Maður grunaður um tilefnislausa stunguárás í varðhaldi síðan í janúar Jón Þór Stefánsson skrifar 6. ágúst 2024 17:26 Atvikið sem málið varðar átti sér stað á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur á hendur karlmanni á fimmtugsaldri sem er grunaður um tilraun til manndráps í janúar á þessu ári. Hann hefur verið ákærður fyrir að stinga annan mann af tilefnislausu á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar í Reykjavík. Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn 20. janúar, strax í kjölfar atviksins sem málið varðar. Hann hefur því sætt varðhaldi í rúma sex mánuði, sem munu verða orðnir sjö talsins þegar núgildandi úrskurður rennur úr gildi þann 27. ágúst næstkomandi. Aðalmeðferð í máli mannsins mun fara fram í byrjun september mánaðar. Atlaga sem hefði getað verið lífshættuleg Að mati dómskvaddra matsmanna er maðurinn talinn sakhæfur, en hann neitar sök í málinu. Manninum er gefið að sök að stinga annan mann tvisvar, annars vegar í öxl og hins vegar í hægri síðu, en fyrir vikið hlaut sá sem varð fyrir árásinni opið sár á öxl, opið sár á brjóstkassa og svokallað loft- og blóðbrjóst. Að mati læknis var atlagan sem hann varð fyrir mjög hættuleg, og hefði verið lífshættuleg hefði hann ekki komist í læknishendur. Sá sem varð fyrir árásinni krefst tæplega 5,2 milljóna í skaða- og miskabætur. Var að hlaupa undan þegar hann áttaði sig á stungunni Maðurinn sem varð fyrir árásinni og vinkona hans segjast hafa verið á leið heim úr miðbænum þegar þau veittu árásarmanninum athygli, en hann hafi verið að ganga á miðri götu og að þeirra mati að stefna sjálfum sér í hættu. Sá sem varð fyrir árásinni hafi reynt að ná sambandi við árásarmanninn sem hafi slegið hann í öxl og síðuna. Brotaþolinn og vinkonan hafi í kjölfarið hlaupið undan árásarmanninum, en stoppað þegar þau áttuðu sig á því að hann, sá sem varð fyrir árásinni, væri með stungusár á öxlinni og síðunni. Blóðugur hnífur á heimili árásarmannsins Árásarmaðurinn hins vegar kannast óljóst við að hafa hitt einstaklinga og lent í útistöðum við þá, en hann taldi þá hafa ráðist á sig og stungið sig í höndina, en þar var hann með nýlegan skurð. Hann kannaðist þó ekki við að hafa hitt parið, eða hafa verið á vettvanginum þar sem honum er gefið að sök að fremja árásina. Blóðugur hnífur fannst á heimili árásarmannsins, sem er skammt frá vettvangi málsins, sem hann kannast við að hafa haft meðferðis umrædda nótt. Þá fannst blóð úr honum á vettvangi málsins, skófar sem samsvarar skónum sem hann var í þegar hann var handtekinn, og jafnframt fannst síminn hans á vettvangi. Í fötum hans fannst blóð úr bæði honum sjálfum og manninum sem varð fyrir árásinni. Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Hnífaárás við Hofsvallagötu Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Sjá meira
Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn 20. janúar, strax í kjölfar atviksins sem málið varðar. Hann hefur því sætt varðhaldi í rúma sex mánuði, sem munu verða orðnir sjö talsins þegar núgildandi úrskurður rennur úr gildi þann 27. ágúst næstkomandi. Aðalmeðferð í máli mannsins mun fara fram í byrjun september mánaðar. Atlaga sem hefði getað verið lífshættuleg Að mati dómskvaddra matsmanna er maðurinn talinn sakhæfur, en hann neitar sök í málinu. Manninum er gefið að sök að stinga annan mann tvisvar, annars vegar í öxl og hins vegar í hægri síðu, en fyrir vikið hlaut sá sem varð fyrir árásinni opið sár á öxl, opið sár á brjóstkassa og svokallað loft- og blóðbrjóst. Að mati læknis var atlagan sem hann varð fyrir mjög hættuleg, og hefði verið lífshættuleg hefði hann ekki komist í læknishendur. Sá sem varð fyrir árásinni krefst tæplega 5,2 milljóna í skaða- og miskabætur. Var að hlaupa undan þegar hann áttaði sig á stungunni Maðurinn sem varð fyrir árásinni og vinkona hans segjast hafa verið á leið heim úr miðbænum þegar þau veittu árásarmanninum athygli, en hann hafi verið að ganga á miðri götu og að þeirra mati að stefna sjálfum sér í hættu. Sá sem varð fyrir árásinni hafi reynt að ná sambandi við árásarmanninn sem hafi slegið hann í öxl og síðuna. Brotaþolinn og vinkonan hafi í kjölfarið hlaupið undan árásarmanninum, en stoppað þegar þau áttuðu sig á því að hann, sá sem varð fyrir árásinni, væri með stungusár á öxlinni og síðunni. Blóðugur hnífur á heimili árásarmannsins Árásarmaðurinn hins vegar kannast óljóst við að hafa hitt einstaklinga og lent í útistöðum við þá, en hann taldi þá hafa ráðist á sig og stungið sig í höndina, en þar var hann með nýlegan skurð. Hann kannaðist þó ekki við að hafa hitt parið, eða hafa verið á vettvanginum þar sem honum er gefið að sök að fremja árásina. Blóðugur hnífur fannst á heimili árásarmannsins, sem er skammt frá vettvangi málsins, sem hann kannast við að hafa haft meðferðis umrædda nótt. Þá fannst blóð úr honum á vettvangi málsins, skófar sem samsvarar skónum sem hann var í þegar hann var handtekinn, og jafnframt fannst síminn hans á vettvangi. Í fötum hans fannst blóð úr bæði honum sjálfum og manninum sem varð fyrir árásinni.
Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Hnífaárás við Hofsvallagötu Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Sjá meira