Mikið undir í forsetakosningum Venesúela Elísabet Inga Sigurðardóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 28. júlí 2024 23:04 Gengið var að kjörborðinu í dag. Sitjandi forseti heitir blóðbaði nái hann ekki endurkjöri. EPA Forsetakosningar fóru fram í Venesúela í dag. Kjörstöðum átti að loka klukkan tíu í kvöld að íslenskum tíma en standa víða enn opnir vegna þess að enn stendur fólk í röð og bíður eftir að fá að kjósa. Óljóst er hvenær niðurstöður liggja fyrir en forsetinn, Nicolas Maduro, freistir þess að ná kjöri enn á ný. Í kjölfar endurkjörs Maduro til forseta Venesúela árið 2018 mótmæltu mörg ríki, þar á meðal Bandaríkin, framkvæmd forsetakosninganna og sögðu kosningarnar ekki lögmætar. Maduro segir kosningakerfi Venesúela hins vegar það réttmætasta á jörðinni og heitir blóðbaði nái hann ekki endurkjöri. Á kjörseðlinum var einnig hinn 74 ára gamli Edmundo Gonzalez sem segir að bjarga þurfi þjóðinni frá slæmu efnahagsástandi. Afslappað yfirbragð einkennir Gonzalez, sem hefur unnið sér inn stuðning fyrrum stuðningsmanna Maduro. Reuters segir frá því að langar raðir hafi myndast við kjörstaði á nokkrum stöðum í dag. Á einstaka stöðum hafi raðir gengið verulega hægt og örtröð myndast fyrir utan kjörstaði. Klukkan 18:11, eða 22:11 á íslenskum tíma krafðist Marína Corina Machado leiðtogi stjórnarandstöðunnar þess að kjörstöðum yrði lokað í færslu á samfélagsmiðlum. „Ef það er enginn í röð verður að loka kjörstöðum,“ sagði Machado. „Það er kominn tími til að sjá hvernig atkvæði ykkar eru talin, kjörseðil fyrir kjörseðil. “ Brottvísunum mótmælt í ljósi kosninganna Kosningarnar eru sagðar spennandi og telja stuðningsmenn stjórnarandstöðu að þeir eigi raunhæfan möguleika á að fella sitjandi forseta, en hafa í leið gagnrýnt framkvæmd kosninganna. Ákvarðanir kjörstjórnar og handtökur starfsmanna stjórnarandstöðunnar séu leið til þess að grafa undan velgengni Gonzalez. Samtökin No borders mótmæltu áframhaldandi brottvísun fólks til Venesúela fyrir framan Hallgrímskirkju í dag. Skipuleggjendur mótmælanna segja að þrátt fyrir lífshættulegar aðstæður þar í landi séu þrjátíu til fjörutíu manns frá Venesúela vísað úr landi í hverri viku. „Ef Maduro ríkisstjórnin gerir það sama og hún gerði í síðustu kosningum er verið að senda fólk út í opinn dauðann,“ sögðu No borders samtökin í tilkynningu. Önnur mótmæli verða haldin á sama tíma á morgun. Venesúela Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Óljóst er hvenær niðurstöður liggja fyrir en forsetinn, Nicolas Maduro, freistir þess að ná kjöri enn á ný. Í kjölfar endurkjörs Maduro til forseta Venesúela árið 2018 mótmæltu mörg ríki, þar á meðal Bandaríkin, framkvæmd forsetakosninganna og sögðu kosningarnar ekki lögmætar. Maduro segir kosningakerfi Venesúela hins vegar það réttmætasta á jörðinni og heitir blóðbaði nái hann ekki endurkjöri. Á kjörseðlinum var einnig hinn 74 ára gamli Edmundo Gonzalez sem segir að bjarga þurfi þjóðinni frá slæmu efnahagsástandi. Afslappað yfirbragð einkennir Gonzalez, sem hefur unnið sér inn stuðning fyrrum stuðningsmanna Maduro. Reuters segir frá því að langar raðir hafi myndast við kjörstaði á nokkrum stöðum í dag. Á einstaka stöðum hafi raðir gengið verulega hægt og örtröð myndast fyrir utan kjörstaði. Klukkan 18:11, eða 22:11 á íslenskum tíma krafðist Marína Corina Machado leiðtogi stjórnarandstöðunnar þess að kjörstöðum yrði lokað í færslu á samfélagsmiðlum. „Ef það er enginn í röð verður að loka kjörstöðum,“ sagði Machado. „Það er kominn tími til að sjá hvernig atkvæði ykkar eru talin, kjörseðil fyrir kjörseðil. “ Brottvísunum mótmælt í ljósi kosninganna Kosningarnar eru sagðar spennandi og telja stuðningsmenn stjórnarandstöðu að þeir eigi raunhæfan möguleika á að fella sitjandi forseta, en hafa í leið gagnrýnt framkvæmd kosninganna. Ákvarðanir kjörstjórnar og handtökur starfsmanna stjórnarandstöðunnar séu leið til þess að grafa undan velgengni Gonzalez. Samtökin No borders mótmæltu áframhaldandi brottvísun fólks til Venesúela fyrir framan Hallgrímskirkju í dag. Skipuleggjendur mótmælanna segja að þrátt fyrir lífshættulegar aðstæður þar í landi séu þrjátíu til fjörutíu manns frá Venesúela vísað úr landi í hverri viku. „Ef Maduro ríkisstjórnin gerir það sama og hún gerði í síðustu kosningum er verið að senda fólk út í opinn dauðann,“ sögðu No borders samtökin í tilkynningu. Önnur mótmæli verða haldin á sama tíma á morgun.
Venesúela Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira