Forysta Demókrataflokksins farin að þrýsta á Biden Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2024 11:30 Það hefur lítið farið fyrir Biden í fjölmiðlum vestanhafs síðustu viku. Donald Trump hefur á sama tíma baðað sig í sviðsljósinu á vel heppnuðu landsþingi, í kjölfar misheppnaðs banatilræðis. Getty Forysta Demókrataflokksins virðist vera farin að setja þrýsting á Joe Biden Bandaríkjaforseta um að stíga til hliðar í forsetakosningunum og hleypa öðrum að. CNN hefur greint frá því að Nancy Pelosi, fyrrverandi forseti neðri deildar þingsins, hafi sagt við forsetann í símtali síðustu viku að skoðanakannanir sýndu að hann gæti ekki sigrað Trump. Þá hefur verið greint frá því að Chuck Schumer og Hakeem Jeffries, leiðtogar Demókrata á þinginu, hafi lýst áhyggjum sínum. Samkvæmt New York Times sögðu báðir í samtölum við Biden á síðustu viku að þeir hefðu áhyggjur af möguleikum hans á að sigra Trump og ekki síður af áhrifum þess á komandi þingkosningar, þar sem meirihlutinn í báðum þingdeildum gæti fallið Repúblikönum í skaut. „Forsetinn sagði báðum leiðtogum að hann væri forsetaefni flokksins, að hann hefði í hyggju að sigra og að hann hlakkaði til að vinna með báðum til að koma í gegn 100 daga áætlun sinni til að aðstoða vinnandi fjölskyldum,“ sagði Andrew Bates, talsmaður Hvíta hússins, um samtölin. Bates svaraði fyrirspurnum CNN um Pelosi á sama hátt. Pelosi er fyrir sitt leiti sögð hafa lagt á það áherslu að samkvæmt könnunum ætti Biden ekki möguleika á því að vinna Trump. Forsetinn, sem er nýgreindur með Covid-19, er sagður hafa sagst ósammála. Samkvæmt CNN gátu heimildarmenn ekki svarað því hvort Pelosi hefði bókstaflega kallað eftir því að Biden hætti við að sækjast eftir endurkjöri, sem forsetinn hefur hafnað að gera nema ef honum yrði tjáð að það væri óráðlegt af læknisfræðilegum ástæðum. Pelosi og fleiri Demókratar, hafa ítrekað sagt að það sé undir forsetanum komið að ákveða hvað hann gerir. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Sjá meira
CNN hefur greint frá því að Nancy Pelosi, fyrrverandi forseti neðri deildar þingsins, hafi sagt við forsetann í símtali síðustu viku að skoðanakannanir sýndu að hann gæti ekki sigrað Trump. Þá hefur verið greint frá því að Chuck Schumer og Hakeem Jeffries, leiðtogar Demókrata á þinginu, hafi lýst áhyggjum sínum. Samkvæmt New York Times sögðu báðir í samtölum við Biden á síðustu viku að þeir hefðu áhyggjur af möguleikum hans á að sigra Trump og ekki síður af áhrifum þess á komandi þingkosningar, þar sem meirihlutinn í báðum þingdeildum gæti fallið Repúblikönum í skaut. „Forsetinn sagði báðum leiðtogum að hann væri forsetaefni flokksins, að hann hefði í hyggju að sigra og að hann hlakkaði til að vinna með báðum til að koma í gegn 100 daga áætlun sinni til að aðstoða vinnandi fjölskyldum,“ sagði Andrew Bates, talsmaður Hvíta hússins, um samtölin. Bates svaraði fyrirspurnum CNN um Pelosi á sama hátt. Pelosi er fyrir sitt leiti sögð hafa lagt á það áherslu að samkvæmt könnunum ætti Biden ekki möguleika á því að vinna Trump. Forsetinn, sem er nýgreindur með Covid-19, er sagður hafa sagst ósammála. Samkvæmt CNN gátu heimildarmenn ekki svarað því hvort Pelosi hefði bókstaflega kallað eftir því að Biden hætti við að sækjast eftir endurkjöri, sem forsetinn hefur hafnað að gera nema ef honum yrði tjáð að það væri óráðlegt af læknisfræðilegum ástæðum. Pelosi og fleiri Demókratar, hafa ítrekað sagt að það sé undir forsetanum komið að ákveða hvað hann gerir.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Sjá meira