Magnús Már Kristjánsson prófessor er látinn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 18. júlí 2024 11:19 Magnús Már Kristjánsson kom víða við á löngum og farsælum fræðimannsferli. Jón Atli Benediktsson Magnús Már Kristjánsson, prófessor við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, lést áttunda júlí síðastliðinn 66 ára að aldri. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, greinir frá andláti hans í færslu á Facebook. Kom víða við á löngum ferli Magnús fæddist 27. ágúst 1957 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina 1977. Magnús lauk BS-prófi í matvælafræði frá Háskóla Íslands árið 1980, M.Sc.-prófi frá University of California Davis í matvælaefnafræði 1983 og doktorsgráðu frá Cornell University í matvælaefnafræði 1988. Að námi loknu starfaði Magnús sem sérfræðingur við Center for Marin Bioteknologi, Danmarks Tekniske Universitet, árin 1988-1991. Hann var sérfræðingur við Raunvísindastofnun 1991-1994 og fræðimaður 1994-1998. Hann var dósent í matvælaefnafræði 1999-2008, í lífefnafræði 2008-2009 og síðan prófessor frá 2009. Magnús var deildarstjóri lífefnafræðideildar innan Raunvísindastofnunar 2009-2022. Hann var gestakennari við nokkra erlenda háskóla á ferli sínum, í Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi. Frábær leiðbeinandi og kennari Jón Atli segir Magnús hafa stundað fjölbreyttar rannsóknir á próteinkljúfum úr sjávarlífverum sem aðlagast hafa kulda, í samstarfi við innlenda og erlenda vísindamenn. „Framlag hans jók skilning á sambandi innri byggingar þessara kuldavirku ensíma og hvötunargetu þeirra. Sú þekking er mikilvæg til að skilja hvernig bæta megi ensím og aðlaga þau til hagnýtra nota í iðnaði. Fjöldi nemenda vann að þessum verkefnum sem hluta af prófgráðum sínum og var Magnús annálaður sem frábær leiðbeinandi og kennari,“ segir Jón Atli. Jón Atli þakkar störf Magnúsar Más Kristjánssonar í þágu skólans fyrir hönd Háskóla Íslands og vottar aðstandendum hans innilega samúð. Andlát Háskólar Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, greinir frá andláti hans í færslu á Facebook. Kom víða við á löngum ferli Magnús fæddist 27. ágúst 1957 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina 1977. Magnús lauk BS-prófi í matvælafræði frá Háskóla Íslands árið 1980, M.Sc.-prófi frá University of California Davis í matvælaefnafræði 1983 og doktorsgráðu frá Cornell University í matvælaefnafræði 1988. Að námi loknu starfaði Magnús sem sérfræðingur við Center for Marin Bioteknologi, Danmarks Tekniske Universitet, árin 1988-1991. Hann var sérfræðingur við Raunvísindastofnun 1991-1994 og fræðimaður 1994-1998. Hann var dósent í matvælaefnafræði 1999-2008, í lífefnafræði 2008-2009 og síðan prófessor frá 2009. Magnús var deildarstjóri lífefnafræðideildar innan Raunvísindastofnunar 2009-2022. Hann var gestakennari við nokkra erlenda háskóla á ferli sínum, í Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi. Frábær leiðbeinandi og kennari Jón Atli segir Magnús hafa stundað fjölbreyttar rannsóknir á próteinkljúfum úr sjávarlífverum sem aðlagast hafa kulda, í samstarfi við innlenda og erlenda vísindamenn. „Framlag hans jók skilning á sambandi innri byggingar þessara kuldavirku ensíma og hvötunargetu þeirra. Sú þekking er mikilvæg til að skilja hvernig bæta megi ensím og aðlaga þau til hagnýtra nota í iðnaði. Fjöldi nemenda vann að þessum verkefnum sem hluta af prófgráðum sínum og var Magnús annálaður sem frábær leiðbeinandi og kennari,“ segir Jón Atli. Jón Atli þakkar störf Magnúsar Más Kristjánssonar í þágu skólans fyrir hönd Háskóla Íslands og vottar aðstandendum hans innilega samúð.
Andlát Háskólar Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira