem svarað var fyrir umfjöllun Þungavigtarinnar um fjárhagsvandræði félagsins. Rúnar Páll vildi lítið segja um þá yfirlýsingu: „Hvað viltu að ég segi. Koma með einhverjar blammeringar hérna. Nei ég hef ekkert meira að segja um þetta mál en kemur fram í yfirlýsingunni. Við elskum þetta félag og ég er bara í vinnu fyrir Fylki og á meðan svo er þá geri ég mitt besta og legg mig allan fram við mín störf. Við stöndum allir saman í þessu og höfum fulla trú á því að við getum klifrað upp töfluna. Við höfum spilað vel í sumar og ég tel okkur eiga skilið að vera með fleiri stig. Einn til tveir sigurleikir í röð þá ertu kominn um miðja deild og ég er viss um að það muni gerast í næstu leikum. Nú þurfum við, já og þið fjölmiðlamenn líka, að fara að slaka aðeins og einbeita okkur að fótboltanum. Það er bara áfram gakk og næsti leikur sem skipti máli. Við höldum áfram þar til að mótið er búið,“ sagði Rúnar Páll ákveðinn en um leið léttur í lundu. Rúnar Páll útskýrði svo hvers vegna fyrirliði liðsins, Ragnar Bragi Sveinsson, hóf leikinn á varamannabekknum: „Ragnar Bragi er kominn með fjögur spjöld og við héldum að bannið hans myndi taka gildi á þriðjudegi eins og vaninn er. Af þeim sökum vorum við búnir að undirbúa leikinn með Ragnar Braga ekki í byrjunarliðinu. Við vildum ekki breyta því þegar á hólminn var komið og þess vegna byrjaði hann á bekknum,“ sagði þjálfarinn þrautreyndi hreinskilinn.
Besta deild karla Fylkir Mest lesið Mikil sorg hjá Haaland Enski boltinn Lokar á föður sinn: Gerði hryllilega hluti við fólkið sem ég elska Enski boltinn Haraldur skammar Pawel: „Ömurlegt pólitískt útspil“ Íslenski boltinn Given vorkennir Heimi Fótbolti „Þeir hótuðu að handtaka konuna mína“ Fótbolti Hungrið enn til staðar hjá Gunnari: Með augun á næsta bardaga Sport Var með ferðatöskuna tilbúna af því að Liverpool ætlaði að kaupa hann Enski boltinn Man United tapaði yfir tuttugu milljörðum á síðasta ári Enski boltinn „Ég er mjög spenntur fyrir þessu fyrirkomulagi“ Fótbolti Ronaldo gagnrýnir Ten Hag: Man Utd þarf að endurbyggja allt Enski boltinn Fleiri fréttir Pochettino verður sá launahæsti í sögunni Var með ferðatöskuna tilbúna af því að Liverpool ætlaði að kaupa hann Myndatökumaður segir Emiliano Martínez hafa ráðist á sig Given vorkennir Heimi „Ég er mjög spenntur fyrir þessu fyrirkomulagi“ Haraldur skammar Pawel: „Ömurlegt pólitískt útspil“ Ronaldo gagnrýnir Ten Hag: Man Utd þarf að endurbyggja allt Mikil sorg hjá Haaland Arteta samþykkir nýjan samning Lokar á föður sinn: Gerði hryllilega hluti við fólkið sem ég elska Man United tapaði yfir tuttugu milljörðum á síðasta ári „Þeir hótuðu að handtaka konuna mína“ Bjóða frítt í Herjólf og rútu í von um fjölmenni í Breiðholti Tah getur valið úr gylliboðum næsta sumar Enzo missir bílprófið og fær sekt upp á hálfa milljón Vonarstjarna Liverpool með brotið bein í fæti Vildi vernda De Ligt með því að taka hann af velli Áslaug Dóra skoraði í öruggum bikarsigri Ødegaard missir af leikjunum gegn Tottenham og City Órætt tíst Ísaks vekur athygli Emma Hayes sannfærði Bandaríkin um að ganga langt til að fá Pochettino Böðvari blöskraði ræða Atla Viðars: „Hélt að Alex Jones hefði tekið við þættinum“ Vildi ekki að nýi landsliðsþjálfarinn hefði samband við sig Vill láta reka Heimi strax: „Kálið endist lengur en tannlæknirinn“ Chelsea vill yfirgefa Stamford Bridge Guðmundur í eins leiks bann en Böðvar sleppur Austurríkismaðurinn sem meiddi Ödegaard fullur iðrunar Brasilíumenn í basli í undankeppni HM Lagerbäck tjáir sig um „óvenjulegan“ fótboltastorm í Svíþjóð „Nýr þjálfari, sama gamla sagan“ Sjá meira