Land rís enn með aukinni skjálftavirkni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. júlí 2024 09:17 Búist er við gosi á næstu vikum. vísir/vilhelm Land rís enn á Reykjanesskaga og aukin skjálftavirkni hefur mælst undanfarna viku. Þetta staðfestir Jóhanna Malen Skúladóttir náttúruvársérfræðingur í samtali við fréttastofu. Greint var frá kenningu Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings, um möguleg goslok í Sundhnúksgígaröðinni, í gær. Þá kenningu byggði Haraldur á línuriti sem byggir á GPS hnitum, þar sem það virðist hægja á landrisi þann 12. júlí. Þessa skýringarmynd birti Haraldur með pistli sínum og vakti sérstaka athygli á því hvernig línan hægri megin virðist hafa hætt að stefna upp á við þann 12. júlí.vulkan.blog.is Meiri virkni Jóhanna Malen hafnar hins vegar þessari kenningu. „Hann byggði þetta á GPS punktum þar sem nokkrir punktar virðast línulegri en verið hefur. Staðan er samt sem áður sú að það er enn landris, þó að það gæti verið að hægja á því. Sem þýðir að það er enn kvika að safnast fyrir,“ segi Jóhanna Malen Þá sé einnig örlítil aukning í skjálftavirkni. Síðustu 24 klukkustundir hafa um fjórtán skjálftar riðið yfir á Reykjanesskaganum. Vikuna undan voru þeir um það bil fimm á dag. „Það er svipað og verið hefur í undanförnum atburðum. Eldgos hættir smám saman og síðan byggist upp aukið landris og skjálftavirkni, viku frá viku, þangað til við fáum næsta atburð.“ Það sé því að byggjast upp spenna á svæðinu. „Með meiri spennu verður erfiðara fyrir kvikuna að lyfta landinu, þannig að það getur hægst á landrisi. Eftir því sem kvikuhólfið verður stærra, því dreifðara verður landrisið. Þar af leiðandi er breytingin minni á hverri GPS stöð fyrir sig. Það getur litið út eins og landris sé að minnka en í raun og veru er það jafnt,“ segir Jóhanna Malen ennfremur. Jarðvísindamenn Veðurstofu Íslands áætluðu í síðustu viku að annað kvikuhlaup og/eða eldgos hefjist við Grindavík á næstu þremur til fjórum vikum. Þá bendi greiningar til þess að meiri líkur séu á að hraun komi upp innan Grindavíkur í næsta eldgosi. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Eldgos líklegt á allra næstu vikum og jafnvel innan bæjarins Jarðvísindamenn Veðurstofu Íslands áætla að annað kvikuhlaup og/eða eldgos hefjist við Grindavík á næstu þremur til fjórum vikum. Þá benda greiningar til þess að meiri líkur séu á að hraun komi upp innan Grindavíkur í næsta eldgosi. 16. júlí 2024 15:38 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Sjá meira
Þetta staðfestir Jóhanna Malen Skúladóttir náttúruvársérfræðingur í samtali við fréttastofu. Greint var frá kenningu Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings, um möguleg goslok í Sundhnúksgígaröðinni, í gær. Þá kenningu byggði Haraldur á línuriti sem byggir á GPS hnitum, þar sem það virðist hægja á landrisi þann 12. júlí. Þessa skýringarmynd birti Haraldur með pistli sínum og vakti sérstaka athygli á því hvernig línan hægri megin virðist hafa hætt að stefna upp á við þann 12. júlí.vulkan.blog.is Meiri virkni Jóhanna Malen hafnar hins vegar þessari kenningu. „Hann byggði þetta á GPS punktum þar sem nokkrir punktar virðast línulegri en verið hefur. Staðan er samt sem áður sú að það er enn landris, þó að það gæti verið að hægja á því. Sem þýðir að það er enn kvika að safnast fyrir,“ segi Jóhanna Malen Þá sé einnig örlítil aukning í skjálftavirkni. Síðustu 24 klukkustundir hafa um fjórtán skjálftar riðið yfir á Reykjanesskaganum. Vikuna undan voru þeir um það bil fimm á dag. „Það er svipað og verið hefur í undanförnum atburðum. Eldgos hættir smám saman og síðan byggist upp aukið landris og skjálftavirkni, viku frá viku, þangað til við fáum næsta atburð.“ Það sé því að byggjast upp spenna á svæðinu. „Með meiri spennu verður erfiðara fyrir kvikuna að lyfta landinu, þannig að það getur hægst á landrisi. Eftir því sem kvikuhólfið verður stærra, því dreifðara verður landrisið. Þar af leiðandi er breytingin minni á hverri GPS stöð fyrir sig. Það getur litið út eins og landris sé að minnka en í raun og veru er það jafnt,“ segir Jóhanna Malen ennfremur. Jarðvísindamenn Veðurstofu Íslands áætluðu í síðustu viku að annað kvikuhlaup og/eða eldgos hefjist við Grindavík á næstu þremur til fjórum vikum. Þá bendi greiningar til þess að meiri líkur séu á að hraun komi upp innan Grindavíkur í næsta eldgosi.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Eldgos líklegt á allra næstu vikum og jafnvel innan bæjarins Jarðvísindamenn Veðurstofu Íslands áætla að annað kvikuhlaup og/eða eldgos hefjist við Grindavík á næstu þremur til fjórum vikum. Þá benda greiningar til þess að meiri líkur séu á að hraun komi upp innan Grindavíkur í næsta eldgosi. 16. júlí 2024 15:38 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Sjá meira
Eldgos líklegt á allra næstu vikum og jafnvel innan bæjarins Jarðvísindamenn Veðurstofu Íslands áætla að annað kvikuhlaup og/eða eldgos hefjist við Grindavík á næstu þremur til fjórum vikum. Þá benda greiningar til þess að meiri líkur séu á að hraun komi upp innan Grindavíkur í næsta eldgosi. 16. júlí 2024 15:38