Hópsöngur og TikTok-dans á Bessastöðum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. ágúst 2024 13:04 Halla hélt teiti á Bessastöðum í gær þar sem ætlunin var að fagna unga fólkinu sérstaklega. instagram Halla Tómasdóttir tók við embætti í gær sem sjöundi forseti lýðveldisins. Öllu var til tjaldað. Að lokinni athöfn í Dómkirkjunni og Alþingissalnum tók við eftirpartí í Smiðju, nýrri viðbyggingu Alþingis, áður en leiðin lá á Bessastaði þar sem sungið var um ferðalok og stiginn TikTok-dans. Hátíðleg athöfnin gekk vel fyrir sig. Dagskráin hófst á helgistund í Dómkirkjunni áður en gengið var yfir í þinghúsið, þar sem Halla undirritaði drengskaparheit og minntist fósturjarðarinnar af svölum þingshússins. Í Smiðju var síðan mikið um dýrðir. Halla bauð persónulega 110 manns, þar á meðal forstjóra Brimborgar, sem forsetahjónin keyptu nýjan bíl af á dögunum, og Björgu Ingadóttur fatahönnuði. Björg sérsaumaði tvo kjóla sem Halla klæddist í gær. Öðrum á innsetningarathöfninni og hinum í eftirpartíinu. Úr Smiðju lá leiðin á Álftanes, þar sem Halla bauð í sitt fyrsta Bessastaðateiti. Þangað bættust enn fleiri í hópinn sem lögðu Höllu lið í kosningabaráttunni. Unga fólkið, sem stóð að kosningabaráttu Höllu á samfélagsmiðlum, lét sig ekki vanta. Kosningabaráttan var fréttnæm fyrir þær sakir að efni á TikTok var í aðalhlutverki og náði vel til unga fólksins. „Það þarf bara að matreiða efni ofan í þessa ungu kynslóð eins og hún vill fá það í dag. Einfalt, stutt og hnitmiðað. Yfir höfuð er kosningabarátta bara ógeðslega leiðinleg“ sagði Eyþór Aron Wöhler knattspyrnumaður í Íslandi í dag þar sem rætt var við fjögur ungmenni sem tóku virkan þátt í kosningabaráttunni. Eyþór greip tækifærið á Bessastöðum í gær og dansaði á tröppunum með félaga. View this post on Instagram A post shared by HúbbaBúbba (@hubbabubbamusik) Samantekt af vinsælustu myndböndum Höllu í kosningabaráttunni á Tik Tok má sjá hér. Í Bessastaðastofu var síðan kraftmikill hópsöngur. Myndbönd af gestum að syngja lagið Ég er kominn heim, sem Óðinn Valdimarsson gerði frægt, sáust víða á Instagram, enda margir símar á lofti. Þau forsetahjón Halla og Björn eru ekki enn sem komið er flutt á Bessastaði, en nú standa yfir viðgerðir í húsi sem kallað er Litlu-Bessastaðir eða heimili forseta. „Við erum ekki flutt inn enn þá, en við vonum að það verði hið fyrsta,“ sagði Halla í samtali við fréttastofu eftir embættistökuna í gær, sem Björn lýsti sem „gæsahúð“ fyrir sig. Lína Birgitta lét sig ekki vanta og smellti mynd af bókahillum.instagram Halla tók fram að í Bessastaðateitinu yrði áhersla lögð á að fagna ungu sjálfboðaliðunum. Enda væri góð kosningaþátttaka unga fólksins það sem hún væri hvað mest þakklát fyrir. Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Hátíðleg athöfnin gekk vel fyrir sig. Dagskráin hófst á helgistund í Dómkirkjunni áður en gengið var yfir í þinghúsið, þar sem Halla undirritaði drengskaparheit og minntist fósturjarðarinnar af svölum þingshússins. Í Smiðju var síðan mikið um dýrðir. Halla bauð persónulega 110 manns, þar á meðal forstjóra Brimborgar, sem forsetahjónin keyptu nýjan bíl af á dögunum, og Björgu Ingadóttur fatahönnuði. Björg sérsaumaði tvo kjóla sem Halla klæddist í gær. Öðrum á innsetningarathöfninni og hinum í eftirpartíinu. Úr Smiðju lá leiðin á Álftanes, þar sem Halla bauð í sitt fyrsta Bessastaðateiti. Þangað bættust enn fleiri í hópinn sem lögðu Höllu lið í kosningabaráttunni. Unga fólkið, sem stóð að kosningabaráttu Höllu á samfélagsmiðlum, lét sig ekki vanta. Kosningabaráttan var fréttnæm fyrir þær sakir að efni á TikTok var í aðalhlutverki og náði vel til unga fólksins. „Það þarf bara að matreiða efni ofan í þessa ungu kynslóð eins og hún vill fá það í dag. Einfalt, stutt og hnitmiðað. Yfir höfuð er kosningabarátta bara ógeðslega leiðinleg“ sagði Eyþór Aron Wöhler knattspyrnumaður í Íslandi í dag þar sem rætt var við fjögur ungmenni sem tóku virkan þátt í kosningabaráttunni. Eyþór greip tækifærið á Bessastöðum í gær og dansaði á tröppunum með félaga. View this post on Instagram A post shared by HúbbaBúbba (@hubbabubbamusik) Samantekt af vinsælustu myndböndum Höllu í kosningabaráttunni á Tik Tok má sjá hér. Í Bessastaðastofu var síðan kraftmikill hópsöngur. Myndbönd af gestum að syngja lagið Ég er kominn heim, sem Óðinn Valdimarsson gerði frægt, sáust víða á Instagram, enda margir símar á lofti. Þau forsetahjón Halla og Björn eru ekki enn sem komið er flutt á Bessastaði, en nú standa yfir viðgerðir í húsi sem kallað er Litlu-Bessastaðir eða heimili forseta. „Við erum ekki flutt inn enn þá, en við vonum að það verði hið fyrsta,“ sagði Halla í samtali við fréttastofu eftir embættistökuna í gær, sem Björn lýsti sem „gæsahúð“ fyrir sig. Lína Birgitta lét sig ekki vanta og smellti mynd af bókahillum.instagram Halla tók fram að í Bessastaðateitinu yrði áhersla lögð á að fagna ungu sjálfboðaliðunum. Enda væri góð kosningaþátttaka unga fólksins það sem hún væri hvað mest þakklát fyrir.
Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira