Hópsöngur og TikTok-dans á Bessastöðum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. ágúst 2024 13:04 Halla hélt teiti á Bessastöðum í gær þar sem ætlunin var að fagna unga fólkinu sérstaklega. instagram Halla Tómasdóttir tók við embætti í gær sem sjöundi forseti lýðveldisins. Öllu var til tjaldað. Að lokinni athöfn í Dómkirkjunni og Alþingissalnum tók við eftirpartí í Smiðju, nýrri viðbyggingu Alþingis, áður en leiðin lá á Bessastaði þar sem sungið var um ferðalok og stiginn TikTok-dans. Hátíðleg athöfnin gekk vel fyrir sig. Dagskráin hófst á helgistund í Dómkirkjunni áður en gengið var yfir í þinghúsið, þar sem Halla undirritaði drengskaparheit og minntist fósturjarðarinnar af svölum þingshússins. Í Smiðju var síðan mikið um dýrðir. Halla bauð persónulega 110 manns, þar á meðal forstjóra Brimborgar, sem forsetahjónin keyptu nýjan bíl af á dögunum, og Björgu Ingadóttur fatahönnuði. Björg sérsaumaði tvo kjóla sem Halla klæddist í gær. Öðrum á innsetningarathöfninni og hinum í eftirpartíinu. Úr Smiðju lá leiðin á Álftanes, þar sem Halla bauð í sitt fyrsta Bessastaðateiti. Þangað bættust enn fleiri í hópinn sem lögðu Höllu lið í kosningabaráttunni. Unga fólkið, sem stóð að kosningabaráttu Höllu á samfélagsmiðlum, lét sig ekki vanta. Kosningabaráttan var fréttnæm fyrir þær sakir að efni á TikTok var í aðalhlutverki og náði vel til unga fólksins. „Það þarf bara að matreiða efni ofan í þessa ungu kynslóð eins og hún vill fá það í dag. Einfalt, stutt og hnitmiðað. Yfir höfuð er kosningabarátta bara ógeðslega leiðinleg“ sagði Eyþór Aron Wöhler knattspyrnumaður í Íslandi í dag þar sem rætt var við fjögur ungmenni sem tóku virkan þátt í kosningabaráttunni. Eyþór greip tækifærið á Bessastöðum í gær og dansaði á tröppunum með félaga. View this post on Instagram A post shared by HúbbaBúbba (@hubbabubbamusik) Samantekt af vinsælustu myndböndum Höllu í kosningabaráttunni á Tik Tok má sjá hér. Í Bessastaðastofu var síðan kraftmikill hópsöngur. Myndbönd af gestum að syngja lagið Ég er kominn heim, sem Óðinn Valdimarsson gerði frægt, sáust víða á Instagram, enda margir símar á lofti. Þau forsetahjón Halla og Björn eru ekki enn sem komið er flutt á Bessastaði, en nú standa yfir viðgerðir í húsi sem kallað er Litlu-Bessastaðir eða heimili forseta. „Við erum ekki flutt inn enn þá, en við vonum að það verði hið fyrsta,“ sagði Halla í samtali við fréttastofu eftir embættistökuna í gær, sem Björn lýsti sem „gæsahúð“ fyrir sig. Lína Birgitta lét sig ekki vanta og smellti mynd af bókahillum.instagram Halla tók fram að í Bessastaðateitinu yrði áhersla lögð á að fagna ungu sjálfboðaliðunum. Enda væri góð kosningaþátttaka unga fólksins það sem hún væri hvað mest þakklát fyrir. Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fleiri fréttir Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Sjá meira
Hátíðleg athöfnin gekk vel fyrir sig. Dagskráin hófst á helgistund í Dómkirkjunni áður en gengið var yfir í þinghúsið, þar sem Halla undirritaði drengskaparheit og minntist fósturjarðarinnar af svölum þingshússins. Í Smiðju var síðan mikið um dýrðir. Halla bauð persónulega 110 manns, þar á meðal forstjóra Brimborgar, sem forsetahjónin keyptu nýjan bíl af á dögunum, og Björgu Ingadóttur fatahönnuði. Björg sérsaumaði tvo kjóla sem Halla klæddist í gær. Öðrum á innsetningarathöfninni og hinum í eftirpartíinu. Úr Smiðju lá leiðin á Álftanes, þar sem Halla bauð í sitt fyrsta Bessastaðateiti. Þangað bættust enn fleiri í hópinn sem lögðu Höllu lið í kosningabaráttunni. Unga fólkið, sem stóð að kosningabaráttu Höllu á samfélagsmiðlum, lét sig ekki vanta. Kosningabaráttan var fréttnæm fyrir þær sakir að efni á TikTok var í aðalhlutverki og náði vel til unga fólksins. „Það þarf bara að matreiða efni ofan í þessa ungu kynslóð eins og hún vill fá það í dag. Einfalt, stutt og hnitmiðað. Yfir höfuð er kosningabarátta bara ógeðslega leiðinleg“ sagði Eyþór Aron Wöhler knattspyrnumaður í Íslandi í dag þar sem rætt var við fjögur ungmenni sem tóku virkan þátt í kosningabaráttunni. Eyþór greip tækifærið á Bessastöðum í gær og dansaði á tröppunum með félaga. View this post on Instagram A post shared by HúbbaBúbba (@hubbabubbamusik) Samantekt af vinsælustu myndböndum Höllu í kosningabaráttunni á Tik Tok má sjá hér. Í Bessastaðastofu var síðan kraftmikill hópsöngur. Myndbönd af gestum að syngja lagið Ég er kominn heim, sem Óðinn Valdimarsson gerði frægt, sáust víða á Instagram, enda margir símar á lofti. Þau forsetahjón Halla og Björn eru ekki enn sem komið er flutt á Bessastaði, en nú standa yfir viðgerðir í húsi sem kallað er Litlu-Bessastaðir eða heimili forseta. „Við erum ekki flutt inn enn þá, en við vonum að það verði hið fyrsta,“ sagði Halla í samtali við fréttastofu eftir embættistökuna í gær, sem Björn lýsti sem „gæsahúð“ fyrir sig. Lína Birgitta lét sig ekki vanta og smellti mynd af bókahillum.instagram Halla tók fram að í Bessastaðateitinu yrði áhersla lögð á að fagna ungu sjálfboðaliðunum. Enda væri góð kosningaþátttaka unga fólksins það sem hún væri hvað mest þakklát fyrir.
Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fleiri fréttir Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Sjá meira