Stáli fyljar merar enn á fullu 26 vetra gamall Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. júlí 2024 20:05 Ragna Helgadóttir heimasætan í Kjarri og Stáli, sem er orðinn 26 vetra og gefur ekkert eftir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Einn vinsælasti stóðhestur landsins, Stáli frá Kjarri í Ölfusi gefur ekkert eftir þó hann sé orðinn tuttugu og sex vetra því hann er enn að fylja merar en afkvæmi Stála eru orðin vel yfir níu hundruð. Í tengslum við Landsmót hestamanna á dögunum í Víðidal í Reykjavík þá var opið hús í Kjarri Þar, sem hægt var að koma í heimsókn í hesthúsið og hitta nokkra af hestunum og ábúendur. Mesta athygli eins og svo oft áður vakti stóðhesturinn Stáli, gamli höfðinginn, sem er orðinn 26 vetra. Ræktendur og eigendur Stála eru þau Helgi Eggertsson og Helga Ragna Pálsdóttir. Stáli á rúmlega 900 afkvæmi víða um land. „Hann er bara að njóta lífsins hér úti sumarsins gamli karlinn. Hann er í fínasta standi, feitur og flottur og fyljar merar á fullu,” segir Ragna Helgadóttir, heimasætan í Kjarri. Og þekkir hann öll folöldin sín? „Það hlítur að vera, hann er alveg bráðgáfaður,” segir Ragna skellihlæjandi. Stáli sló algjörlega í gegn á Landsmóti á Vindheimamelum 2006 og stóð þar efstur í flokki stóðhesta 7. vetra og eldri þar sem knapi var Daníel Jónsson. Stáli hlaut þar í aðaleinkunn 8,76 og setti þar með heimsmet. Hann fékk 8,26 fyrir byggingu og fyrir hæfileika fékk hann 9,09, þar af 9,5 fyrir skeið, vilja og geðslag og fegurð í reið. Stáli og Daníel Jónsson, knapi gerðu garðinn frægan saman á landsmótum og öðrum keppnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Stáli er mjög sérstakur karakter, hann er mjög stoltur hestur, hann gerir mannamun. Hann er langbestur við pabba og á það til að stríða mér stundum en ég held að það lýsi honum best, hann er ofboðslega stoltur og tryggur hestur,” bætir Ragna við. Fjölmenni heimsótti Kjarr í opna húsinu, meðal annars tvíburabræðurnir Garðar (t.v.) og Gunnar Einarssynir, sem búa báðir á Selfossi og halda mikið upp á Stála.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er frægasta afkvæmið hans? „Það eru Álfaklettur frá Syðri Gegnishólum og Sindri frá Hjarðartúni, báðir alveg magnaðir hestar.” Mjög flott ræktunarstarf fer fram í Kjarri á hestum og plöntum en þar er líka gróðrarstöð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hestar Ölfus Landsmót hestamanna Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Í tengslum við Landsmót hestamanna á dögunum í Víðidal í Reykjavík þá var opið hús í Kjarri Þar, sem hægt var að koma í heimsókn í hesthúsið og hitta nokkra af hestunum og ábúendur. Mesta athygli eins og svo oft áður vakti stóðhesturinn Stáli, gamli höfðinginn, sem er orðinn 26 vetra. Ræktendur og eigendur Stála eru þau Helgi Eggertsson og Helga Ragna Pálsdóttir. Stáli á rúmlega 900 afkvæmi víða um land. „Hann er bara að njóta lífsins hér úti sumarsins gamli karlinn. Hann er í fínasta standi, feitur og flottur og fyljar merar á fullu,” segir Ragna Helgadóttir, heimasætan í Kjarri. Og þekkir hann öll folöldin sín? „Það hlítur að vera, hann er alveg bráðgáfaður,” segir Ragna skellihlæjandi. Stáli sló algjörlega í gegn á Landsmóti á Vindheimamelum 2006 og stóð þar efstur í flokki stóðhesta 7. vetra og eldri þar sem knapi var Daníel Jónsson. Stáli hlaut þar í aðaleinkunn 8,76 og setti þar með heimsmet. Hann fékk 8,26 fyrir byggingu og fyrir hæfileika fékk hann 9,09, þar af 9,5 fyrir skeið, vilja og geðslag og fegurð í reið. Stáli og Daníel Jónsson, knapi gerðu garðinn frægan saman á landsmótum og öðrum keppnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Stáli er mjög sérstakur karakter, hann er mjög stoltur hestur, hann gerir mannamun. Hann er langbestur við pabba og á það til að stríða mér stundum en ég held að það lýsi honum best, hann er ofboðslega stoltur og tryggur hestur,” bætir Ragna við. Fjölmenni heimsótti Kjarr í opna húsinu, meðal annars tvíburabræðurnir Garðar (t.v.) og Gunnar Einarssynir, sem búa báðir á Selfossi og halda mikið upp á Stála.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er frægasta afkvæmið hans? „Það eru Álfaklettur frá Syðri Gegnishólum og Sindri frá Hjarðartúni, báðir alveg magnaðir hestar.” Mjög flott ræktunarstarf fer fram í Kjarri á hestum og plöntum en þar er líka gróðrarstöð.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hestar Ölfus Landsmót hestamanna Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira