„Ég held að stuðningsmenn okkar séu stressaðir“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. júlí 2024 21:47 Arnar Gunnlaugsson og Sölvi Geir Ottesen leggja á ráðin við hliðarlínuna. vísir / ernir Það var að vonum svekktur Arnar Gunnlaugsson sem mætti í viðtal eftir 0-1 tap Víkings gegn KF Egnatia í kvöld. Arnar segir sína menn hafa lagt sig alla fram en skortur á sjálfstrausti og tæknileg mistök urðu þeim að falli. „Mér fannst við reyna, reyna og reyna en það er klárlega eitthvað aðeins off. Við gerðum marga tæknifeila í fyrri hálfleik og vorum að missa boltann á slæmum stöðum, sem þeir þrífast á með sínar skyndisóknir. Þeir eru með klóka leikmenn sem gátu meitt okkur, vorum heppnir kannski að fá ekki á okkur mark úr öllum þessum skyndisóknum. Fyrir mér er of mikið af tæknifeilum sem útskýrist bara af því að menn eru með lágt sjálfstraust og tjá sig ekki almennilega á vellinum.“ Mistök leiddu til marks Markið sem Víkingur fékk á sig var einkar klaufalegt og væri hægt að skella sökinni á nokkra aðila. „Ég á eftir að sjá það betur almennilega en mér fannst þetta dæmigert mark sem lið sem er að ströggla fær á sig. Keðjuverkun á atriðum sem þessi og hinn gat komið í veg fyrir, boltinn fer inn í teig og upp í loftið, bara mark sem strögglandi lið fá á sig. Mómentin eru ekki með okkur þessa stundina.“ Tímatöfin trekkir taugar Arnar talaði um það í viðtölum fyrir leik að leikmenn mættu ekki láta hluti sem þeir hafa ekki stjórn á fara í taugarnar á sér, en leit ekki mikið inn á við og var sjálfur að bölsótast í dómaranum. „Það er virkilega erfitt að láta þetta ekki fara í taugarnar á sér. Það er ekki beint við andstæðinginn að sakast en mikil ósköp vildi ég að dómararnir myndu gefa bara gult spjald í fyrri hálfleik, ekki bíða fram á átttugustu mínútu. Þetta er allt of mikið af töfum og rugli sem er hægt að koma í veg fyrir, hafði auðvitað ekki áhrif á það að við töpuðum leiknum en þetta er leiðingjarnt.“ Slök stemning í stúkunni Víkingar hafa getið sér orð fyrir eina öflugustu stuðningsmannasveit landsins en hún var hvergi sjáanleg í kvöld. „Það er erfitt, maður veit alveg hvaða tími mánaðarins er núna með öll sumarfríin og skólafrí. Ég efast ekki um að margir Víkingar hafi fylgst með okkur og vildu okkur vel en ég held að þeir finni líka að liðið er off. Ég held að stuðningsmenn okkar séu stressaðir, örugglega jafn stressaðir og ég. Stundum þegar fólk stressast þá verður það hljótt í stað þess að öskra stressið úr sér. Um leið og við gerum okkar á vellinum munu kannski fleiri raddir hljóma en ég efast ekki um þeirra stuðning í eina sekúndu.“ Hálfleikur Einvígið er auðvitað ekki nema hálfnað og heill fótboltaleikur er eftir úti í Albaníu. „Ég held við þurfum bara að vera professional og láta þá panikka aðeins. Þó það sé jafnt í hálfleik, eftir sjötíu mínútur, bara allt í lagi. Trúa því að við séum að fá þetta eina mark sem lætur þá efast aðeins um sig. Þeir eru tæknilega góðir og allt það en guð minn almáttugur hvað þeir fara illa úr stöðu. Við náðum ekki að nýta það í dag en vonandi náum við að nýta það úti í Albaníu.“ Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Sjá meira
„Mér fannst við reyna, reyna og reyna en það er klárlega eitthvað aðeins off. Við gerðum marga tæknifeila í fyrri hálfleik og vorum að missa boltann á slæmum stöðum, sem þeir þrífast á með sínar skyndisóknir. Þeir eru með klóka leikmenn sem gátu meitt okkur, vorum heppnir kannski að fá ekki á okkur mark úr öllum þessum skyndisóknum. Fyrir mér er of mikið af tæknifeilum sem útskýrist bara af því að menn eru með lágt sjálfstraust og tjá sig ekki almennilega á vellinum.“ Mistök leiddu til marks Markið sem Víkingur fékk á sig var einkar klaufalegt og væri hægt að skella sökinni á nokkra aðila. „Ég á eftir að sjá það betur almennilega en mér fannst þetta dæmigert mark sem lið sem er að ströggla fær á sig. Keðjuverkun á atriðum sem þessi og hinn gat komið í veg fyrir, boltinn fer inn í teig og upp í loftið, bara mark sem strögglandi lið fá á sig. Mómentin eru ekki með okkur þessa stundina.“ Tímatöfin trekkir taugar Arnar talaði um það í viðtölum fyrir leik að leikmenn mættu ekki láta hluti sem þeir hafa ekki stjórn á fara í taugarnar á sér, en leit ekki mikið inn á við og var sjálfur að bölsótast í dómaranum. „Það er virkilega erfitt að láta þetta ekki fara í taugarnar á sér. Það er ekki beint við andstæðinginn að sakast en mikil ósköp vildi ég að dómararnir myndu gefa bara gult spjald í fyrri hálfleik, ekki bíða fram á átttugustu mínútu. Þetta er allt of mikið af töfum og rugli sem er hægt að koma í veg fyrir, hafði auðvitað ekki áhrif á það að við töpuðum leiknum en þetta er leiðingjarnt.“ Slök stemning í stúkunni Víkingar hafa getið sér orð fyrir eina öflugustu stuðningsmannasveit landsins en hún var hvergi sjáanleg í kvöld. „Það er erfitt, maður veit alveg hvaða tími mánaðarins er núna með öll sumarfríin og skólafrí. Ég efast ekki um að margir Víkingar hafi fylgst með okkur og vildu okkur vel en ég held að þeir finni líka að liðið er off. Ég held að stuðningsmenn okkar séu stressaðir, örugglega jafn stressaðir og ég. Stundum þegar fólk stressast þá verður það hljótt í stað þess að öskra stressið úr sér. Um leið og við gerum okkar á vellinum munu kannski fleiri raddir hljóma en ég efast ekki um þeirra stuðning í eina sekúndu.“ Hálfleikur Einvígið er auðvitað ekki nema hálfnað og heill fótboltaleikur er eftir úti í Albaníu. „Ég held við þurfum bara að vera professional og láta þá panikka aðeins. Þó það sé jafnt í hálfleik, eftir sjötíu mínútur, bara allt í lagi. Trúa því að við séum að fá þetta eina mark sem lætur þá efast aðeins um sig. Þeir eru tæknilega góðir og allt það en guð minn almáttugur hvað þeir fara illa úr stöðu. Við náðum ekki að nýta það í dag en vonandi náum við að nýta það úti í Albaníu.“
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Sjá meira