„Stanslaus barátta við það að vera ekki með menn í einangrun“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. júlí 2024 22:50 Halldór Valur Pálsson er forstöðumaður fangelsanna á Hólmsheiði og Litla Hrauni. Vísir/Sigurjón Forstöðumaður Litla Hrauns og Hólmsheiðarfangelsis segir slæma hegðun fanga færast í aukana. Fangelsin séu vel í stakk búin til að takast á við vandann eins og sakir standa, en haldi aukningin áfram geti skapast vandamál. Undanfarið hefur verið fjallað um mál Mohamads Korani, sem var í gær sakfelldur fyrir tilraun til manndráps, líkamsárás og fjölda valdstjórnarbrota. Þar á meðal eru hótanir í garð lögreglumanna og fangavarða, og að hrækja á fangaverði. Forstöðumaður Litla Hrauns og Hólmsheiðarfangelsis segir starfsmenn fangelsanna vel í stakk búna til að takast á við slík mál. „Á Litla Hrauni erum við með sérstakan öryggisgang fyrir þá sem ekki geta vistast innan um almenna fanga. Við getum einnig vistað menn tímabundið í einangrun,“ segir Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður. Í samtali við fréttastofu í síðustu viku sagði fangelsismálastjóri að slæm hegðun fanga hefði færst í aukana. Halldór segir það einnig sína upplifun. Meginmarkmiðið sé að fangar komist farsællega í gegnum afplánun. Þó séu dæmi um fanga sem glími við geðsjúkdóma eða hafi verið í mikill neyslu. Því geti fylgt erfiður hegðunarvandi, sem oftast sé tímabundinn. Fangelsin ráði almennt vel við þau verkefni. Nýtt fangelsi muni breyta miklu „Ef þessum málum fer að fjölga mjög mikið og við sjáum mikla aukningu í einstaklingum með mikla þjónustuþörf, mikla þörf á aðstoð og mikinn hegðunarvanda, þá eigum við kannski erfitt með að sinna þjónustu við hina fangana jafnvel.“ Það sé þó ekki fyrsta úrræði að setja menn í einangrun, þegar þeir glími við slíkan vanda. „Þetta er stanslaus barátta við það að vera ekki með menn í einangrun. Koma þeim í einhvers konar virkni, daglega rútínu og annað,“ segir Halldór. Þar komi að sálfræðingar, félagsráðgjafar, geðheilsuteymi fangelsanna og heilsugæsla. Halldór segir nýtt fangelsi á Litlau Hrauni munu miklu breyta. „Aðstæður munu þá aðstoða okkur við það að takast á við erfiða einstaklinga, og gera í raun afplánun erfiðari einstaklinga auðveldari.“ Enn eru þónokkur ár í að nýtt fangelsi á Litla Hrauni verði tekið í gagnið, og því verði þau fangelsi sem nú standa að duga. „Þau ráða við vandann sem við erum að takast á við í dag, en ef hann eykst mikið þá erum við fljót að lenda í vanda.“ Fangelsismál Mál Mohamad Kourani Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira
Undanfarið hefur verið fjallað um mál Mohamads Korani, sem var í gær sakfelldur fyrir tilraun til manndráps, líkamsárás og fjölda valdstjórnarbrota. Þar á meðal eru hótanir í garð lögreglumanna og fangavarða, og að hrækja á fangaverði. Forstöðumaður Litla Hrauns og Hólmsheiðarfangelsis segir starfsmenn fangelsanna vel í stakk búna til að takast á við slík mál. „Á Litla Hrauni erum við með sérstakan öryggisgang fyrir þá sem ekki geta vistast innan um almenna fanga. Við getum einnig vistað menn tímabundið í einangrun,“ segir Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður. Í samtali við fréttastofu í síðustu viku sagði fangelsismálastjóri að slæm hegðun fanga hefði færst í aukana. Halldór segir það einnig sína upplifun. Meginmarkmiðið sé að fangar komist farsællega í gegnum afplánun. Þó séu dæmi um fanga sem glími við geðsjúkdóma eða hafi verið í mikill neyslu. Því geti fylgt erfiður hegðunarvandi, sem oftast sé tímabundinn. Fangelsin ráði almennt vel við þau verkefni. Nýtt fangelsi muni breyta miklu „Ef þessum málum fer að fjölga mjög mikið og við sjáum mikla aukningu í einstaklingum með mikla þjónustuþörf, mikla þörf á aðstoð og mikinn hegðunarvanda, þá eigum við kannski erfitt með að sinna þjónustu við hina fangana jafnvel.“ Það sé þó ekki fyrsta úrræði að setja menn í einangrun, þegar þeir glími við slíkan vanda. „Þetta er stanslaus barátta við það að vera ekki með menn í einangrun. Koma þeim í einhvers konar virkni, daglega rútínu og annað,“ segir Halldór. Þar komi að sálfræðingar, félagsráðgjafar, geðheilsuteymi fangelsanna og heilsugæsla. Halldór segir nýtt fangelsi á Litlau Hrauni munu miklu breyta. „Aðstæður munu þá aðstoða okkur við það að takast á við erfiða einstaklinga, og gera í raun afplánun erfiðari einstaklinga auðveldari.“ Enn eru þónokkur ár í að nýtt fangelsi á Litla Hrauni verði tekið í gagnið, og því verði þau fangelsi sem nú standa að duga. „Þau ráða við vandann sem við erum að takast á við í dag, en ef hann eykst mikið þá erum við fljót að lenda í vanda.“
Fangelsismál Mál Mohamad Kourani Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira