Stjörnumenn úttroðnir af upplýsingum um næsta mótherja: „Það voru tveir fundir í gær“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júlí 2024 19:30 Guðmundur Kristjánsson og félagar hans í Stjörnunni hafa fengið nóg af upplýsingum frá þjálfarateymi liðsins. vísir/arnar Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði Stjörnunnar, á von á því að leikirnir gegn Paide í forkeppni Sambandsdeildarinnar verði öðruvísi en leikirnir gegn Linfield. Stjarnan tekur á móti Paide frá Eistlandi í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar annað kvöld. „Við erum hrikalega spenntir, allir sem einn. Það verður gaman að fara líklega í aðeins öðruvísi einvígi en síðast. Þetta er öðruvísi fótboltalið. Þeir halda boltanum vel, eru með fullt af góðum fótboltamönnum og ekki kannski eins beinskeyttir og síðasti mótherji. Þetta verður aðeins öðruvísi rimma og það verður gaman að spila hana og sjá hvernig þetta spilast. Við erum mjög spenntir,“ sagði Guðmundur í samtali við Val Pál Eiríksson. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara Að sögn Guðmundar mun Stjarnan nálgast leikinn á morgun á annan hátt en leikina gegn Linfield. „Já, við gerum það og leggjum leikinn kannski aðeins öðruvísi upp hvað varðar pressu, uppspil og annað. En við reynum bara að spila okkar bolta, gera það sem við erum góðir í og hefur fært okkur hingað. Það er leiðin að árangri fyrir okkur. Það eru einhverjar áherslubreytingar en við höldum fast í okkar gildi og leikstíl,“ sagði Guðmundur. Stjörnuliðið mætir vel undirbúið til leiks í einvígið gegn Paide. „Við erum búnir að taka fundi alla daga núna. Það voru tveir í gær, einn fyrir allt liðið og síðan annan sér fyrir varnarmenn og sóknarmenn. Greiningarteymið hefur staðið sig gríðarlega vel og síðan er það undir okkur komið að fylgjast vel með og taka þetta til okkar. En við eigum að vera vel undirbúnir og það á ekki að vanta. Nú er bara að setja í verk það sem við höfum fengið til á blað til okkar og vinna vinnuna okkar,“ sagði Guðmundur að lokum. Klippa: Viðtal við Guðmund Kristjánsson Horfa má á viðtalið við Guðmund í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Stjörnunnar og Paide hefst klukkan 19:00 annað kvöld og verður sýndur beint á rás Bestu deildarinnar. Sambandsdeild Evrópu Stjarnan Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Stjarnan tekur á móti Paide frá Eistlandi í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar annað kvöld. „Við erum hrikalega spenntir, allir sem einn. Það verður gaman að fara líklega í aðeins öðruvísi einvígi en síðast. Þetta er öðruvísi fótboltalið. Þeir halda boltanum vel, eru með fullt af góðum fótboltamönnum og ekki kannski eins beinskeyttir og síðasti mótherji. Þetta verður aðeins öðruvísi rimma og það verður gaman að spila hana og sjá hvernig þetta spilast. Við erum mjög spenntir,“ sagði Guðmundur í samtali við Val Pál Eiríksson. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara Að sögn Guðmundar mun Stjarnan nálgast leikinn á morgun á annan hátt en leikina gegn Linfield. „Já, við gerum það og leggjum leikinn kannski aðeins öðruvísi upp hvað varðar pressu, uppspil og annað. En við reynum bara að spila okkar bolta, gera það sem við erum góðir í og hefur fært okkur hingað. Það er leiðin að árangri fyrir okkur. Það eru einhverjar áherslubreytingar en við höldum fast í okkar gildi og leikstíl,“ sagði Guðmundur. Stjörnuliðið mætir vel undirbúið til leiks í einvígið gegn Paide. „Við erum búnir að taka fundi alla daga núna. Það voru tveir í gær, einn fyrir allt liðið og síðan annan sér fyrir varnarmenn og sóknarmenn. Greiningarteymið hefur staðið sig gríðarlega vel og síðan er það undir okkur komið að fylgjast vel með og taka þetta til okkar. En við eigum að vera vel undirbúnir og það á ekki að vanta. Nú er bara að setja í verk það sem við höfum fengið til á blað til okkar og vinna vinnuna okkar,“ sagði Guðmundur að lokum. Klippa: Viðtal við Guðmund Kristjánsson Horfa má á viðtalið við Guðmund í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Stjörnunnar og Paide hefst klukkan 19:00 annað kvöld og verður sýndur beint á rás Bestu deildarinnar.
Sambandsdeild Evrópu Stjarnan Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira