Englendingar á EM en Svíar og Norðmenn þurfa í umspil Smári Jökull Jónsson skrifar 16. júlí 2024 20:30 Lucy Bronze og Fridolina Rolfö eigast við í Gautaborg í kvöld. Vísir/Getty Bæði Svíar og Norðmenn þurfa að fara í umspil um sæti á Evrópumótinu í Sviss á næsta ári. Undankeppninni lauk í kvöld þar sem Englendingar og Svíar háðu harða baráttu um beint sæti í lokakeppninni. Þó ljóst hafi verið að Ísland væri búið að tryggja sér sæti á Evrópumótinu næsta sumar fyrir leik Íslands og Póllands í kvöld þá var mikil spenna í tveimur riðlum. Í riðli þrjú þurftu Svíar sigur gegn Englendingum til að fara upp fyrir enska liðið en Frakkar voru búnir að tryggja sér sæti á EM fyrir leiki kvöldsins. Svíar tóku á móti Englandi á heimavelli sínum í Gautaborg og fengu færi til að skora markið sem þær þurftu. Það kom hins vegar aldrei og 0-0 jafntefli var niðurstaðan sem dugir Englendingum til að halda öðru sætinu. Svíar þurfa hins vegar að fara í umspil um sæti á EM og kemur í ljós á föstudaginn hverjir andstæðingar liðsins verða í umspilinu sem spilað verður í haust. Andstæðingarnir koma úr B eða C-deild undankeppninnar. #WEURO2025 bound. 🫶 pic.twitter.com/wonYNg0uGx— Lionesses (@Lionesses) July 16, 2024 Í hinum leik riðilsins komu Írar sér á blað í riðlinum með óvæntum sigri á gríðarsterku liði Frakklands. Frakkar voru búnir að tryggja sér sæti á EM fyrir leiki kvöldsins en hefðu misst efsta sætið í hendur Englendinga hefðu enskar náð í sigur gegn Svíum. Frakkar enda því í efsta sæti riðilsins og fara örugglega á EM. Ítalir hentu Noregi í umspil Svipuð staða var í riðli eitt. Þar var hörð barátta á milli Ítalíu, Hollands og Noregs um efstu tvö sætin. Norðmenn tóku á móti Hollandi í Bergen en fyrir leikinn voru Hollendingar efstir í riðlinum með 8 stig en Norðmenn í öðru sæti með 6 stig. Ítalía var einnig með sex stig og tók á sama tíma á móti Finnum í Bolzano. Með sigri gátu Ítalirfarið upp fyrir annað hvort Hollendinga eða Norðmenn í töflunni. 𝐆𝐞𝐤𝐰𝐚𝐥𝐢𝐟𝐢𝐜𝐞𝐞𝐫𝐝! 👏De @oranjevrouwen plaatsen zich voor het EK 2025 na een gelijkspel op Noorwegen (1-1)! pic.twitter.com/KMSMd2Nm5z— KNVB (@KNVB) July 16, 2024 Það var ljóst snemma að Ítalía ætlaði sér að hirða annað af tveimur efstu sætunum. Þær komust í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum frá Chiara Beccari og Manuela Giugliano og unnu að lokum 4-0 eftir mörk frá Michela Cambiaghi og sjálfsmarki Eva Nyström í seinni hálfleik. Það þýddi að Norðmenn þurftu sigur gegn Hollandi. Markalaust var í hálfleik en á 60. mínútu kom stórstjarnan Caroline Graham Hansen Noregi í 1-0 forystu og þá voru Hollendingar komnir niður í 3. sætið. Það var hins vegar stjarna hollenska liðsins Vivianne Miedema sem tryggði Hollandi sæti á EM með marki á 80. mínútu. Lokatölur 1-1 og því þurfa Norðmenn að fara sömu leið og nágrannarnir frá Svíþjóð ætli þær sér á EM næsta sumar. Úrslitin í undankeppni EM í kvöld: Danmörk - Tékkland 2-0Spánn - Belgía 2-0Írland - Frakkland 3-1Svíþjóð - England 0-0Ítalía - Finnland 4-0Noregur - Holland 0-0Þýskaland - Austurríki 4-0Ungverjaland - Tyrkland 1-4Sviss - Aserbaídjan 3-0Ísrael - Slóvakía 2-2Skotland - Serbía 1-0Norður-Írland - Bosnía og Hersegóvína 2-0Portúgal - Malta 2-0Úkraína - Króatía 2-0Wales - Kósóvó 2-0 EM í Sviss 2025 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Sjá meira
Þó ljóst hafi verið að Ísland væri búið að tryggja sér sæti á Evrópumótinu næsta sumar fyrir leik Íslands og Póllands í kvöld þá var mikil spenna í tveimur riðlum. Í riðli þrjú þurftu Svíar sigur gegn Englendingum til að fara upp fyrir enska liðið en Frakkar voru búnir að tryggja sér sæti á EM fyrir leiki kvöldsins. Svíar tóku á móti Englandi á heimavelli sínum í Gautaborg og fengu færi til að skora markið sem þær þurftu. Það kom hins vegar aldrei og 0-0 jafntefli var niðurstaðan sem dugir Englendingum til að halda öðru sætinu. Svíar þurfa hins vegar að fara í umspil um sæti á EM og kemur í ljós á föstudaginn hverjir andstæðingar liðsins verða í umspilinu sem spilað verður í haust. Andstæðingarnir koma úr B eða C-deild undankeppninnar. #WEURO2025 bound. 🫶 pic.twitter.com/wonYNg0uGx— Lionesses (@Lionesses) July 16, 2024 Í hinum leik riðilsins komu Írar sér á blað í riðlinum með óvæntum sigri á gríðarsterku liði Frakklands. Frakkar voru búnir að tryggja sér sæti á EM fyrir leiki kvöldsins en hefðu misst efsta sætið í hendur Englendinga hefðu enskar náð í sigur gegn Svíum. Frakkar enda því í efsta sæti riðilsins og fara örugglega á EM. Ítalir hentu Noregi í umspil Svipuð staða var í riðli eitt. Þar var hörð barátta á milli Ítalíu, Hollands og Noregs um efstu tvö sætin. Norðmenn tóku á móti Hollandi í Bergen en fyrir leikinn voru Hollendingar efstir í riðlinum með 8 stig en Norðmenn í öðru sæti með 6 stig. Ítalía var einnig með sex stig og tók á sama tíma á móti Finnum í Bolzano. Með sigri gátu Ítalirfarið upp fyrir annað hvort Hollendinga eða Norðmenn í töflunni. 𝐆𝐞𝐤𝐰𝐚𝐥𝐢𝐟𝐢𝐜𝐞𝐞𝐫𝐝! 👏De @oranjevrouwen plaatsen zich voor het EK 2025 na een gelijkspel op Noorwegen (1-1)! pic.twitter.com/KMSMd2Nm5z— KNVB (@KNVB) July 16, 2024 Það var ljóst snemma að Ítalía ætlaði sér að hirða annað af tveimur efstu sætunum. Þær komust í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum frá Chiara Beccari og Manuela Giugliano og unnu að lokum 4-0 eftir mörk frá Michela Cambiaghi og sjálfsmarki Eva Nyström í seinni hálfleik. Það þýddi að Norðmenn þurftu sigur gegn Hollandi. Markalaust var í hálfleik en á 60. mínútu kom stórstjarnan Caroline Graham Hansen Noregi í 1-0 forystu og þá voru Hollendingar komnir niður í 3. sætið. Það var hins vegar stjarna hollenska liðsins Vivianne Miedema sem tryggði Hollandi sæti á EM með marki á 80. mínútu. Lokatölur 1-1 og því þurfa Norðmenn að fara sömu leið og nágrannarnir frá Svíþjóð ætli þær sér á EM næsta sumar. Úrslitin í undankeppni EM í kvöld: Danmörk - Tékkland 2-0Spánn - Belgía 2-0Írland - Frakkland 3-1Svíþjóð - England 0-0Ítalía - Finnland 4-0Noregur - Holland 0-0Þýskaland - Austurríki 4-0Ungverjaland - Tyrkland 1-4Sviss - Aserbaídjan 3-0Ísrael - Slóvakía 2-2Skotland - Serbía 1-0Norður-Írland - Bosnía og Hersegóvína 2-0Portúgal - Malta 2-0Úkraína - Króatía 2-0Wales - Kósóvó 2-0
EM í Sviss 2025 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Sjá meira