Röng skilaboð að Yaris borgi það sama og stór jeppi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. júlí 2024 20:35 FÍB vill að kílómetragjaldið takið mið af þyngd og orkugjafa ökutækis, en þau segja ósanngjarnt að gjaldið verði það sama fyrir lítinn bíl eins og Toyota Yaris, og stærri jeppa. Ívar Fannar/Getty Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að flatt kílómetragjald sem lagt er til á alla bíla undir 3,5 tonnum, sé ósanngjarnt. Það séu röng skilaboð til almennings að minni bílar sem mengi minna og slíti vegum minna, borgi það sama og stærri jeppar og pallbílar. Einnig þurfi að ræða gjaldtöku á þungu atvinnubílunum, en ef fram fer sem horfir mun gífurlegur kostnaður leggjast á landsbyggðina. Í samráðsgátt stjórnvalda eru drög að áformum um að kílómetragjald verði tekið upp fyrir bensín- og díselbíla. Gjaldið var lagt á rafmagns- tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um síðustu áramót. Áformað er að taka upp svipaða gjaldtöku fyrir bensín- og díselbíla, en fella í staðinn brott bensín- og olíugjöld sem greidd eru við eldsneytiskaup. „Þarna er talað um flatt gjald á bíla undir 3500 kílóum. Við höfum bent á að það er mjög ósanngjarnt. Bíll sem er 3,5 tonn eyðir meira eldsneyti og slítur vegakerfinu meira en bíll sem er 1000 kíló,“ segir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB, sem var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Það séu röng skilaboð til almennings, að minni og umhverfisvænni bílar, borgi það sama og stærri og eyðslufrekari bílar. Hann segir að FÍB vilji að gjaldið taki mið af þyngd og orkugjafa hvers og eins bíls. Pólitískur ómöguleiki fyrir Framsókn Runólfur segir að það eigi eftir að ná sátt um gjaldtöku þungu atvinnubílanna, en áformað er að bílar sem eru meira en 3,5 tonn borgi hærra kílómetragjald. Þetta muni hafa í för með sér umfangsmikinn kostnað fyrir landsbyggðina. Sú umræða hafi ekki farið fram, enda hafi engar tölur verið lagðar fram, bara sagt að gjaldið verði stighækkandi eftir þyngd ökutækja. „Við vitum það jú að vegirnir grotna enn meira undan þungu bílunum, en svo erum við líka að reyna halda landinu í byggð. Þannig það þarf að ná einhverri pólitískri sátt um þetta,“ segir Runólfur. Runólfur telur ekki víst að frumvarpið verði lagt fram í haust, of stutt sé í kosningar. „Ég sé ekki að formaður Framsóknarflokksins leggi frumvarpið fram eins og það lítur út,“ segir Runólfur. Þrjátíu ár af bifreiðagjaldi sem átti að vera til eins árs Runólfur segir að bifreiðagjaldið hafi verið lagt á fyrir þrjátíu árum til að „stappa upp í fjárlagagat í eitt ár,“ gefi ríkissjóði sennilega um 10 milljarða í tekjur á ári. Bifreiðagjaldið hafi einnig snarhækkað á undanförnum árum, og peningurinn fari beint inn í ríkissjóð án þess að vera eyrnamerktur til vegaframkvæmda eða þess háttar. Áður hafi verið einhver eyrnamerking á sköttum af bensín- og díselolíu, en henni hafi verið kippt úr sambandi árið 2017. „Þáverandi fjármálaráðherra bjarni Ben, sagði að engir skattar ættu að vera eyrnamerktir sérstaklega af því að ríkissjóðir héldi utan um öll útgj-ld ríkisins og þetta yrði bara jafnað út,“ segir Runólfur. Hann segir að í góðu árferði fari að jafnaði einn þriðji af sköttum af bílum til vegamála, en yfirleitt séu þetta tuttugu til tuttugu og fimm prósent. Skattar og tollar Bílar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Reykjavík síðdegis Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Í samráðsgátt stjórnvalda eru drög að áformum um að kílómetragjald verði tekið upp fyrir bensín- og díselbíla. Gjaldið var lagt á rafmagns- tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um síðustu áramót. Áformað er að taka upp svipaða gjaldtöku fyrir bensín- og díselbíla, en fella í staðinn brott bensín- og olíugjöld sem greidd eru við eldsneytiskaup. „Þarna er talað um flatt gjald á bíla undir 3500 kílóum. Við höfum bent á að það er mjög ósanngjarnt. Bíll sem er 3,5 tonn eyðir meira eldsneyti og slítur vegakerfinu meira en bíll sem er 1000 kíló,“ segir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB, sem var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Það séu röng skilaboð til almennings, að minni og umhverfisvænni bílar, borgi það sama og stærri og eyðslufrekari bílar. Hann segir að FÍB vilji að gjaldið taki mið af þyngd og orkugjafa hvers og eins bíls. Pólitískur ómöguleiki fyrir Framsókn Runólfur segir að það eigi eftir að ná sátt um gjaldtöku þungu atvinnubílanna, en áformað er að bílar sem eru meira en 3,5 tonn borgi hærra kílómetragjald. Þetta muni hafa í för með sér umfangsmikinn kostnað fyrir landsbyggðina. Sú umræða hafi ekki farið fram, enda hafi engar tölur verið lagðar fram, bara sagt að gjaldið verði stighækkandi eftir þyngd ökutækja. „Við vitum það jú að vegirnir grotna enn meira undan þungu bílunum, en svo erum við líka að reyna halda landinu í byggð. Þannig það þarf að ná einhverri pólitískri sátt um þetta,“ segir Runólfur. Runólfur telur ekki víst að frumvarpið verði lagt fram í haust, of stutt sé í kosningar. „Ég sé ekki að formaður Framsóknarflokksins leggi frumvarpið fram eins og það lítur út,“ segir Runólfur. Þrjátíu ár af bifreiðagjaldi sem átti að vera til eins árs Runólfur segir að bifreiðagjaldið hafi verið lagt á fyrir þrjátíu árum til að „stappa upp í fjárlagagat í eitt ár,“ gefi ríkissjóði sennilega um 10 milljarða í tekjur á ári. Bifreiðagjaldið hafi einnig snarhækkað á undanförnum árum, og peningurinn fari beint inn í ríkissjóð án þess að vera eyrnamerktur til vegaframkvæmda eða þess háttar. Áður hafi verið einhver eyrnamerking á sköttum af bensín- og díselolíu, en henni hafi verið kippt úr sambandi árið 2017. „Þáverandi fjármálaráðherra bjarni Ben, sagði að engir skattar ættu að vera eyrnamerktir sérstaklega af því að ríkissjóðir héldi utan um öll útgj-ld ríkisins og þetta yrði bara jafnað út,“ segir Runólfur. Hann segir að í góðu árferði fari að jafnaði einn þriðji af sköttum af bílum til vegamála, en yfirleitt séu þetta tuttugu til tuttugu og fimm prósent.
Skattar og tollar Bílar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Reykjavík síðdegis Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent