Haraldur spyr hvort gosum sé lokið í Sundhnúksgígaröðinni Kristján Már Unnarsson skrifar 20. júlí 2024 22:04 Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur. Stöð 2/Björn Sigurðsson. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir vísbendingu um að kvikustreymi upp í lárétta kvikuinnskotið undir Svartsengi hafi verulega minnkað eða að því sé lokið. Hann spyr: „Goslok í Sundhnúksgígaröðinni?“ í fyrirsögn nýs pistils á eldfjallabloggi sínu. Þar vekur Haraldur athygli á því að þann 12. júlí síðastliðinn, fyrir rúmri viku, hafi orðið breyting í atburðarásinni í kvikuhólfinu undir Svartsengi og landris nánast hætt. Hann segir þó of snemmt að fagna góðri spá en alla vega virðist einhver breyting vera að gerast í þá átt. Haraldur rifjar upp spána sem þeir Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur birtu þann 14. mars síðastliðinn sem bar titilinn „Einföld spá um lok umbrota í Grindavík“. Þar spáðu þeir því að innstreymi kviku í lagganginn undir Svartsengi lyki síðsumars árið 2024 og þar með hreyfingunum í Sundhnúk suður um til Grindavíkur. „Við sýndum tvær spálínur um goslok. Önnur spálínan benti á núll kvikurennsli um 5. júlí en hin um 10. ágúst 2024,“ rifjar Haraldur upp en bætir síðan við: „Síðasta gosi í Sundhnúksgígaröðinni lauk um 22. júní. Síðan hefur landris haldið áfram í Svartsengi, eins og GPS stöðin SENG sýnir. En hinn 12. júlí breytti til og síðan hefur land risið lítið eða ekkert. Sennilega bendir það til að kvikustreymi upp í lárétta kvikuinnskotið undir Svartsengi hafi verulega minnkað eða að því sé lokið.“ Þessa skýringarmynd birtir Haraldur með pistli sínum. Hann vekur sérstaka athygli á því hvernig línan hægri megin virðist hafa hætt að stefna upp á við þann 12. júlí.vulkan.blog.is „Það er enn of snemmt að fagna góðri spá, en alla vega virðist einhver breyting vera að gerast í þá átt,“ segir Haraldur Sigurðsson á vulkan.blog.is. Goslokaspá þeirra Haraldar og Gríms frá 14. mars var útskýrð þannig í frétt Stöðvar 2 þann dag: Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vísindi Almannavarnir Tengdar fréttir Eldgos líklegt á allra næstu vikum og jafnvel innan bæjarins Jarðvísindamenn Veðurstofu Íslands áætla að annað kvikuhlaup og/eða eldgos hefjist við Grindavík á næstu þremur til fjórum vikum. Þá benda greiningar til þess að meiri líkur séu á að hraun komi upp innan Grindavíkur í næsta eldgosi. 16. júlí 2024 15:38 Spá því að umbrotum við Grindavík ljúki síðsumars „Við teljum að nú liggi fyrir vísindagögn, sem leyfa okkur að áætla hvenær kvikuhreyfingum og gosum lýkur í Sundhnúks gígaröðinni,“ segja jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur í sameiginlegri grein sem birt er á eldfjallabloggi Haraldar. Niðurstaða þeirra, sem þeir kalla einfalda spá, er að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars árið 2024, eftir fjóra til fimm mánuði. 14. mars 2024 14:44 Telur að þetta geti orðið síðasta eldgosið á Sundhnúkareininni Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að yfirstandandi eldgos geti orðið það síðasta á Sundhnúkagígaröðinni og að umbrotin þar gætu stöðvast síðsumars. Hann vonar að hægt verði að huga að því að byggja Grindavík upp aftur með haustinu. 13. júní 2024 20:40 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Þar vekur Haraldur athygli á því að þann 12. júlí síðastliðinn, fyrir rúmri viku, hafi orðið breyting í atburðarásinni í kvikuhólfinu undir Svartsengi og landris nánast hætt. Hann segir þó of snemmt að fagna góðri spá en alla vega virðist einhver breyting vera að gerast í þá átt. Haraldur rifjar upp spána sem þeir Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur birtu þann 14. mars síðastliðinn sem bar titilinn „Einföld spá um lok umbrota í Grindavík“. Þar spáðu þeir því að innstreymi kviku í lagganginn undir Svartsengi lyki síðsumars árið 2024 og þar með hreyfingunum í Sundhnúk suður um til Grindavíkur. „Við sýndum tvær spálínur um goslok. Önnur spálínan benti á núll kvikurennsli um 5. júlí en hin um 10. ágúst 2024,“ rifjar Haraldur upp en bætir síðan við: „Síðasta gosi í Sundhnúksgígaröðinni lauk um 22. júní. Síðan hefur landris haldið áfram í Svartsengi, eins og GPS stöðin SENG sýnir. En hinn 12. júlí breytti til og síðan hefur land risið lítið eða ekkert. Sennilega bendir það til að kvikustreymi upp í lárétta kvikuinnskotið undir Svartsengi hafi verulega minnkað eða að því sé lokið.“ Þessa skýringarmynd birtir Haraldur með pistli sínum. Hann vekur sérstaka athygli á því hvernig línan hægri megin virðist hafa hætt að stefna upp á við þann 12. júlí.vulkan.blog.is „Það er enn of snemmt að fagna góðri spá, en alla vega virðist einhver breyting vera að gerast í þá átt,“ segir Haraldur Sigurðsson á vulkan.blog.is. Goslokaspá þeirra Haraldar og Gríms frá 14. mars var útskýrð þannig í frétt Stöðvar 2 þann dag:
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vísindi Almannavarnir Tengdar fréttir Eldgos líklegt á allra næstu vikum og jafnvel innan bæjarins Jarðvísindamenn Veðurstofu Íslands áætla að annað kvikuhlaup og/eða eldgos hefjist við Grindavík á næstu þremur til fjórum vikum. Þá benda greiningar til þess að meiri líkur séu á að hraun komi upp innan Grindavíkur í næsta eldgosi. 16. júlí 2024 15:38 Spá því að umbrotum við Grindavík ljúki síðsumars „Við teljum að nú liggi fyrir vísindagögn, sem leyfa okkur að áætla hvenær kvikuhreyfingum og gosum lýkur í Sundhnúks gígaröðinni,“ segja jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur í sameiginlegri grein sem birt er á eldfjallabloggi Haraldar. Niðurstaða þeirra, sem þeir kalla einfalda spá, er að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars árið 2024, eftir fjóra til fimm mánuði. 14. mars 2024 14:44 Telur að þetta geti orðið síðasta eldgosið á Sundhnúkareininni Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að yfirstandandi eldgos geti orðið það síðasta á Sundhnúkagígaröðinni og að umbrotin þar gætu stöðvast síðsumars. Hann vonar að hægt verði að huga að því að byggja Grindavík upp aftur með haustinu. 13. júní 2024 20:40 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Eldgos líklegt á allra næstu vikum og jafnvel innan bæjarins Jarðvísindamenn Veðurstofu Íslands áætla að annað kvikuhlaup og/eða eldgos hefjist við Grindavík á næstu þremur til fjórum vikum. Þá benda greiningar til þess að meiri líkur séu á að hraun komi upp innan Grindavíkur í næsta eldgosi. 16. júlí 2024 15:38
Spá því að umbrotum við Grindavík ljúki síðsumars „Við teljum að nú liggi fyrir vísindagögn, sem leyfa okkur að áætla hvenær kvikuhreyfingum og gosum lýkur í Sundhnúks gígaröðinni,“ segja jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur í sameiginlegri grein sem birt er á eldfjallabloggi Haraldar. Niðurstaða þeirra, sem þeir kalla einfalda spá, er að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars árið 2024, eftir fjóra til fimm mánuði. 14. mars 2024 14:44
Telur að þetta geti orðið síðasta eldgosið á Sundhnúkareininni Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að yfirstandandi eldgos geti orðið það síðasta á Sundhnúkagígaröðinni og að umbrotin þar gætu stöðvast síðsumars. Hann vonar að hægt verði að huga að því að byggja Grindavík upp aftur með haustinu. 13. júní 2024 20:40