„Þetta eru í rauninni mjög sorglegar niðurstöður“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. júlí 2024 23:30 Sunneva Halldórsdóttir, meistaranemi í líf- og læknavísindum, Vísir/Vilhelm Blý og fjöldi annarra skaðlegra þungmálma finnast í túrtöppum samkvæmt nýrri rannsókn. Kallað er eftir frekari rannsóknum á áhrifum eiturefna á líkamann og neytendur eru hvattir til að vanda valið á tíðavörum. Nýleg rannsókn bandarískra vísindamanna leiðir í ljós að túrtappar geta innihaldið fjöldann allan af þungamálmum. Rannsóknin sem nýverið var birt í tímaritinu Environment International er ekki sú fyrsta sem leiðir í ljós að tíðavörur, sem notaðar eru af konum um allan heim, geta innihaldið skaðleg efni. Vísindamenn við Berkley-háskóla rannsökuðu styrk sextán málma í 24 tegundum af túrtöppum sem fást í Bandaríkjunum og Evrópu. Allir sextán málmarnir sem voru undir í rannsókninni fundust í minnst einum af þeim þrjátíu túrtöppunum sem rannsakaðir voru, þar á meðal blý, sink, kvikasilfur, nikkel og arsen. Sunneva Halldórsdóttir, meistaranemi í líf- og læknavísindum, heldur úti Instagram-reikningnum Efnasúpunni þar sem hún birtir fræðsluefni tengt skaðlegum efnum í nærumhverfinu. Hún segir niðurstöðurnar sláandi. „Þetta eru allt efni sem að geta haft skaðleg áhrif á okkur og haft hormónaraskandi áhrif. Þannig að þetta eru í rauninni mjög sorglegar niðurstöður og hræðilegt að þessi efni skuli leynast í vörum sem koma við slímhúð kvenna og hafa greiðan aðgang að kerfinu okkar,“ segir Sunneva. Munur mældist eftir því hvort tapparnir voru keyptir í Bandaríkjunum eða Evrópu og eftir því hvort túrtapparnir voru úr lifrænum efnum eða ekki. Styrkur blýs mældist hærri í ólífrænum túrtöppum á meðan styrkur arsens mældist hærra í lífrænum töppum. Tekið er fram í rannsókninni að að frekari rannsókna sé þörf til að undirbyggja niðurstöðurnar enn frekar og meta hvort skaðleg efni geti smitast úr túrtöppunum og inn í líkamann. Höfundar telja niðurstöðurnar einnig benda til þess að tilefni sé til að setja reglur um frekari kröfur til framleiðenda. Sérstakt áhyggjuefni fyrir ungar stelpur „Það eru þessi hormónaraskandi áhrif sem sum þessara efna hafa verið beintengd við og þá eru það kannski sérstaklega ungar stelpur sem eru að byrja að nota tíðavörur sem við þurfum að hafa áhyggjur af. Að þarna séu þessi efni að komast í beina snertingu við slímhúð og gætu haft skaðleg og óafturkræf áhrif. Það er aðeins mismunandi hvað hvert efni er talið geta gert, en þessi rannsókn tekur það fram að frekari rannsókna sé þörf á áhrifum, sérstaklega langtímaáhrifum,“ segir Sunneva. Ýmis skaðleg efni finnast í tíðavörum.Vísir/Sigurjón „Þarna er talað um að hver kona noti að meðaltali ellefu þúsund tíðavörur á sinni ævi. Þannig það eru þessi samanlögðu áhrif sem viðþurfum að hafa í huga. Að með svona mikilli notkun og ítrekað að þessi efni séu að komast í snertingu við slímhúð og inn í líffærakerfin okkar að þá geti þau klárlega haft skaðleg áhrif.“ Því miður komi niðurstöðurnar þó ekki á óvart. „Það var önnur rannsókn frá Bandaríkjunum sem kom út árið 2020 þar sem fundust þalöt, bisfenól, paraben og fleiri skaðleg efni,“ nefnir Sunneva sem dæmi. Best að vanda valið Þótt skaðleg efni séu algeng í tíðavörum segir Sunneva ekki ástæðu til að örvænta, nokkra hluti sé vert að hafa í huga. „Ég myndi reyna að forðast vörur sem eru með ilmefnum til dæmis. Það eru rosalega mörg sérstaklega dömubindi sem eru með sterkri ilmlykt. Og svo er það að velja vörur úr lífrænum bómul,“ segir Sunneva, og nefnir einnig sem dæmi aðra möguleika á borð við fjölnota dömubindi og túrtappa, túrnærbuxur úr lífrænni bómull eða álfabikar úr hreinu sílikoni eða náttúrulegu gúmmíi. „Það er sem betur til bara mjög flott úrval í dag í mörgum búðum, bæði í matvörubúðum og svo sérhæfðari vistvænum búðum.“ Hún segist fyrst og fremst vilja hvetja til vitundarvakningar um skaðleg efni í umhverfinu. „Þetta snýst ekki um að fara í einhverjar öfgar, það er enginn að tala um að flytja í torfbæ og hætta að nota allt. En við höfum tækifæri til að velja betur á svo ótrúlega mörgum stöðum og getum gert það, vandað valið. Þá erum við alla veganna að draga úr þessum áhrifum af útsetningu af þessum efnum. Hinn gullni meðalvegur,“ segir Sunneva. Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Sjá meira
Nýleg rannsókn bandarískra vísindamanna leiðir í ljós að túrtappar geta innihaldið fjöldann allan af þungamálmum. Rannsóknin sem nýverið var birt í tímaritinu Environment International er ekki sú fyrsta sem leiðir í ljós að tíðavörur, sem notaðar eru af konum um allan heim, geta innihaldið skaðleg efni. Vísindamenn við Berkley-háskóla rannsökuðu styrk sextán málma í 24 tegundum af túrtöppum sem fást í Bandaríkjunum og Evrópu. Allir sextán málmarnir sem voru undir í rannsókninni fundust í minnst einum af þeim þrjátíu túrtöppunum sem rannsakaðir voru, þar á meðal blý, sink, kvikasilfur, nikkel og arsen. Sunneva Halldórsdóttir, meistaranemi í líf- og læknavísindum, heldur úti Instagram-reikningnum Efnasúpunni þar sem hún birtir fræðsluefni tengt skaðlegum efnum í nærumhverfinu. Hún segir niðurstöðurnar sláandi. „Þetta eru allt efni sem að geta haft skaðleg áhrif á okkur og haft hormónaraskandi áhrif. Þannig að þetta eru í rauninni mjög sorglegar niðurstöður og hræðilegt að þessi efni skuli leynast í vörum sem koma við slímhúð kvenna og hafa greiðan aðgang að kerfinu okkar,“ segir Sunneva. Munur mældist eftir því hvort tapparnir voru keyptir í Bandaríkjunum eða Evrópu og eftir því hvort túrtapparnir voru úr lifrænum efnum eða ekki. Styrkur blýs mældist hærri í ólífrænum túrtöppum á meðan styrkur arsens mældist hærra í lífrænum töppum. Tekið er fram í rannsókninni að að frekari rannsókna sé þörf til að undirbyggja niðurstöðurnar enn frekar og meta hvort skaðleg efni geti smitast úr túrtöppunum og inn í líkamann. Höfundar telja niðurstöðurnar einnig benda til þess að tilefni sé til að setja reglur um frekari kröfur til framleiðenda. Sérstakt áhyggjuefni fyrir ungar stelpur „Það eru þessi hormónaraskandi áhrif sem sum þessara efna hafa verið beintengd við og þá eru það kannski sérstaklega ungar stelpur sem eru að byrja að nota tíðavörur sem við þurfum að hafa áhyggjur af. Að þarna séu þessi efni að komast í beina snertingu við slímhúð og gætu haft skaðleg og óafturkræf áhrif. Það er aðeins mismunandi hvað hvert efni er talið geta gert, en þessi rannsókn tekur það fram að frekari rannsókna sé þörf á áhrifum, sérstaklega langtímaáhrifum,“ segir Sunneva. Ýmis skaðleg efni finnast í tíðavörum.Vísir/Sigurjón „Þarna er talað um að hver kona noti að meðaltali ellefu þúsund tíðavörur á sinni ævi. Þannig það eru þessi samanlögðu áhrif sem viðþurfum að hafa í huga. Að með svona mikilli notkun og ítrekað að þessi efni séu að komast í snertingu við slímhúð og inn í líffærakerfin okkar að þá geti þau klárlega haft skaðleg áhrif.“ Því miður komi niðurstöðurnar þó ekki á óvart. „Það var önnur rannsókn frá Bandaríkjunum sem kom út árið 2020 þar sem fundust þalöt, bisfenól, paraben og fleiri skaðleg efni,“ nefnir Sunneva sem dæmi. Best að vanda valið Þótt skaðleg efni séu algeng í tíðavörum segir Sunneva ekki ástæðu til að örvænta, nokkra hluti sé vert að hafa í huga. „Ég myndi reyna að forðast vörur sem eru með ilmefnum til dæmis. Það eru rosalega mörg sérstaklega dömubindi sem eru með sterkri ilmlykt. Og svo er það að velja vörur úr lífrænum bómul,“ segir Sunneva, og nefnir einnig sem dæmi aðra möguleika á borð við fjölnota dömubindi og túrtappa, túrnærbuxur úr lífrænni bómull eða álfabikar úr hreinu sílikoni eða náttúrulegu gúmmíi. „Það er sem betur til bara mjög flott úrval í dag í mörgum búðum, bæði í matvörubúðum og svo sérhæfðari vistvænum búðum.“ Hún segist fyrst og fremst vilja hvetja til vitundarvakningar um skaðleg efni í umhverfinu. „Þetta snýst ekki um að fara í einhverjar öfgar, það er enginn að tala um að flytja í torfbæ og hætta að nota allt. En við höfum tækifæri til að velja betur á svo ótrúlega mörgum stöðum og getum gert það, vandað valið. Þá erum við alla veganna að draga úr þessum áhrifum af útsetningu af þessum efnum. Hinn gullni meðalvegur,“ segir Sunneva.
Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Sjá meira