Áhyggjur af gasmengun vegna jökulhlaups Eiður Þór Árnason skrifar 27. júlí 2024 12:28 Jökulhlaup er hafið í Skálm. vísir/vilhelm Útlit er fyrir að jökulhlaup sé hafið við Mýrdalsjökul og er fólki er ráðlagt frá því að vera á ferli nærri upptökum Múlakvíslar og við Kötlujökul. Mestar áhyggjur eru af gasmengun. Hringvegur um Mýrdalssand er lokaður til austurs vegna vatns sem flæðir yfir hann úr ánni Skálm. „Við sjáum núna að rafleiðni er byrjuð að aukast til muna og vatnshæð líka í Skálm þannig líklega er þetta að skila sér í austurátt frá Kötlujökli og það virðist vera að hefjast jökulhlaup núna,” sagði Einar Hjörleifsson, náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu á öðrum tímanum. Vatnið sé að koma út við Skálm, austan við Mýrdalsjökul og líkur séu taldar á því að meginflaumur vatnsins komi úr Kötlujökli. Mest hætta við Kötlujökul og Emstrur Einar segir það árlegan viðburð að katlar tæmi sig við Mýrdalsjökul en atburðirnir valdi sjaldan stóru jökulhlaupi. „Síðast var stóratburður í Skálm 2011 sem varði í nokkrar klukkustundir. Mesta hættan sem stafar af þessu er nærri jökulsporðunum þar sem jökulvatnið geisar út.“ Þar fylgi mikil gasmengun og geti verið hættulegt fyrir fólk að vera í lægðum í landslaginu nálægt jökulsporðunum þar sem gasið safnast saman. Veðurstofan hefur verið í samskiptum við almannavarnir sem hefur unnið með lögreglu og ferðaþjónustuaðilum á svæðinu við að upplýsa fólk um stöðuna. Mestar áhyggjur eru af ferðafólki við Kötlujökul í austanverðum Mýrdalsjökli og Emstrur. Sáu fyrst merki í gærkvöldi „Í gærkvöldi sáum við að það jókst aðeins órói á nokkrum stöðum umhverfis Mýrdalsjökul og svo tókum við eftir því í nótt og undir morgun að mæld rafleiðni hækkaði mikið í Skálm sem er austan Mýrdalsjökuls sem gaf til kynna að meira jarðhitavatn væri að renna í Skálm. Svo sáum við í morgun klukkan átta að órói fór að aukast aftur mikið í kringum stöðvarnar í kringum Mýrdalsjökul sem bendir til að þar séu katlar búnir að tæma sig,“ segir Einar. Fréttin var uppfærð klukkan 13:30 með upplýsingum um að jökulhlaup virtist vera hafið. Eldgos og jarðhræringar Jöklar á Íslandi Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
„Við sjáum núna að rafleiðni er byrjuð að aukast til muna og vatnshæð líka í Skálm þannig líklega er þetta að skila sér í austurátt frá Kötlujökli og það virðist vera að hefjast jökulhlaup núna,” sagði Einar Hjörleifsson, náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu á öðrum tímanum. Vatnið sé að koma út við Skálm, austan við Mýrdalsjökul og líkur séu taldar á því að meginflaumur vatnsins komi úr Kötlujökli. Mest hætta við Kötlujökul og Emstrur Einar segir það árlegan viðburð að katlar tæmi sig við Mýrdalsjökul en atburðirnir valdi sjaldan stóru jökulhlaupi. „Síðast var stóratburður í Skálm 2011 sem varði í nokkrar klukkustundir. Mesta hættan sem stafar af þessu er nærri jökulsporðunum þar sem jökulvatnið geisar út.“ Þar fylgi mikil gasmengun og geti verið hættulegt fyrir fólk að vera í lægðum í landslaginu nálægt jökulsporðunum þar sem gasið safnast saman. Veðurstofan hefur verið í samskiptum við almannavarnir sem hefur unnið með lögreglu og ferðaþjónustuaðilum á svæðinu við að upplýsa fólk um stöðuna. Mestar áhyggjur eru af ferðafólki við Kötlujökul í austanverðum Mýrdalsjökli og Emstrur. Sáu fyrst merki í gærkvöldi „Í gærkvöldi sáum við að það jókst aðeins órói á nokkrum stöðum umhverfis Mýrdalsjökul og svo tókum við eftir því í nótt og undir morgun að mæld rafleiðni hækkaði mikið í Skálm sem er austan Mýrdalsjökuls sem gaf til kynna að meira jarðhitavatn væri að renna í Skálm. Svo sáum við í morgun klukkan átta að órói fór að aukast aftur mikið í kringum stöðvarnar í kringum Mýrdalsjökul sem bendir til að þar séu katlar búnir að tæma sig,“ segir Einar. Fréttin var uppfærð klukkan 13:30 með upplýsingum um að jökulhlaup virtist vera hafið.
Eldgos og jarðhræringar Jöklar á Íslandi Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira