„Alvarlega vanfjármögnuð“ í viðhaldinu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. júlí 2024 15:07 Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar. vísir/sigurjón Forstjóri Vegagerðarinnar segir stofnunina alvarlega vanfjármagnaða þegar það kemur að viðhaldi vega. Ósamþykkt samgönguáætlun setur sömuleiðis strik í reikninginn. Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar var til viðtals á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hvorki samgönguáætlun né samgöngusáttmáli náði í gegnum þingið fyrir sumarfrí. Ljóst er að tafir verða á ýmsum vegaframkvæmdum, enda varðar áætlunin fjárfestingu fyrir rúma 900 milljarða til næstu 15 ára. Í samgönguáætlun eiga veggjöld að dekka um 40 prósent af kostnaði við uppbyggingu jarðgangnaframkvæmdir. Gjöldin eru hins vegar ósamþykkt og óútfærð. Bergþóra segir ekki farið af stað með þær framkvæmdir áður en fjármögnun liggur fyrir. „Við erum á þeim stað að við erum í ákveðinni lægð varðandi framkvæmdamagn, þó það séu mikil áform. Það er verið að undirbúa framkvæmdir fyrir mikla peninga, bæði á höfuðborgarsvæðinu og eins á landsbyggðinni,“ segir Bergþóra. Mikilvægt sé að fjármunir af veggjöldum fari í samgönguuppbyggingu, nokkuð sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi telur að ekki hafi verið reyndin með bensíngjaldið. „Við erum með samgöngukerfi sem er gríðarlega stórt og mjög stórt sem hlutfall skattgreiðenda, per kílómeter. Mun stærra en við sjáum í nokkru okkar nágrannalandi og það er engin launung á því að það vantar aukið fé inn í samgöngukerfið.“ Stöðug og jöfn fjárfesting sé því nauðsynleg. Fjallað hefur verið um að viðhaldsskuld í vegakerfinu sé orðin mikil og aukist með hverju ári, hún standi í 130 milljörðum í dag. „Þar erum við alvarlega vanfjármögnuð. Við sjáum það. Við getum horft á það þannig að þetta Grettistak, sem 21. öldin var í uppbyggingu samgönguinnviða er að koma svolítið á tíma.“ Vegagerð Samgöngur Sprengisandur Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira
Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar var til viðtals á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hvorki samgönguáætlun né samgöngusáttmáli náði í gegnum þingið fyrir sumarfrí. Ljóst er að tafir verða á ýmsum vegaframkvæmdum, enda varðar áætlunin fjárfestingu fyrir rúma 900 milljarða til næstu 15 ára. Í samgönguáætlun eiga veggjöld að dekka um 40 prósent af kostnaði við uppbyggingu jarðgangnaframkvæmdir. Gjöldin eru hins vegar ósamþykkt og óútfærð. Bergþóra segir ekki farið af stað með þær framkvæmdir áður en fjármögnun liggur fyrir. „Við erum á þeim stað að við erum í ákveðinni lægð varðandi framkvæmdamagn, þó það séu mikil áform. Það er verið að undirbúa framkvæmdir fyrir mikla peninga, bæði á höfuðborgarsvæðinu og eins á landsbyggðinni,“ segir Bergþóra. Mikilvægt sé að fjármunir af veggjöldum fari í samgönguuppbyggingu, nokkuð sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi telur að ekki hafi verið reyndin með bensíngjaldið. „Við erum með samgöngukerfi sem er gríðarlega stórt og mjög stórt sem hlutfall skattgreiðenda, per kílómeter. Mun stærra en við sjáum í nokkru okkar nágrannalandi og það er engin launung á því að það vantar aukið fé inn í samgöngukerfið.“ Stöðug og jöfn fjárfesting sé því nauðsynleg. Fjallað hefur verið um að viðhaldsskuld í vegakerfinu sé orðin mikil og aukist með hverju ári, hún standi í 130 milljörðum í dag. „Þar erum við alvarlega vanfjármögnuð. Við sjáum það. Við getum horft á það þannig að þetta Grettistak, sem 21. öldin var í uppbyggingu samgönguinnviða er að koma svolítið á tíma.“
Vegagerð Samgöngur Sprengisandur Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira