„Hvað ertu að gera í þessum karlrembuflokki?“ Jakob Bjarnar skrifar 25. júlí 2024 11:42 Guðrún hafnar því alfarið að Sjálfstæðisflokkurinn sé karlrembuflokkur en um það er hún oft spurð. vísir/vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi er gestur Einar Bárðarsonar í nýjasta þættinum hans af Einmitt. Guðrún segist oft vera spurð að því hvað hún sé að gera í þessum karlrembuflokki en hún segir á móti ekkert skilja í því hvernig fólk fái það út að Sjálfstæðisflokkurinn sé slíkur flokkur. Guðrún og Einar ræða í afar athyglisverðu spjalli nokkur þeirra mála sem hafa verið áberandi í umræðunni síðustu misseri svo sem ný útlendingalög, óreiðuna sem ríkir í sölumálum á áfengis og flótta kjósenda frá Sjálfstæðisflokknum síðustu 15 ár. Eftir að hafa rætt uppvaxtar- og námsár Guðrúnar, en þar kemur fram að Aldís eldri systir Guðrúnar hafi um árabil verið bæjarstjóri í Hveragerði, Hafsteinn bróðir hennar fór norður til Akureyrar í Menntaskólans, en mamma þeirra vildi ekki missa Guðrúnu þangað líka þannig að hún fór í í Fjölbrautaskóla Suðurlands, berst talið að lykilmáli því sem Guðrún hefur verið að fást við. Útlendingamálin? Erfitt þegar við þurfum að vísa frá fólki „Þetta er viðkvæmur málaflokkur og ég hef eftir mesta mætti stigið inn í hann af virðingu en festu,“ segir Guðrún um málefni erlendra hælisleitenda og nýjum útlendingalögum sem hún hefur nú unnið hörðum höndum að. Jón Gunnarsson þótti vaskur í dómsmálaráðuneytinu. Guðrún sótti mjög fast að staðið yrði við það að hún yrði ráðherra og það varð á endanum svo. Hún segir erfitt að vísa fólk af landi brott en gæta verði jafnræðis gagnvart lögum.vísir/vilhelm Guðrún fer yfir umsóknir um alþjóðlegra vernd sem fjölgað hefur í veldisvexti síðustu ár. Hún segir samfélagið ekki ráða ekki við umfangið og kostnaðinn sem því fylgi. „Vitaskuld er það erfitt þegar við þurfum að vísa frá fólki. En þá er það byggt á ákvörðun byggða á okkar lögum og á tveimur dómstigum og þá ber viðkomandi að yfirgefa landið,” segir Guðrún. Og hún bætir við: „Ég hef lagt áherslu á það að eru lög í þessu landi og það þurfa allir að fara eftir þeim lögum hvort sem að þú ert Íslendingur eða útlendingur.“ Sjálfstæðisflokkurinn verður að gera betur Þegar umræðan berst að fallvöltu gengi Sjálfstæðisflokksins segir Guðrún niðurstöður skoðanakannanna óásættanlegar og flokkurinn verði að gera betur. Hún segir flokkinn ekki nógu duglegan að tala fyrir sinni stefnu og leyfi andstæðingum hans skilgreina flokkinn. fulltrúar flokksins verði að stíga fastar inn þar. Þessu verði að snúa við. Guðrún segir stöðu Sjálfstæðisflokksins, sé litið til skoðanakannana, algerlega óásættanlega.vísir/vilhelm Guðrún nefnir ótal atriði máli sínu til stuðnings. Eitt af því sé að flokkurinn sé skilgreindur sem karlrembu flokkur þegar þær fullyrðingar standist enga skoðun að hennar mati. „Þetta er bara alrangt. Stærstu jafnréttisskref sem stiginn hafa verið í íslensku samfélagi hafa verið gerð á vakt Sjálfstæðismanna.” Og Guðrún heldur áfram á þessum nótum. „Bjarni Benediktsson hefur verið óhræddur að lyfta upp konum til æðstu metorða og ég er ein af þeim. Núna eru fimm ráðherrar og þar eru þrjá konur og tveir karlar, og í sömu ríkisstjórn eru jafnt kynjahlutfall.” Hægt er að hlusta á samtalið í heild sinni hér http://bit.ly/3AuejEW Samfélagsmiðlar Hælisleitendur Innflytjendamál Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Guðrún segist oft vera spurð að því hvað hún sé að gera í þessum karlrembuflokki en hún segir á móti ekkert skilja í því hvernig fólk fái það út að Sjálfstæðisflokkurinn sé slíkur flokkur. Guðrún og Einar ræða í afar athyglisverðu spjalli nokkur þeirra mála sem hafa verið áberandi í umræðunni síðustu misseri svo sem ný útlendingalög, óreiðuna sem ríkir í sölumálum á áfengis og flótta kjósenda frá Sjálfstæðisflokknum síðustu 15 ár. Eftir að hafa rætt uppvaxtar- og námsár Guðrúnar, en þar kemur fram að Aldís eldri systir Guðrúnar hafi um árabil verið bæjarstjóri í Hveragerði, Hafsteinn bróðir hennar fór norður til Akureyrar í Menntaskólans, en mamma þeirra vildi ekki missa Guðrúnu þangað líka þannig að hún fór í í Fjölbrautaskóla Suðurlands, berst talið að lykilmáli því sem Guðrún hefur verið að fást við. Útlendingamálin? Erfitt þegar við þurfum að vísa frá fólki „Þetta er viðkvæmur málaflokkur og ég hef eftir mesta mætti stigið inn í hann af virðingu en festu,“ segir Guðrún um málefni erlendra hælisleitenda og nýjum útlendingalögum sem hún hefur nú unnið hörðum höndum að. Jón Gunnarsson þótti vaskur í dómsmálaráðuneytinu. Guðrún sótti mjög fast að staðið yrði við það að hún yrði ráðherra og það varð á endanum svo. Hún segir erfitt að vísa fólk af landi brott en gæta verði jafnræðis gagnvart lögum.vísir/vilhelm Guðrún fer yfir umsóknir um alþjóðlegra vernd sem fjölgað hefur í veldisvexti síðustu ár. Hún segir samfélagið ekki ráða ekki við umfangið og kostnaðinn sem því fylgi. „Vitaskuld er það erfitt þegar við þurfum að vísa frá fólki. En þá er það byggt á ákvörðun byggða á okkar lögum og á tveimur dómstigum og þá ber viðkomandi að yfirgefa landið,” segir Guðrún. Og hún bætir við: „Ég hef lagt áherslu á það að eru lög í þessu landi og það þurfa allir að fara eftir þeim lögum hvort sem að þú ert Íslendingur eða útlendingur.“ Sjálfstæðisflokkurinn verður að gera betur Þegar umræðan berst að fallvöltu gengi Sjálfstæðisflokksins segir Guðrún niðurstöður skoðanakannanna óásættanlegar og flokkurinn verði að gera betur. Hún segir flokkinn ekki nógu duglegan að tala fyrir sinni stefnu og leyfi andstæðingum hans skilgreina flokkinn. fulltrúar flokksins verði að stíga fastar inn þar. Þessu verði að snúa við. Guðrún segir stöðu Sjálfstæðisflokksins, sé litið til skoðanakannana, algerlega óásættanlega.vísir/vilhelm Guðrún nefnir ótal atriði máli sínu til stuðnings. Eitt af því sé að flokkurinn sé skilgreindur sem karlrembu flokkur þegar þær fullyrðingar standist enga skoðun að hennar mati. „Þetta er bara alrangt. Stærstu jafnréttisskref sem stiginn hafa verið í íslensku samfélagi hafa verið gerð á vakt Sjálfstæðismanna.” Og Guðrún heldur áfram á þessum nótum. „Bjarni Benediktsson hefur verið óhræddur að lyfta upp konum til æðstu metorða og ég er ein af þeim. Núna eru fimm ráðherrar og þar eru þrjá konur og tveir karlar, og í sömu ríkisstjórn eru jafnt kynjahlutfall.” Hægt er að hlusta á samtalið í heild sinni hér http://bit.ly/3AuejEW
Samfélagsmiðlar Hælisleitendur Innflytjendamál Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira