Vegfarendum stafi hætta af auglýsingaskiltum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 30. júlí 2024 19:53 Auglýsingaskilti geta truflað ökumenn. Vegagerðin segir auglýsingaskilti vera til þess gerð að draga athygli ökumanna frá akstrinum. Bjartir skjáir sem skipta á milli auglýsinga ótt og títt við gatnamót þar sem mikið er um að vera eru sérstaklega varhugaverð. Auglýsingaskilti eru á hverju strái í Reykjavík og víðar og gjarnan í grennd við akbrautir. Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar, segist hafa áhyggjur af áhrifum skiltanna á ökumenn og að það ógni öryggi vegfarenda. „Við höfum það að markmiði að tryggja umferðaröryggi og að það sé sem best. Þessi skilti eru til þess fallin að draga athygli frá akstrinum ef að ökumaðurinn lítur af því sem hann er að fást við á auglýsingaskilti þá getur það valdið auka hættu í umferðinni og það er eitthvað sem við höfum áhyggjur af.“ Klippa: Auglýsingaskilti valda hættu Björt skilti alverst Vegagerðin hefur ekki markvíst spornað gegn því að auglýsingaskilti og skjáir séu reistir í síauknu mæli við akbrautir og gatnamót en Bergþóra bendir á að þau heimili ekki skilti í grennd við vegi sem eru til umráða hjá Vegagerðinni. Aðrir vegir eru á forræði sveitarfélaganna sem setja sér sjálf reglur um auglýsingaskilti við vegi. Bergþóra segir truflanaáhrif skilta fara eftir eðli þeirra. „Það er fyrst og fremst í raunu skilti sem hafa mikinn ljóma. Það er að segja lýsingin er mjög sterk, birtan er mjög sterk. Eins líka ef það er mikið af hreyfimyndum og ef það eru ör skipti á skiltunum. Það er það sem er verst, alverst.“ Of mikið áreiti truflar ökumenn Bergþóra segir það sérstaklega varhugavert þegar að skilti eru við gatnamót eða vegi þar sem er mikið er um að vera og að of mikið áreiti geti valdið alvarlegum slysum. „Það er hægt að lifa með auglýsingaskiltum sem trufla minnst þar sem minnst annað er um að vera en alls ekki þar sem eru margir vegfarendur, hópar sem eru að mætast, gatnamót eða slíkt. Það er bara mjög óæskilegt.“ Samgöngustofa hefur undanfarið lagt mikla áherslu á það að ökumenn eigi að hafa augun á veginum en ekki á skjánum á símanum en að mati Bergþóru er þetta vandamál sambærilegt vanda vegna auglýsinga. „Stundum eru þessi skilti það langt fyrir utan sjónsviðið að þú ert ekki nálægt því að horfa á það sem er að gerast á veginum. Þannig það er mjög ógnvænlegt.“ Umferð Vegagerð Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira
Auglýsingaskilti eru á hverju strái í Reykjavík og víðar og gjarnan í grennd við akbrautir. Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar, segist hafa áhyggjur af áhrifum skiltanna á ökumenn og að það ógni öryggi vegfarenda. „Við höfum það að markmiði að tryggja umferðaröryggi og að það sé sem best. Þessi skilti eru til þess fallin að draga athygli frá akstrinum ef að ökumaðurinn lítur af því sem hann er að fást við á auglýsingaskilti þá getur það valdið auka hættu í umferðinni og það er eitthvað sem við höfum áhyggjur af.“ Klippa: Auglýsingaskilti valda hættu Björt skilti alverst Vegagerðin hefur ekki markvíst spornað gegn því að auglýsingaskilti og skjáir séu reistir í síauknu mæli við akbrautir og gatnamót en Bergþóra bendir á að þau heimili ekki skilti í grennd við vegi sem eru til umráða hjá Vegagerðinni. Aðrir vegir eru á forræði sveitarfélaganna sem setja sér sjálf reglur um auglýsingaskilti við vegi. Bergþóra segir truflanaáhrif skilta fara eftir eðli þeirra. „Það er fyrst og fremst í raunu skilti sem hafa mikinn ljóma. Það er að segja lýsingin er mjög sterk, birtan er mjög sterk. Eins líka ef það er mikið af hreyfimyndum og ef það eru ör skipti á skiltunum. Það er það sem er verst, alverst.“ Of mikið áreiti truflar ökumenn Bergþóra segir það sérstaklega varhugavert þegar að skilti eru við gatnamót eða vegi þar sem er mikið er um að vera og að of mikið áreiti geti valdið alvarlegum slysum. „Það er hægt að lifa með auglýsingaskiltum sem trufla minnst þar sem minnst annað er um að vera en alls ekki þar sem eru margir vegfarendur, hópar sem eru að mætast, gatnamót eða slíkt. Það er bara mjög óæskilegt.“ Samgöngustofa hefur undanfarið lagt mikla áherslu á það að ökumenn eigi að hafa augun á veginum en ekki á skjánum á símanum en að mati Bergþóru er þetta vandamál sambærilegt vanda vegna auglýsinga. „Stundum eru þessi skilti það langt fyrir utan sjónsviðið að þú ert ekki nálægt því að horfa á það sem er að gerast á veginum. Þannig það er mjög ógnvænlegt.“
Umferð Vegagerð Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira