Ekki verið ætlun þeirra að gera bílakaupin opinber Eiður Þór Árnason skrifar 26. júlí 2024 18:09 Halla Tómasdóttir hefur ekki veitt íslenskum fjölmiðlum viðtöl eftir forsetakosningarnar í júní. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir segir að ljósmynd af henni og Birni Skúlasyni, eiginmanni hennar að taka við nýjum Volvo-rafbíl hafi verið birt á Facebook-síðu Brimborgar án þeirra vitundar. Ekki hafi verið ætlunin að gera bílakaupin opinber og þau ekki farið fram á nein sérkjör. Á sama tíma fagnar hún því að fólk viti að hjónin hafi valið umhverfisvænan bíl og vonar að þau geti verið öðrum til fyrirmyndar. Þetta segir Halla í yfirlýsingu en fjallað hefur verið um bílakaup verðandi forsetahjóna í dag eftir að bílaumboðið Brimborg greindi frá kaupunum á Facebook-síðu sinni. Þá sagði forstjóri fyrirtækisins í samtali við RÚV að hjónin hafi notið sérkjara líkt og aðrir langtímaviðskiptavinir án þess að vilja skýra það nánar. Halla segir hjónunum hafa boðist „staðgreiðsluafsláttur sambærilegan þeim sem við fengum síðast þegar við áttum viðskipti við sama fyrirtæki og öðrum viðskiptavinum býðst einnig.“ Facebook-færslan umrædda sem hefur síðan verið fjarlægð. Skjáskot Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar sagði við RÚV í dag að samfélagsmiðlafærslur sem þessar væru algengar og starfsfólk Brimborgar spurt um leyfi fyrir myndbirtingu eftir að kaupin voru frágengin. Fréttastofa hefur ekki náð tali af honum í dag en ljóst er að yfirlýsing Höllu stangast á við orð Egils. Eftir að Halla sendi yfirlýsingu til fjölmiðla áréttaði hún í færslu á stuðningsmannasíðu sinni að þau hafi ekki veitt leyfi fyrir myndbirtingunni. Áður nefndi hún einungis að myndin hafi verið birt án þeirra vitundar. Hjónin óskuðu eftir því að Facebook-færsla Brimborgar yrði fjarlægð og orðið var við því. Egill á boðslista Höllu Halla tekur við embætti forseta Íslands þann 1. ágúst eða eftir tæpa viku. Að venju munu embættismenn og þinglið vera viðstatt athöfnina en að þessu sinni fær Halla að bjóða öðrum hópi fólks sem fylgist með á skjá þegar hún ritar undir drengskaparheit áður en allir sameinast í Smiðju, nýrri viðbyggingu við Alþingi. Vísir greindi frá því í dag að Egill, áðurnefndur forstjóri Brimborgar væri að finna á síðari listanum og væri því meðal sérstakra boðsgesta Höllu. Halla hefur ekki veitt viðtal vegna málsins í dag og hefur almennt ekki orðið við viðtalsbeiðnum fjölmiðla eftir forsetakosningarnar, að undanskildu einu viðtali á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN. Hún segir í yfirlýsingu sinni að hún hafi eftir kosningarnar tekið ákvörðun um að veita ekki frekari viðtöl fyrr en eftir embættistöku. Yfirlýsing Höllu til fjölmiðla í heild sinni „Af virðingu við sitjandi forseta tók ég þá ákvörðun að veita ekki frekari viðtöl að loknum kosningum fyrr en eftir embættistöku, enda hef ég ekki tekið við embætti forseta ennþá og kem ekki fram í krafti þess. Ég vona að því sé sýndur skilningur. Við hjónin ákváðum að kaupa okkur bíl til eigin afnota og í amstri dagsins sá ég ekki fyrr en nú síðdegis að þau bílakaup eru orðin fréttaefni. Ég fagna því að fólk viti að við völdum að kaupa umhverfisvænan bíl, vonandi getum við verið öðrum góð fyrirmynd þar. Hinsvegar var það ekki ætlun okkar að þau bílakaup yrðu opinber og var ljósmyndin birt á samfélagsmiðlum án okkar vitundar. Við báðum vinsamlegast um að myndin yrðir fjarlægð um leið og við fréttum af því og var samstundis orðið við þeirri beiðni. Þá vil ég ítreka að við hjónin fórum ekki fram á nein sérkjör, en okkur bauðst staðgreiðsluafsláttur sambærilegan þeim sem við fengum síðast þegar við áttum viðskipti við sama fyrirtæki og öðrum viðskiptavinum býðst einnig. “ Facebook-færsla Höllu Fréttin hefur verið uppfærð með Facebook-færslu Höllu. Bílar Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Forstjóri Brimborgar á athyglisverðum gestalista Höllu Halla Tómasdóttir tekur við embætti forseta Íslands þann 1. ágúst eða eftir tæpa viku. Þá verður mikið um dýrðir. Sérlegur gestalisti Höllu vekur sérstaka athygli en á hundrað og tíu manna lista eru sjötíu og fimm konur. Á meðal karlmanna á listanum er forstjóri Brimborgar en forsetahjónin verðandi keyptu nýjan bíl hjá fyrirtækinu á dögunum. 26. júlí 2024 16:26 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Á sama tíma fagnar hún því að fólk viti að hjónin hafi valið umhverfisvænan bíl og vonar að þau geti verið öðrum til fyrirmyndar. Þetta segir Halla í yfirlýsingu en fjallað hefur verið um bílakaup verðandi forsetahjóna í dag eftir að bílaumboðið Brimborg greindi frá kaupunum á Facebook-síðu sinni. Þá sagði forstjóri fyrirtækisins í samtali við RÚV að hjónin hafi notið sérkjara líkt og aðrir langtímaviðskiptavinir án þess að vilja skýra það nánar. Halla segir hjónunum hafa boðist „staðgreiðsluafsláttur sambærilegan þeim sem við fengum síðast þegar við áttum viðskipti við sama fyrirtæki og öðrum viðskiptavinum býðst einnig.“ Facebook-færslan umrædda sem hefur síðan verið fjarlægð. Skjáskot Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar sagði við RÚV í dag að samfélagsmiðlafærslur sem þessar væru algengar og starfsfólk Brimborgar spurt um leyfi fyrir myndbirtingu eftir að kaupin voru frágengin. Fréttastofa hefur ekki náð tali af honum í dag en ljóst er að yfirlýsing Höllu stangast á við orð Egils. Eftir að Halla sendi yfirlýsingu til fjölmiðla áréttaði hún í færslu á stuðningsmannasíðu sinni að þau hafi ekki veitt leyfi fyrir myndbirtingunni. Áður nefndi hún einungis að myndin hafi verið birt án þeirra vitundar. Hjónin óskuðu eftir því að Facebook-færsla Brimborgar yrði fjarlægð og orðið var við því. Egill á boðslista Höllu Halla tekur við embætti forseta Íslands þann 1. ágúst eða eftir tæpa viku. Að venju munu embættismenn og þinglið vera viðstatt athöfnina en að þessu sinni fær Halla að bjóða öðrum hópi fólks sem fylgist með á skjá þegar hún ritar undir drengskaparheit áður en allir sameinast í Smiðju, nýrri viðbyggingu við Alþingi. Vísir greindi frá því í dag að Egill, áðurnefndur forstjóri Brimborgar væri að finna á síðari listanum og væri því meðal sérstakra boðsgesta Höllu. Halla hefur ekki veitt viðtal vegna málsins í dag og hefur almennt ekki orðið við viðtalsbeiðnum fjölmiðla eftir forsetakosningarnar, að undanskildu einu viðtali á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN. Hún segir í yfirlýsingu sinni að hún hafi eftir kosningarnar tekið ákvörðun um að veita ekki frekari viðtöl fyrr en eftir embættistöku. Yfirlýsing Höllu til fjölmiðla í heild sinni „Af virðingu við sitjandi forseta tók ég þá ákvörðun að veita ekki frekari viðtöl að loknum kosningum fyrr en eftir embættistöku, enda hef ég ekki tekið við embætti forseta ennþá og kem ekki fram í krafti þess. Ég vona að því sé sýndur skilningur. Við hjónin ákváðum að kaupa okkur bíl til eigin afnota og í amstri dagsins sá ég ekki fyrr en nú síðdegis að þau bílakaup eru orðin fréttaefni. Ég fagna því að fólk viti að við völdum að kaupa umhverfisvænan bíl, vonandi getum við verið öðrum góð fyrirmynd þar. Hinsvegar var það ekki ætlun okkar að þau bílakaup yrðu opinber og var ljósmyndin birt á samfélagsmiðlum án okkar vitundar. Við báðum vinsamlegast um að myndin yrðir fjarlægð um leið og við fréttum af því og var samstundis orðið við þeirri beiðni. Þá vil ég ítreka að við hjónin fórum ekki fram á nein sérkjör, en okkur bauðst staðgreiðsluafsláttur sambærilegan þeim sem við fengum síðast þegar við áttum viðskipti við sama fyrirtæki og öðrum viðskiptavinum býðst einnig. “ Facebook-færsla Höllu Fréttin hefur verið uppfærð með Facebook-færslu Höllu.
„Af virðingu við sitjandi forseta tók ég þá ákvörðun að veita ekki frekari viðtöl að loknum kosningum fyrr en eftir embættistöku, enda hef ég ekki tekið við embætti forseta ennþá og kem ekki fram í krafti þess. Ég vona að því sé sýndur skilningur. Við hjónin ákváðum að kaupa okkur bíl til eigin afnota og í amstri dagsins sá ég ekki fyrr en nú síðdegis að þau bílakaup eru orðin fréttaefni. Ég fagna því að fólk viti að við völdum að kaupa umhverfisvænan bíl, vonandi getum við verið öðrum góð fyrirmynd þar. Hinsvegar var það ekki ætlun okkar að þau bílakaup yrðu opinber og var ljósmyndin birt á samfélagsmiðlum án okkar vitundar. Við báðum vinsamlegast um að myndin yrðir fjarlægð um leið og við fréttum af því og var samstundis orðið við þeirri beiðni. Þá vil ég ítreka að við hjónin fórum ekki fram á nein sérkjör, en okkur bauðst staðgreiðsluafsláttur sambærilegan þeim sem við fengum síðast þegar við áttum viðskipti við sama fyrirtæki og öðrum viðskiptavinum býðst einnig. “
Bílar Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Forstjóri Brimborgar á athyglisverðum gestalista Höllu Halla Tómasdóttir tekur við embætti forseta Íslands þann 1. ágúst eða eftir tæpa viku. Þá verður mikið um dýrðir. Sérlegur gestalisti Höllu vekur sérstaka athygli en á hundrað og tíu manna lista eru sjötíu og fimm konur. Á meðal karlmanna á listanum er forstjóri Brimborgar en forsetahjónin verðandi keyptu nýjan bíl hjá fyrirtækinu á dögunum. 26. júlí 2024 16:26 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Forstjóri Brimborgar á athyglisverðum gestalista Höllu Halla Tómasdóttir tekur við embætti forseta Íslands þann 1. ágúst eða eftir tæpa viku. Þá verður mikið um dýrðir. Sérlegur gestalisti Höllu vekur sérstaka athygli en á hundrað og tíu manna lista eru sjötíu og fimm konur. Á meðal karlmanna á listanum er forstjóri Brimborgar en forsetahjónin verðandi keyptu nýjan bíl hjá fyrirtækinu á dögunum. 26. júlí 2024 16:26
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?