Vegfarendum stafi hætta af auglýsingaskiltum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 30. júlí 2024 19:53 Auglýsingaskilti geta truflað ökumenn. Vegagerðin segir auglýsingaskilti vera til þess gerð að draga athygli ökumanna frá akstrinum. Bjartir skjáir sem skipta á milli auglýsinga ótt og títt við gatnamót þar sem mikið er um að vera eru sérstaklega varhugaverð. Auglýsingaskilti eru á hverju strái í Reykjavík og víðar og gjarnan í grennd við akbrautir. Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar, segist hafa áhyggjur af áhrifum skiltanna á ökumenn og að það ógni öryggi vegfarenda. „Við höfum það að markmiði að tryggja umferðaröryggi og að það sé sem best. Þessi skilti eru til þess fallin að draga athygli frá akstrinum ef að ökumaðurinn lítur af því sem hann er að fást við á auglýsingaskilti þá getur það valdið auka hættu í umferðinni og það er eitthvað sem við höfum áhyggjur af.“ Klippa: Auglýsingaskilti valda hættu Björt skilti alverst Vegagerðin hefur ekki markvíst spornað gegn því að auglýsingaskilti og skjáir séu reistir í síauknu mæli við akbrautir og gatnamót en Bergþóra bendir á að þau heimili ekki skilti í grennd við vegi sem eru til umráða hjá Vegagerðinni. Aðrir vegir eru á forræði sveitarfélaganna sem setja sér sjálf reglur um auglýsingaskilti við vegi. Bergþóra segir truflanaáhrif skilta fara eftir eðli þeirra. „Það er fyrst og fremst í raunu skilti sem hafa mikinn ljóma. Það er að segja lýsingin er mjög sterk, birtan er mjög sterk. Eins líka ef það er mikið af hreyfimyndum og ef það eru ör skipti á skiltunum. Það er það sem er verst, alverst.“ Of mikið áreiti truflar ökumenn Bergþóra segir það sérstaklega varhugavert þegar að skilti eru við gatnamót eða vegi þar sem er mikið er um að vera og að of mikið áreiti geti valdið alvarlegum slysum. „Það er hægt að lifa með auglýsingaskiltum sem trufla minnst þar sem minnst annað er um að vera en alls ekki þar sem eru margir vegfarendur, hópar sem eru að mætast, gatnamót eða slíkt. Það er bara mjög óæskilegt.“ Samgöngustofa hefur undanfarið lagt mikla áherslu á það að ökumenn eigi að hafa augun á veginum en ekki á skjánum á símanum en að mati Bergþóru er þetta vandamál sambærilegt vanda vegna auglýsinga. „Stundum eru þessi skilti það langt fyrir utan sjónsviðið að þú ert ekki nálægt því að horfa á það sem er að gerast á veginum. Þannig það er mjög ógnvænlegt.“ Umferð Vegagerð Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Borgarkringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Sjá meira
Auglýsingaskilti eru á hverju strái í Reykjavík og víðar og gjarnan í grennd við akbrautir. Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar, segist hafa áhyggjur af áhrifum skiltanna á ökumenn og að það ógni öryggi vegfarenda. „Við höfum það að markmiði að tryggja umferðaröryggi og að það sé sem best. Þessi skilti eru til þess fallin að draga athygli frá akstrinum ef að ökumaðurinn lítur af því sem hann er að fást við á auglýsingaskilti þá getur það valdið auka hættu í umferðinni og það er eitthvað sem við höfum áhyggjur af.“ Klippa: Auglýsingaskilti valda hættu Björt skilti alverst Vegagerðin hefur ekki markvíst spornað gegn því að auglýsingaskilti og skjáir séu reistir í síauknu mæli við akbrautir og gatnamót en Bergþóra bendir á að þau heimili ekki skilti í grennd við vegi sem eru til umráða hjá Vegagerðinni. Aðrir vegir eru á forræði sveitarfélaganna sem setja sér sjálf reglur um auglýsingaskilti við vegi. Bergþóra segir truflanaáhrif skilta fara eftir eðli þeirra. „Það er fyrst og fremst í raunu skilti sem hafa mikinn ljóma. Það er að segja lýsingin er mjög sterk, birtan er mjög sterk. Eins líka ef það er mikið af hreyfimyndum og ef það eru ör skipti á skiltunum. Það er það sem er verst, alverst.“ Of mikið áreiti truflar ökumenn Bergþóra segir það sérstaklega varhugavert þegar að skilti eru við gatnamót eða vegi þar sem er mikið er um að vera og að of mikið áreiti geti valdið alvarlegum slysum. „Það er hægt að lifa með auglýsingaskiltum sem trufla minnst þar sem minnst annað er um að vera en alls ekki þar sem eru margir vegfarendur, hópar sem eru að mætast, gatnamót eða slíkt. Það er bara mjög óæskilegt.“ Samgöngustofa hefur undanfarið lagt mikla áherslu á það að ökumenn eigi að hafa augun á veginum en ekki á skjánum á símanum en að mati Bergþóru er þetta vandamál sambærilegt vanda vegna auglýsinga. „Stundum eru þessi skilti það langt fyrir utan sjónsviðið að þú ert ekki nálægt því að horfa á það sem er að gerast á veginum. Þannig það er mjög ógnvænlegt.“
Umferð Vegagerð Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Borgarkringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Sjá meira