Hörður Torfason biður Samtökin 78 afsökunar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. ágúst 2024 16:48 Hörður Torfason er söngvaskáld og brautryðjandi í réttindabaráttu samkynhneigðra. Vísir/GVA Hörður Torfason hefur beðið Auði Magndísi Auðardóttur og fyrrverandi stjórn Samtakanna 78 undir stjórn Hilmars Hildar Magnúsar afsökunar á ummælum sem hann lét falla í viðtali við DV árið 2018. Í viðtalinu talaði hann um að Samtökin hefðu sætt yfirtöku og verið rænt af hópi BDSM fólks. Árið 2016 fengu BDSM-samtök Íslands aðild að Samtökunum 78, hagsmunafélagi hinsegin fólks á Íslandi, en aðildarumsóknin var mikið hitamál og nokkur hópur fólks sagði sig úr samtökunum þegar hún var samþykkt. Hörður Torfason var stofnandi Samtakanna 78 á sínum tíma og var mjög virkur í starfi þeirra til ársins 1993. Hann var einn þeirra sem var mótfallinn aðild BDSM samtakanna. Í viðtali við DV árið 2018, sagði hann að Samtökin hefðu sætt yfirtöku og verið rænt af hópi BDSM fólks. „Það hafa orðið miklar sviptingar og þetta eru ekki þau samtök sem ég stofnaði árið 1978. Við vorum félagsskapur og fjölskylda en seinna varð þarna yfirtaka og upprunalegu gildunum ýtt út. Í dag eru samtökin mér mjög framandi og það þarf að skoða alvarlega hvað er að gerast þarna því þetta er rekið með opinberu fé,“ sagði Hörður í viðtalinu. „Ég hafði einfaldlega rangt fyrir mér“ Hörður baðst svo afsökunar á ummælunum á Facebook í dag. „Ég á mér engar málsbætur og ætla ekki að vera að teygja lopann. Ég hafði einfaldlega rangt fyrir mér og byggði á upplýsingum sem ég hafði átt að kanna betur,“ segir Hörður. Honum þykir miður að orð hans hafi verið notuð til að vinna gegn umræddu fólki og Samtökunum 78. Hinsegin Mest lesið Munurinn nemur þriggja ára skólagöngu Innlent „Eins og eitt stórt þvagpróf af Reykjavík“ Innlent „Fyrir mér virðist ég vera mjög auðvelt fórnarlamb“ Innlent Breskar konur stíga fram og ásaka Tate um nauðgun Erlent Krefjast þess að ríkisstjórn vakni af blundi á „sögulegum“ mótmælum Innlent Fegurðarsamkeppnin sem tók ljótan snúning Erlent Hringdi í skólann og varaði við rétt fyrir árásina Erlent „Gætu orðið áhrifamestu kappræður allra tíma“ Erlent Örn réðst á tveggja ára stúlku Erlent Umfangsmikil leit að manni sem skaut fimm í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Þurfa ekki lengur að treysta á olíuna Snjókoma á Norðurlandi og boðuð mótmæli á Austurvelli „Fyrir mér virðist ég vera mjög auðvelt fórnarlamb“ Krefjast þess að ríkisstjórn vakni af blundi á „sögulegum“ mótmælum Hlaup hafið að nýju í Skálm Reglur um fæðingarstyrk geri ráð fyrir einsleitum hópi námsmanna „Eins og eitt stórt þvagpróf af Reykjavík“ Björgunarsveit í fýluferð vegna neyðarblyss Munurinn nemur þriggja ára skólagöngu Skoða að breyta Hópinu í safn Ópíóðar í fráveituvatni og einstakt samband stúlku og æðarfugls Fólk sem líti aldrei glaðan dag reyti hár sitt yfir saklausri auglýsingu 14 pör eða hjón í Hrunamannahreppi eiga von á barni Sturluð stemning á tónleikum Skálmaldar undir norðurljósunum Engin vopn á Ljósanótt og Októberfest Bæjarráð vill opna Grindavík fyrir almenningi Hundi haldið sofandi eftir amfetamíneitrun Ljósanæturuppgjör og stórtónleikar Skálmaldar Segir kraftaverk að sonur sinn sé á lífi Staða innflytjenda og kæra vegna Búrfellsvirkjunnar Íslendingur horfir fram á 24 ár í fangelsi til viðbótar Kýldi tvo lögregluþjóna í andlitið Gjaldþrot flugfélags leiddi til fyrstu flugvélasmíði Íslands Réðst á ferðamann og rændi hann Sundlauginni lokað vegna alvarlegrar bilunar Smali slasaðist við smalamennsku Stúlkan er fundin Leikskólabörn og 88 ára harmoníkuleikari Nýliðun í framkvæmdastjórn Pírata „Þetta má aldrei gerast aftur“ Sjá meira
Árið 2016 fengu BDSM-samtök Íslands aðild að Samtökunum 78, hagsmunafélagi hinsegin fólks á Íslandi, en aðildarumsóknin var mikið hitamál og nokkur hópur fólks sagði sig úr samtökunum þegar hún var samþykkt. Hörður Torfason var stofnandi Samtakanna 78 á sínum tíma og var mjög virkur í starfi þeirra til ársins 1993. Hann var einn þeirra sem var mótfallinn aðild BDSM samtakanna. Í viðtali við DV árið 2018, sagði hann að Samtökin hefðu sætt yfirtöku og verið rænt af hópi BDSM fólks. „Það hafa orðið miklar sviptingar og þetta eru ekki þau samtök sem ég stofnaði árið 1978. Við vorum félagsskapur og fjölskylda en seinna varð þarna yfirtaka og upprunalegu gildunum ýtt út. Í dag eru samtökin mér mjög framandi og það þarf að skoða alvarlega hvað er að gerast þarna því þetta er rekið með opinberu fé,“ sagði Hörður í viðtalinu. „Ég hafði einfaldlega rangt fyrir mér“ Hörður baðst svo afsökunar á ummælunum á Facebook í dag. „Ég á mér engar málsbætur og ætla ekki að vera að teygja lopann. Ég hafði einfaldlega rangt fyrir mér og byggði á upplýsingum sem ég hafði átt að kanna betur,“ segir Hörður. Honum þykir miður að orð hans hafi verið notuð til að vinna gegn umræddu fólki og Samtökunum 78.
Hinsegin Mest lesið Munurinn nemur þriggja ára skólagöngu Innlent „Eins og eitt stórt þvagpróf af Reykjavík“ Innlent „Fyrir mér virðist ég vera mjög auðvelt fórnarlamb“ Innlent Breskar konur stíga fram og ásaka Tate um nauðgun Erlent Krefjast þess að ríkisstjórn vakni af blundi á „sögulegum“ mótmælum Innlent Fegurðarsamkeppnin sem tók ljótan snúning Erlent Hringdi í skólann og varaði við rétt fyrir árásina Erlent „Gætu orðið áhrifamestu kappræður allra tíma“ Erlent Örn réðst á tveggja ára stúlku Erlent Umfangsmikil leit að manni sem skaut fimm í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Þurfa ekki lengur að treysta á olíuna Snjókoma á Norðurlandi og boðuð mótmæli á Austurvelli „Fyrir mér virðist ég vera mjög auðvelt fórnarlamb“ Krefjast þess að ríkisstjórn vakni af blundi á „sögulegum“ mótmælum Hlaup hafið að nýju í Skálm Reglur um fæðingarstyrk geri ráð fyrir einsleitum hópi námsmanna „Eins og eitt stórt þvagpróf af Reykjavík“ Björgunarsveit í fýluferð vegna neyðarblyss Munurinn nemur þriggja ára skólagöngu Skoða að breyta Hópinu í safn Ópíóðar í fráveituvatni og einstakt samband stúlku og æðarfugls Fólk sem líti aldrei glaðan dag reyti hár sitt yfir saklausri auglýsingu 14 pör eða hjón í Hrunamannahreppi eiga von á barni Sturluð stemning á tónleikum Skálmaldar undir norðurljósunum Engin vopn á Ljósanótt og Októberfest Bæjarráð vill opna Grindavík fyrir almenningi Hundi haldið sofandi eftir amfetamíneitrun Ljósanæturuppgjör og stórtónleikar Skálmaldar Segir kraftaverk að sonur sinn sé á lífi Staða innflytjenda og kæra vegna Búrfellsvirkjunnar Íslendingur horfir fram á 24 ár í fangelsi til viðbótar Kýldi tvo lögregluþjóna í andlitið Gjaldþrot flugfélags leiddi til fyrstu flugvélasmíði Íslands Réðst á ferðamann og rændi hann Sundlauginni lokað vegna alvarlegrar bilunar Smali slasaðist við smalamennsku Stúlkan er fundin Leikskólabörn og 88 ára harmoníkuleikari Nýliðun í framkvæmdastjórn Pírata „Þetta má aldrei gerast aftur“ Sjá meira